Ábyrgðin er mín.

Ég hef ákveðið að eyða af bloggsíðu minni færslunni "Burt með duglausar bleyður". Ástæður eru einfaldlega þær að það er nokkuð ljóst á því sem þar hefur birst að níð er ekki aðeins stundað af nafnlausum bloggurum heldur einnig undir nafni. Ég hef andstyggð á slíkri iðju og þess vegna eyði ég þessum færslum.

Ábyrgðin er mín á sama hátt og ég ber ábyrgð á mínum skoðunum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

AE ae ae...thetta er ekki létt.

Dulnefni (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 05:30

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Gott hjá þér Ragnheiður!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 9.9.2009 kl. 05:43

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

hið besta mál og eins og þú segir þá ræður þú þessu hér sjálf - velti þó fyrir mér hversu oft þú hefur verið eða þurft að bakka til baka með blogg, orðavalið kanski ekki það vandaðasta hjá þér á stundum eins og þetta "Burt með duglausar bleyður" ? kanski ertu "bullukollur".  Ég er kanski einn af þessum bleyðum eða hvar dregur þú "þín" mörk ? hvað veit maður hvað þið skvaldrið í fundarherberginu upp í henni Valhöll, heimurinn er lítill "and rumour goes fast"

Jón Snæbjörnsson, 9.9.2009 kl. 10:55

4 identicon

Hélt þegar ég sá þessa fyrirsögn   Burt með duglausar bleyður". að það ætti að fara að taka til á Alþingi , en enn ein vonbrigðin.

Jón Á Benediktsson (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 11:07

5 identicon

Kæra Ragnheiður.

"Ábyrgðinn er þín" !

Ég hlýt að spyrja þá: Hvernig tókuð þið Sjálfstæðismenn ábyrgð á gríðarlegum mistökum ykkar í hagstjórn þessa lands undanfarna áratugi ?

Ef þú segir að þið hafið farið frá völdum þá bendi ég þér á að búsáhaldabyltinginn kom ykkur frá völdum svo að ekki dugar það svar.

Hlakka til að sjá svarið.

Már (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 11:37

6 identicon

Gott mál Ragnheiður!!

DoctorE (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 13:39

7 identicon

Auðvitað hefði ég frekar óskað þess að þú hefðir tekið færsluna út, því að hún endurspeglar ekki hvað þú í rauninni hugsar. Eða ertu ennþá fylgjandi ritskoðun? 

En mosfellingastríðið er alveg hreint ótrúlegt, já, og með ólíkindum barnalegt.

áhugasamur (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 16:33

8 identicon

Sæll Már,

Ábyrgðin er mín að eyða bloggfærslunni sem og að bera ábyrgð á mínum skoðunum. 

Hvað varðar spurningu þína þá tala ég aðeins fyrir mig en  ekki alla sjálfstæðismenn. 'Eg hef sagt að ég beri ábyrgð á því umhverfi sem fjármálageirinn fékk að starfa í  en tek ekki ábyrgð á gjörðum einstakar manna á því sviði. Það var margt sem betur mátti fara, sala bankanna, eftirlitið allt með fjármálageiranum, heimildir löggjafans til krosseignatengsla, samþjöppun valds og fleira mætti sjálfsagt nema. 

Kjósendur  veittu frá kosningunum 1991  fram til 2009 flokknum alltaf umboð til forystu en  í síðustu Alþingiskosningum var staðan önnur og við sjálfstæðismenn skiljum vel þau skilaboð kjósenda.

'Eg bíð eftir niðurstöðum  Rannsóknarnefndar Alþingis og bind vonir við að af þeim megi draga drjúgan lærdóm sem gagnist okkur í framtíðinni því hún skiptir meginmáli.

Bestu kveðjur

Ragnheiður Ríkharðsdóttir

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 16:45

9 identicon

Sæll áhugasamur, ég hef aldrei verið fylgjandi ritskoðun. Sammála þér í seinni hluta.

 Sæll Jón Snæbjörnsson. Þetta er í fyrsta sinn sem ég eyði færslu á bloggsíðu minni. En það kann að vera rétt hjá þér að betur mætti vanda orðaval.

Bestu kveðjur

Ragnheiður Ríkharðsdóttir

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 16:49

10 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Sammála þér Haddý. Þessir nafnlausu bloggarar eru óþolandi. og mbl.is ætti að þurrka þá út.

Haraldur Bjarnason, 9.9.2009 kl. 17:02

11 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

rétt að leggja orð í "belg" ég kaus þig síðast Ragnheiður og kýs þig líklega aftur -

en bloggið er vetvangur svo margra sem ekki vilja eða geta komið undir nafni - sjlfur hef ég fengið símhringingar vegna einhvers sem ég ef gert athugunarsemdir við - allt endað í góðu þó að ég vona

ljúfar stundir

Jón Snæbjörnsson, 9.9.2009 kl. 17:57

12 identicon

Alveg sammála að þessi mosfellmál eru brandari.  Það verður að taka ofan fyrir Ragnheiði hvernig henni tókst að halda meirihluta sjálfstæðismanna í bæjarstjórn mosfellssveitar, hún plataði græningjann og gerði hann að skítverkastjóra bæjarins og lætur hann berjast við eigin kjósendur, hina græningjana  á meðan sjálfstæðismennirnir koma ekki nálægt skítverkunum.  Gratúlera, tek hattinn ofan fyrir þér!

Óli (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 18:32

13 identicon

Haraldur er meðmælandi fyrir ritskoðun og höft á tjáningarfrelsi... hann er semsagt óvinur íslands og besti vinur elítu og skítugra stjórnmálamanna... eða einfaldlega bara svona einfaldur

DoctorE (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 19:03

14 identicon

Sæl Ragnheiður, takk fyrir gott svar. Ég hef meiri trú á þér en nokkurri annari manneskju á Alþingi voru eins og er (þrátt fyrir að vera alls ekki sjálfstæðismaður), verð þess vegna þeim mun svekktari þegar fólk sem ég hef trú á "sé farið að samlagast hinum vitleysingjunum" í skoðunum og athöfnum. Við þurfum ekki á fólki að halda sem heldur gamla "fjandanum" gangandi, við þurfum fólk með heilbrigðar skoðanir og kraft til að vilja breyta til hins betra. Þar hef ég trú á þér. Og það að eyða færslunni var góð ákvörðun sem hægt er að vera hreykin af. Ég þakka fyrir mig og óska þér alls hins besta.

áhugasamur (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 21:46

15 identicon

Sæl Ragnheiður; Ég er ekkert sár og gat ekki orðið fyrir vonbrigðum með þig, þú ert samt með því skásta sem Sjálftökuflokkurinn bíður uppá. Og enn án kala, Byltingin er ekki búin.

    'Árni Hó

Árni H Kristjánsson (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 23:15

16 Smámynd: Páll Jónsson

Nú skil ég ekki alveg... var færslan sjálf vafasöm eða bara athugasemdirnar? Hefði ekki legið beinna við að eyða bara athugasemdunum ef færslan var í lagi?

Páll Jónsson, 9.9.2009 kl. 23:32

17 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ég trúi því að Ragnheiður hafi tekið þetta út af því að hún var komin út í ljóta pólitík, sem byggði á því að snúa við sannleikanum. Það er ekki viðeigandi að þingmaður geri slíkt og þakka ég henni fyrir að sjá að sér í málinu. 

Hinsvegar er ég sammála meginboðskap í færslu hennar þess efnis að þeir sem að skrifa á bloggið eiga að hafa hugrekki til að standa með skrifum sínum og birta þau undir eigin nafni.

Af tvennu illu er þó betra að taka sér tiltekið "skáldanafn" eins og t.d. "DoctorE" heldur en að 2-3 einstaklingar búi til mikinn fjölda af nöfnum í áróðurherferð gegn opnum og lýðræðislegum félagasamtökum eins og gerðist í Mosfellsbæjarmálinu.

Það var glæpur sem allir með þokkalega siðferðiskennd þurfa að fordæma.

Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 10.9.2009 kl. 08:45

18 Smámynd: Karl Tómasson

Það er alltaf leiðinlegt þegar umræðan fer algerlega á skjön við það sem færslan snýst um. Þetta kannast vafalítið flestir bloggarar við. Stundum virðist sem slíkt sé gert af ásettu ráði til að skaða umræðuna.

Það er rétt að leiðrétta Gunnlaug B. Ólafsson sem skrifar hér inn athugasemd að ofan.

Þar skrifar hann um eitthvað sem hann hefur ásamt félögum sínum í lýðræðislegu félagasamtökunum kosið að kalla Mosfellsbæjarmálið.

Nú var það staðfest í gærkvöldi af ritstjórn Moggabloggsins að lýðræðislegu félagasamtökin, hafa farið með lygar og fleypur þegar þau hafa nú í þrjú ár, haldið því fram og skrifað um, að Moggabloggið hafi opnað fyrir ip tölur vegna gagnrýni á störf samtakanna.

Það er alvarlegur hlutur að reyna að blekkja fólk og nota til þess rökstuðning máli sínu til stuðnings sem engin fótur er fyrir. Til þess eins að gera málflutninginn trúverðugri. Stóra Mosfellsbæjarmálið sem Moggabloggið hefur nú svarið af sér að hafa tekið nokkurn þátt í er dæmi um það.

Með öðrum orðum, það var aldrei neitt til sem hét stóra Mosfellsbæjarmálið. Það var tilbúningur frá upphafi eins og svo margt annað hjá Gunnlaugi B. og félögum.

Eitt að lokum. Það er alltaf spurning hvar maður dregur mörkin í ákvarðana töku um að eyða út skrifum á blogginu. Það er vissulega alltaf á ábyrgð hvers og eins, eins og Ragnheiður bendir hér réttilega á.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm.  

Karl Tómasson, 10.9.2009 kl. 10:54

19 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það er mat hvers og eins hvað sé stórt mál. Ef að sú staðreynd að sækja að nýlega stofnuðum opnum félagasamtökum með tilbúnum nöfnum á 20-30 persónum (reyndar tveir komnir fram sem segjast vera með lífsmarki) er léttvægt þá er það birting og mælikvarði á siðferðilegan styrk.

Varðandi Morgunblaðið þá höfum við í Varmársamtökunum átt þar hauk í horni. Ekki neina einstaklinga, nema þá hugsanlega forystu Styrmis Gunnarssonar sem var mikill áhugamaður um þróun íbúalýðræðis og skipulagsmál. Við höfum verið í meginstraumi hugmyndalegrar grósku, tengdri umhverfismálum og þátttöku almennings í stefnumótun.

Í forystugreinum og umfjöllun var blaðið skorinort í útlistun á meingallaðri málsmeðferð við lagningu Helgafellsvegar. Blaðið varð okkar helsti haukur í horni. Ekki með þeim hætti að samtökin væru að nýta einhver persónuleg tengsl eða að blaðið hefði einhverja afstöðu um hvar vegtenging við væntanlegt hverfi ætti að liggja. Sameiginleg barátta fyrir heilbrigðu lýðræði og vinnuaðferðum í skipulagsmálum.

Svo eru aðrir sem taka sér þá stöðu að vilja að ákvarðanaferli gangi fram fyrir luktum dyrum í krafti einhvers meirihlutavalds. Þora ekki að mæta til umræðunnar á opinn og heiðarlegan hátt. Setja af stað grugg og óhreinindi í vatnið svo að það fari ekki fleiri fiskar að prófa sig í slíkum sundtökum. Hóta fagaðilum að þeir muni tapa verkefnum ef þeir vinni fyrir Varmársamtökin og búa til nöfn í bloggheimum til að láta það líta út þannig að það sé fjöldi manns andsnúin samtökunum.

En sú stund kemur að við þurfum að einbeita okkur að bættri og betri framtíð. Í Mosfellsbæ, líkt og í landsmálunum á eftir að verða mikið uppgjör við græðgisvæðinguna og verktakalýðræðið. Þar vona ég að skapist svigrúm til heilbrigðra skoðanaskipta. Að þeir sem báru ábyrgð viðurkenni mistök í stað þess að festast í einhverjum drullupolli fortíðar, sem að þeir skópu þó að mestu leyti sjálfir.

Hrun fjármálakerfisins og allur sá mikli vandi sem bæjarfélagið stendur nú frammi fyrir, vegna mistaka í skipulagsmálum, dregur fram mikilvægi þeirra góðu gilda sem Varmársamtökin standa fyrir. Þau eru hið fínasta vegarnesti til framtíðar. Verum óhrædd, því við eigum skilið að lifa í veröld þar sem ríkir skilningur á mikilvægi umhverfisverndar og heilbrigðs lýðræðis.

Kalli minn, ég veit þú verður órólegur ef að þið Ragnheiður stjórnið ekki inntaki umræðunnar. En svona er bara lífið.

Gunnlaugur B Ólafsson, 10.9.2009 kl. 12:33

20 identicon

VARSTU AÐ TALA UM BLEYÐUR RAGNHEIÐUR,'?HVER ER NÚ BLEYÐA HIN MESTA.?

Númi (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 13:08

21 Smámynd: Guðmundur St. Valdimarsson

Gunnlaugur?1?

Þú segir í svari til mín á síðu Varmársamtakanna að það skipti ekki máli að lífsmark hafi sést með mér og Högna Snæ.

Skiptir það ekki máli að það sannist að við Högni séum til? Hvurslag tegund af steik ert þú eiginlega maður? Þú sem hefur manna mest gengist upp í því að básuna það út um allar koppagrundir að við séum ekki til!

En ertu viss um að þú viljir halda því fram jafn blákalt að það skipti ekki máli þó lífsmark sjásit með mönnum eins og Birgir Haraldssyni söngvara, og Ólafi Gunnarssyni formanni VG í Mosó? Ég vil minna þig á að þeir eru báðir á bloggdólgalistanum ykkar.

Önnur nöfn eru þarna mér að góðu kunn, en ekki eins kunn hér í bæjarfélaginu og nöfn Högna, Birgis og Ólafs. Bara þarna eru komin fjögur nöfn sem almennt eru þekkt í bæjarfélaginu í langan tíma. 

Athyglisvert að þessir félagar mínir á þessum lista sem ætlað er að stundi bloggdólgshátt og eiga ekki að vera til samkvæmt bókum Varmársamtakanna eru allir menn sem skipðuðu sæti á lista VG í síðustu kosningum. Þetta eru hreinar og klárar ofsóknir! 

Það hefur sannast að þeta fræga stóra ip-tölu mál þitt er uppspuni frá rótum og þú og þitt lið í Varmársamtökunum skuluð ekki voga ykkur að bendla mig og heiðvirt fólk við hann né bloggdólgshátt oftar í framtíðinni!

Þetta er hætt að vera fyndið - nú skalt þú og þitt fólk fara að athuga ykkar gang, þetta er ekki eðlilegt hvernig þið hagið ykkur!

Guðmundur St. Valdimarsson, 10.9.2009 kl. 16:13

22 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Allt í góðu Guðmundur! Ofstækið er trúlega á hinn veginn, ef þú getur eingöngu bent á nöfn manna úr VG sem tengdust þessu máli. Það er með ólíkindum að græningjar beiti slíkum meðulum á aðra umhverfissinna!!!

En fyrst þú ert nú byrjaður að útskýra hverjir þetta eru sem senda öll þessi flugskeyti úr herbúðum forseta bæjarstjórnar og þú segist þekkja hina, þá ætti að vera auðvelt fyrir þig að setja heimilisfang og kennitölu á þau 30 nöfn sem vantar enn að heimfæra og gefa lífsmark.

Þangað til telst þetta aðför að opnum félagsskap í bæjarfélaginu. Hún telst skipulögð af forseta bæjarstjórnar þangað til aðrir viðurkenna að hafa notað hans tækjakost í þessum vafasama tilgangi.

                     Njóttu dagsins, mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 10.9.2009 kl. 16:51

23 Smámynd: Karl Tómasson

Gunnlaugur. Nafngreindu þennan svokallaða hauk ykkar í horni hjá Morgunblaðinu sem þið hjá Varmársamtökunum skrifið um að hafi opnað fyrir ykkur ip tölurnar. Þetta gengur ekki lengur þessi órökstuddi málflutningur ykkar. Þetta er skammarlegt fuður út í loftið og í raun aðhlátursefni.

Ég hef fengið það staðfest hjá Morgunblaðinu, eins og ég skrifaði um í gær á minni síðu að Morgunblaðið þvertekur fyrir þessar yfirlýsingar ykkar.

Ég get ekki borið ábyrgð á öllu þessu fólki sem er á bloggdólgslista Varmársamtakanna sem þú skrifar hér um. Þrátt fyrir að draumur ykkar hafi alltaf verið sá og umræðan frá ykkur einnig allt frá upphafi þess eðlis. Þetta hefur verið uppljóstrað Gunnlaugur og fyrir því eru færð rök og sannanir. 

Það vekur einnig athygli, eins og Guðmundur kemur að í færslu sinni hér, að þeim fjölgar óðum heiðvirðum og góðum Mosfellingum sem eru á bloggníðingslista Varmársamtakanna.

Einhvernvegin finnst mér núna að þú sért eina ferðina enn búinn að koma af stað umræðu sem er komin talsvert á skjön við það sem Ragnheiður gekk útfrá.

Þrátt fyrir ánægju þína að meirihlutinn á Álftanesi hafi sprungið, þá tel ég ólíklegt að þú eða Varmársamtökin fáið þann draum ykkar til að rætast í Mosfellsbæ.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 10.9.2009 kl. 19:03

24 identicon

Skemmdavargurinn, Karl Tómasson,er aumkunarverður í vörn sinni.(Álafoss)

Númi (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 20:20

25 identicon

Ég hef lítinn þátt tekið í umræðum á blogginu en þó eru þess dæmi.  Í einu af þessum skrifum mínum kom ég inn í umræðu sem átti sér stað hér á blogginu um bæjarmál í Mosfellsbæ. Þar kom ég m.a. inn á störf Varmársamtakanna. Nú tel ég mig knúin til að koma aftur inn í umræðuna hér á blogginu. Í ljós hefur komið að ég er á svokölluðum bloggdólgalista Varmársamtakanna sem nýlega var birtur eftir margítrekaða ósk þess efnis. Forseta bæjarstjórnar Mosfellsbæjar, Karli Tómassyni, er hér og annarsstaðar gefið að sök að hafa átt þátt í þessum skrifum öllum í einhverju tilbúnu ip tölu máli, sem sannað hefur verið að er hugarburður Varmársamtakanna frá upphafi eins og fram hefur komið. Ég fer fram á það að verða tekinn af þessum lista samstundis. Ólafur Gunnarsson. Formaður VG í Mosfellsbæ.

Ólafur Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 21:29

26 identicon

Bloggdólgalisti Varmársamtakanna sem knúði Styrmi Gunnarsson til að opna fyrir IP-tölur!!!!

Gunnlaugur B. ennþá í stubbadeildinni!!!!!!!

Þórir Kristinsson (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 22:13

27 Smámynd: Guðmundur St. Valdimarsson

Gunnlaugur. Þetta kallast ekki nokkur skapaður hlutur nem bull og rugl.

Ég hef seint verið kallaður ofstækismaður og það kann að koma þér á óvart að ég er ekki í VG. Hins vegar hef ég ekki orðið var við ofstæki í röðum þess fólks sem er í VG, ofstækið sé ég hinsvegar í skrifum þínum og þinna gegn VG í t.d. þessu ip-tölu máli. Það ofstæki tel ég sprottið vegna gremju ykkar og vonbrigða vegna meirihluta myndunar hér í Mos eftir síðustu kosningar og þessi læti þín og félaga þinn í VS og Samfylkingunni er angi af þeim vonbrigðum. Þetta sé ég t.d. vegna illa dulinna vona þinna um að meirihlutinn springi hér eins og á Álftanesi.

Þú ert ekki í nokkrum rétti að krefjast eins eða neins í þessu máli. Þú ert ekkert nema einstaklingur úti í bæ, hefur ekki lengur skyldum að gegna í stjórn Varmársamtakanna. Samtökin hafa ekki einu sinni rétt á því að krefjast eins eða neins þar sem ekki kemur neitt fram í þessum skrifum öllum sem ekki flokksat undir eðlileg skoðanaskipti. Og síðast þegar ég vissi var enn leyfilegt að hafa skoðanir í þessu landi, bæði undir nafni og nafnlaust.  

Það hvað fram fer á heimilum fólks er verndað af lögum um friðhelgi heimilisins. Hvorki þú né aðrir hafið rétt á að krefjast þess að vita hvað þar fer fram. Ykkur kemur það einfaldlega ekki við.

Að krefjast einhvers lista um heimilisföng og kennitölur fólks sem skrifar undir fullu nafni, eða kýs að nota aðeins skírnarnafn sitt, er hlægilegt. Hvað ætlarðu að gera við þennan lista? Hringja í fólkið og rekja úr því garnirnar, hvað því gekk til með að mynda sér skoðun á málefnum samfélagsins? Það fólk sem  það hefur kosið hefur komið fram á þann hátt í umræðunni að ekkert mál er fyrir þig og aðra að rekja það ef þú bara reynir, hinn hlutinn kærir sig líklega vara ekki um hugsanlegt símtal frá þér og þínum!

Það að um einhverja aðför sé að ræða af hálfu forseta bæjarstjórnar eru stór og ábyrgðarlaus orð og þér ekki sæmandi þar sem um órökstuddar og ósannaðar getgátur þínar er að ræða og því ert þú kominn út á hættulegt svell. Hin eina sanna aðför er framkoma þín og félaga þinna í Varmársamtökunum gegn forseta bæjarstjórnar og vinum hans í þessu máli, hún er óvefengd.

Umræðan sem hér um ræðir fór að mestu fram á síðu Hjördísar. Ég man ekki betur en að Hjördís hafi sýnt þá ábyrgð að eyða út færslunum þar sem komu fram meintar meiðandi athugasemdir fyrir samtökin þín. Hún gerði það eins og skot og hún áttaði sig á því hvers eðlis var. Restin af umræðunni fór fram á síðu samtakanna þinna og að því er ég best veit stendur hún þar enn, umræðan var ekki viðkvæmari en svo fyrir samtökin.

Það að fleiri en ein færsla komi úr sömu tölvu heima hjá mér er álíka eðlilegt og að færslur systranna Kristínar og Sigrúnar Pálsdætra úr stjórn Varmáramtakanna koma úr sömu tölvu. 

Ég var að skoða þennan fræga bloggdólgalista Varmársamtakanna. Á honum eru 36 nöfn. Af þessum 36 nöfnum eru 11 sem þegar hefur verið gerð grein fyrir á einn eða annan hátt - t.d. hef ég gert grein fyrir a.m.k fjórum þeirra nú þegar hér.

Af þeim 25 sem eftir eru eru 9 færslur frá 4 aðilum sem skrifa undir mismunandi útgáfu nafns síns - á einum stað með fullu nafni á öðrum með bara skírnarnafni. 

af þeim 16 sem eftir standa eru 9 sem skrifa undir fullu nafni þó þú og félagar þínir þekkið þá ekki!!!

eftir standa 7 nöfn af 36. Það eru nöfn fólks sem kaus af einhverri ástæðu að skrifa aðeins undir skírnarnöfnum sínum, fyrir utan ein hjón.

Af þeim 30 aðilum (36) sem þú vilt meina að hafi herjað á samtökin þín úr minni tölvu, úr tölvu forseta bæjarstjórnar og Mosfellings og fleiri tölvum eru það aðeins sjö nöfn sem ekki eru skrifuð undir fullu nafni en þó undir skírnarnafni!!! Ég tel nokkuð ljóst að þetta fólk vill ekki láta ná í sig fyrst það hefur ekki sent þér greinagóða og nákvæma skýrslu um persónuhagi þess enn! Það er ekki þar með sagst að það sé ekki til, það er einfaldlega val þessa fólks og ekki ætla ég að ganga á eftir því með það.

Þú getur því sótt símaskrána og þjóðskrána og einfaldlega flett öllu þessu fólki upp að mestu leyti, sem þú vilt meina að ekki hafi verið gerð grein fyrir. Umræðan var ekki meiri aðför bloggdólga en svo! Það er ekki mitt og okkar að gefa þér einhvern lista yfir þetta fólk - þú ert með nöfnin, berðu þig sjálfur eftir upplýsingunum!  Sestu nú niður og gruflaðu.

Láttu svo heiðvirt fólk í friði!

Guðmundur St. Valdimarsson, 10.9.2009 kl. 22:31

28 Smámynd: Linda Björk Ólafsdóttir

Ég held ég verði ekki eldri!

Einu sinni enn er umræðan komin í gang um það hvort fólk á þessum bloggdólgslista sé til eða ekki.

Hvenær ætla þessi samtök að sjá að sér?

Ég lenti á þessum lista og virðist ekki ætla að losna þaðan. Hvað get ég sagt annað en að ég er til og á lífi síðast þegar ég vissi. Og já ég tók þátt  í umræðunni á sínum tíma.

Linda Björk Ólafsdóttir, 10.9.2009 kl. 23:39

29 identicon

Sæll Ólafur.
Hér er einhver misskilningur á ferð. Varmársamtökin hafa aldrei talað um þennan lista sem bloggdólgalista. Í þínu tilfelli er þetta listi yfir bloggfærslur sem komu úr tölvu sem hafði IP töluna 85.220.25.22 og var í eigu forseta bæjarstjórnar í Mosfellsbæ. Undir eðlilegum kringumstæðum væri þetta ekki tiltökumál en þegar Morgunblaðið birti á sínum tíma einkennistölur á bloggfærslum kom allur þessi fjöldi nafna sem skrifaði úr einungis fjórum tölvum á óvart. Nafnalistinn sem hér um ræðir er ekki tilbúningur og ráðlegg ég þér að fá staðfestingu á því hjá Morgunblaðinu. Þú segir reyndar sjálfur að þú hafir skrifað færsluna og það er vel því þá vitum við að Karl Tómasson hefur ekki verið að nota nafn þitt án þinnar vitundar. Það að nafn þitt birtist þarna segir ekkert um innihald færslunnar. Mér segir hins vegar svo hugar að þínir nánustu samstarfsmenn hafi verið að nota nafn þitt til að gera þann óhróður sem þau birtu um Varmársamtökin á blogginu trúverðugan.
Fyrir tveimur og hálfu ári leituðum við skýringa hjá Karli og Ragnheiði Ríkharðsdóttur á öllum þessum bloggfærslum úr tölvum Karls og starfsmanna Mosfellings  en fengum engin svör. Nú vitum þó nöfn þriggja aðila, þ.e. Karls, Ólafs og Högna, sem allir eiga það sameiginlegt að vera og hafa verið í stjórn VG í Mosfellsbæ. Það eru því einungis um 30 nöfn sem eftir á að skýra.
Við höfum lagt til að haldinn verður fundur með bæjarstjórn Mosfellsbæjar um þessi mál og stendur það enn til boða af okkar hálfu.

Hér er listi yfir ip tölur og hin fjölmörgu nöfn sem notuðu tölvur Karls og félaga á Mosfellingi:

Halldór (Óskráður. IP-tala: 194.144.92.220)
Hilmar (Óskráður. IP-tala: 194.144.92.220)
Hjördís Kvaran (Óskráður. IP-tala: 194.144.92.220)
Þorsteinn Hannesson (Óskráður. IP-tala: 194.144.92.220)

Ágúst (Óskráður. IP-tala: 85.220.25.22)
Árni (Óskráður. IP-tala: 85.220.25.22)
Einar Óli (Óskráður. IP-tala: 85.220.25.22)
Haukur Ólafs (Óskráður. IP-tala: 85.220.25.22)
Karl Tómasson (Óskráður. IP-tala: 85.220.25.22)
Lárus (Óskráður. IP-tala: 85.220.25.22)
Ólafur Gunnarsson (Óskráður. IP-tala: 85.220.25.22)
Ósk (Óskráður. IP-tala: 85.220.25.22)
Píka (Óskráður. IP-tala: 85.220.25.22)
Píka 2 (Óskráður. IP-tala: 85.220.25.22)

Ágústa Jónsdóttir (Óskráður. IP-tala: 85.220.27.54)
Anna Gísladóttir (Óskráður. IP-tala: 85.220.27.54)
Biggi Haralds.bhara (Óskráður. IP-tala: 85.220.27.54)
brjáluð hjón (Óskráður. IP-tala: 85.220.27.54)
Einar Óli (Óskráður. IP-tala: 85.220.27.54)
Fjóla Sig (Óskráður. IP-tala: 85.220.27.54)
Friðrik Jónsson (Óskráður. IP-tala: 85.220.27.54)
Gummi (Óskráður. IP-tala: 85.220.27.54
Gunnar (Óskráður. IP-tala: 85.220.27.54)
Gunnar Ingi (Óskráður. IP-tala: 85.220.27.54)
Halldór Guðmundsson (Óskráður. IP-tala: 85.220.27.54)
Ingibjörg Jónsdóttir (Óskráður. IP-tala: 85.220.27.54)
Jón Sigurðsson (Óskráður. IP-tala: 85.220.27.54)
Kristinn J (Óskráður. IP-tala: 85.220.27.54)
Linda Björk Ólafsdóttir (Óskráður. IP-tala: 85.220.27.54)
Ólafur Árnason (Óskráður. IP-tala: 85.220.27.54)
Sigga (Óskráður. IP-tala: 85.220.27.54)
Solla Jóns (Óskráður. IP-tala: 85.220.27.54)
Hafrún (Óskráður, IP-tala 85.220.27.54)
Ísleif Svanhildur Hólmgeirsdóttir (Óskráður, IP-tala 85.220.27.54)

Halldór (Óskráður. IP-tala: 213.213.134.251)
IngibjörgB (Óskráður. IP-tala: 213.213.134.251)
Hilmar (Óskráður. IP-tala: 213.213.134.251)
Hilmar Gunnarsson (Óskráður. IP-tala: 213.213.134.251)

Sigrún P (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 23:56

30 identicon

Sigrún

Hér er enginn misskilningur á ferð. Þið hafið kallað okkur bloggdólga og því er eðlilegt að kalla þennan lista bloggdólgalista. Af hverju skrif Karls og Ólafs koma úr sömu ip-tölu verða þeir að útskýra, en kannski það sé af sömu ástæðu og þú og Kristín systir þín, báðar stjórnarkonur í Varmársamtökunum, skrifið báðar úr þinni tölvu á sama tíma - margt fólk statt á sama stað, aðeins ein tölva. Einfalt!

En þessi orð þín, beint til Ólafs:

Mér segir hins vegar svo hugar að þínir nánustu samstarfsmenn hafi verið að nota nafn þitt til að gera þann óhróður sem þau birtu um Varmársamtökin á blogginu trúverðugan.

eru mjög alvarleg ásökun, svo alvarleg að hún er í raun meiðyrði í garð Karls og Ólafs og samstarfmannanna sem þú nefnir. Þú ert að ætla þessu fólki að hafa skrifað eitthvað í nafni Ólafs og notað nafn hans í annarlegum tilgangi, þegar maðurinn var enda við, hér að ofan, að segja frá því að hann hefði tekið þátt í umræðunni undir fullu nafni.

Í færslu Guðmundar hérna að ofan koma fram fleiri nöfn sem hann gerir fulla grein fyrir, en þau sem þú nefnir að gerð hafi verið grein fyrir (þú kemur þarna upp um þig - þú hefur greinilega ekki nennt að lesa pistilinn hans - það er ekki sniðugt í svona umræðu).

Linda kemur líka inn hér að ofan undir nafni - hún er á bloggdólgalistanum sem þú birtir.

Þessi bloggdólgalisti, sem þú birtir, er lengri en listinn sem ég fékk sendan á sínum tíma frá blaðamanni DV - þeim hinum sama og Kristín systir þín sendi málið til upphaflega í þeim tilgangi að reyna að sverta æru Karls og annarra hér í bæjarfélaginu og sú tilraun stendur enn yfir.

Þessi listi þinn er tveimur nöfnum lengri en minn. Annað nafnið ef fullt nafn og hitt er skírnarnafn. Eins og Guðmundur bendir á eru það ekki 30 nöfn sem ekki tala 100% fyrir sig sjálf heldur örfá þar sem fólk hefur kosið að notast aðeins við skírnarnafn. Þú og Gunnlaugur verðið einfaldlega að leggjast í gagnaöflun um þetta fólk fyrst þið teljið ykkur eiga eitthvað vantalað við það. Þið verðið að hafa fyrir því sjálf - það verður enginn listi birtur með heimilisföngum og kennitölum - bara það að þið skulið fara fram á það er fyndið og kjánalegt, asnalegt og púkalegt.

Blessuð farið þið nú að eignast eitthvað líf. Þessi þráhyggja ykkar og auðsæja löngun til þess að koma höggi á Karl Tómasson af því þið álituð hann svíkja ykkur er orðin aumkunarverð og fyrir löngu sorglegt að horfa upp á.

Ég vorkenni ykkur fyrir að hafa komið ykkur í þessa stöðu.  

Hjördís Kvaran Einarsdóttir (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 00:43

31 identicon

Áður en að ég gekk í Varmársamtökin og áður en ég gerðist svo grófur að gagnrýna bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ og lenti á óvinsældalista karls Tómassonar og félaga, þá hringdi Karl í mig og bað leyfis að fá setja inn athugasemd í mínu nafni á bloggið hjá sér, sem var fyrirspurn til varmársamtakanna, ég skal viðurkenna að mér leið ekki vel við þessa beiðni en gaf eftir þar sem athugasemdin var ekki merkileg sem slík í mínu tilfelli, þar var Karl að spyrja Gunnlaug B. hver væri ritstjóri Varmársamtakanna, Karl vildi ekki koma fram undir eigin nafni af einhverjum ástæðum.

Í ljósi umræðunnar er ágætt að halda slíku til haga, en ég geri mér grein fyrir að eflaust verður þessu neitað og eflaust þykir mörgum þessi frásögn óþörf eða léttvæg, lykla Pétur mun allavega geta vitnað um sannsögli þegar minn tími kemur.  

Ef í harðbakka slær má eflaust finna í gagnagrunni moggabloggs afrit og IP tölu úr tölvu oddvitans.

Ragnheiður er gamall skólastjóri og veit að dæmin sanna regluna.

Ólafur Ragnarsson (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 01:08

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband