Samræmum tillögurnar tvær!

Tvær þingsályktunartillögur um aðildarviðræður og um undirbúning mögulegra aðildarviðræðna að Evrópusambandinu eru komnar fram og önnur þeirra er rædd í þinginu í dag. Tillögurnar falla í sömu átt en mér þykir tillaga Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar hafa meira kjöt á beinunum sem vegvísir um markmið og leiðir.  

Það  væri, að mínu mati, skynsamleg ráðstöfun flutningsmanna þessara tillagna að fallast á að skoða þessar tvær tillögur saman. Það myndi í fyrsta lagi spara tíma og þar með gæfist meiri tími til þess að ræða þau mál sem brenna á þjóðinni í dag og þarfnast skjótra úrlausna. Í öðru lagi gæfist þá tími til að samræma þessar tvær tillögur, búa til vegvísi að þeim leiðum sem  fara á, setja skýr markmið og skilyrði okkar þjóðar, kalla til hagsmunaðila og allt það sem fylgir jafn viðamiklu máli og við ræðum hér og nú.

Nú er tækifæri til samvinnu stjórnarsinna og stjórnarandsöðu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Sæl Ragnheiður

Sammála. Ég skil að nokkru áhyggjur manna af því að afgreiða þingsályktun stjórnar sem óútfyllt blað og svo er ég líka á því að sú aðferð að setja málið í nefndavinnu sé ætlað til að tefja málið.

Þarna væri gott að ná einhverri lendingu svo við fáum fram fljótlega tillögu sem að er með skilgreind samningsmarkmið. Sennilega náum við ekki öllum okkar kröfum en í þjóðaratkvæði um samninginn þá gæti það hjálpað að sjá hversu miklu af þeim væntingum sem farið var af stað með tókst að ná inn í samninginn.

                       Með góðri kveðju,    G

Gunnlaugur B Ólafsson, 28.5.2009 kl. 16:17

2 identicon

Kannski skynsamlegt að vinna þetta bara með samfylkingunni. Er ekki skynsamlegt að þínu mati að fylgja þeirri ályktun sem var samþykkt með miklum meirihluta á síðasta landsfundi varðandi evrópumálin? Ertu búin að gleyma þeirri ályktun? Þorgerður Katrín er greinilega búin að gleyma. Þú virðist líka búin að gleyma.

Halda menn að þeir geti mætt á landsfundi, samið þar ályktanir sem flokksmenn vilja að sé fylgt, mætt svo á alþingi og talað út og suður, helst í takt við Össur Skarphéðinsson nokkrum vikum síðar?

Þetta er með ólíkindum.

joi (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 16:25

3 identicon

Nei Jói ég er ekki búin að gleyma henni og hvet þig til að skoða þingsályktunartillögu okkar þingmanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 16:53

4 identicon

Ragnheiður það að sameina þessar tillögur er allt of góð leið fyrir VG liðið út úr þeim ógöngum sem þau eru komin í. Staðan er núna þessi. Framsóknarflokkur og Sjálfst.fl hafa 25 þingmenn sem munu segja nei við tillögu ( ríkisstjórnarinnar ) (lesist ) Samfylkingarinnar. Samfylking ásamt hyskinu úr Borgaraflokknum hefur 24 þingmenn sem munu segja já. M.ö.o. þá fellur tillaga stjórnarinnar nema VG greiði atkvæði með tillögu Samfylkingarinnar um að sækja um aðild að EB. Þið í stjórnarandstöðunni megið alls ekki ræna þjóðina því að fá að sjá VG kyngja því sem margir þar kalla landráð bara til að halda ríkisstjórninni saman.

HH (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 23:09

5 identicon

Sæl RR

Ég hefi mikla skömm á afstöðu þinni allri í ESB málinu.

Bóas (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 23:53

6 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Tími flokkstengdra plotta eins og HH setur fram er liðinn. Nú þarf að vinna að tillögugerð um aðildarviðræður þannig að sem víðtækust sátt náist í málið. Hér þarf hver og einn þingmaður að líta í eigin samvisku, meta hvaða þættir það eru sem að hann óttast í samstarfinu og vinna því leið inn í umræður og tillögugerð.

Gunnlaugur B Ólafsson, 29.5.2009 kl. 00:26

7 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sæl Ragnheiður,

þið Sjálfstæðismenn skuldið okkur það að fá að kjósa um hvort sækja eigi um aðild eða ekki, þú manst að það var niðurstaða landsfundarins.

Tómas Ibsen Halldórsson, 29.5.2009 kl. 00:30

8 identicon

Enginn efnismunur er á tillögunum annar en málsmeðferðin og tímaþátturinn.

Stjórnartillagan gerir ráð fyrir að sótt sé um strax til að koma ferlinu í gang og vinna samningsmarkmiðin í kjölfarið, en D og B vilja skilgreina samningsmarkmiðin áður en sótt er um. Þetta mun kosta nokkurra mánaða töf á umsóknarferlinu. Það er hinsvegar síður en svo gefið að málsmeðferð skv tillögum stjórnarandstöðunnar skili betri niðurstöðu. 

Það væri auðvitað kostur ef breið samstaða næðist fram í þinginu en það er ekki síst undir Sjálfstæðisflokknum sjálfum komið.  

Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki efni á málþófi eftir þetta útspil sitt. Málþóf gegn fyrri stjórn, t.d. gegn breytingum á stjórnarskrá voru mörgum óskiljanleg og flokknum lítt til framdráttar. Þingmönnum flokksins er einnig hollt að hlusta á gagnrýni Jónasar Haralz á stefnu flokksins í ESB málum sem fram kom í viðtali við Björn Inga á dögunum.

En þeim sem heimta skilyrðislausa hlýðni þingmanna við flokk og landsfund vil ég benda  á 48 gr. stjórnarskrárinnar: "Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum."

Jóhannes (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 00:51

9 identicon

Sæl Ragnheiður. Efnislega eru tillögurnar tvær eins. Formið, eða röð atburða, skilur á milli. Tillaga stjórnar gerir ráð fyrir að senda umsókn og hefja undirbúning viðræðna. Tillaga D og B gerir ráð fyrir að undirbúa fyrst og senda síðan umsókn, (ef svo sýnist). Yfirleitt (alltaf) hafa lönd sent umsókn og farið í viðræður, þ.e. undirbúið sig eftir að umsókn er send. Það þykir sýna meiri staðfestu og ábyrgð. Svo er líka það að ekkert land hefur sótt um aðild sem er eins vel undirbúið og Ísland, þ.e. aðildin að EES veldur því að Ísland er betur aðlagað að ESB en mörg aðildarlöndin eru. Þau mál sem út af standa eru stór en þau eru skýr og fyrir þeim er klárlega markað í tillögugreinargerð stjórnarsinna, í afstöðu Framsóknar og reyndar ykkar líka að ég held. Það verður hvorki samningur né þjóðaratkvæðagreiðsla etc ef Ísland heldur ekki yfirráðum yfir auðlindunum! ESB hefur reyndar aldrei tekið yfir eða skert rétt aðildarríkjanna til auðlinda. Fiskveiðar eru sér kapítuli og þar er ESB á leið til móts við okkur, eða réttara sagt til móts við sjálft sig hvað varðar auðlindastefnuna. Enn eitt sem skiptir máli. Ísland kemur ekki krjúpandi á hnjánum að samningaborði, eins og skilja má á formanni Framsóknar. Það að það gangi illa núna á Íslandi vegna ... er nokkuð sem auðvitað hefur áhrif á ferlið, en ekki samningsstöðuna. Þetta fólk sem situr hinum megin við borðið í samningum hefur séð sitt af hverju og veit að það er áramunur og sveiflur. ESB vill fá Ísland í hóp aðildarlanda og það ekki til þess að gera Íslandi greiða, heldur vegna eigin áhuga, hagsmuna, pólitískrar stöðu, eða hvað við viljum kalla það. Ísland á a.m.k þrjú sterk tromp á hendi og sem eru sterkari en allir hundarnir sem við sitjum með heimafyrir. Í fyrsta lagi vill ESB fá Ísland inn til þess að fylla hóp vesturríkja, áður sen stækkunin heldur áfram austur. Staða Noregs utanvið veikist verulaga ef Ísland fer inn. Í öðru lagi sækist ESB eftir fiskveiðaþekkingu íslendinga, stýringu fiskveiða etc. Í þriðja lagi er Ísland forðabúr Evrópu. Fiskur og hrein orka verða ennþá meiri verðmæti þegar Evrópa réttir úr sér, úr alþjóðlegri kreppunni. Samningsstaða Ísland ætti því að vera góð. Ef þú, þið, þau hin eruð á því að Ísland gerist aðili að ESB þá er þarf að óska eftir aðildarviðræðum, það þarf að undirbúa viðræðunefnd en mest um vert er að fólkið á Íslandi sé upplýst um hvað felst í aðild - umfram það sem þegar er komið með aðild að EES. Við erum nefnilega komin langleiðina inn.

Albert Einarsson (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 07:28

10 identicon

Sammála þessu Rangheiður. Fylgdu þessu eftir í þinginu.

Haraldur Aðalbjörn Haraldsson (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 12:05

11 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Sammála þér eins og oft áður - komum þessu af stað, ýtum úr vör. Eigum ekki að þurfa að horfa upp á eilíft tittlingatog um hvor tillagan er betri, lakari eða hvernig þetta hljómar allt samansetjast niður búa til eina og koma henni af stað - því menn virðast vera nokkuð samstíga um að nálgast umheiminn.

Bestu kveðjur til þín og þinna af skerinu fagra í suðri

Gísli Foster Hjartarson, 29.5.2009 kl. 12:10

12 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég treysti á kraftinn í Ragnheiði að hún hindri að þetta hlunkist ofan í skotgrafir.

Finnur Bárðarson, 29.5.2009 kl. 15:04

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband