Mikil vonbrigði

Það var dapurt að hlusta á forsætis - og fjármálaráðherra í gær. JS og SJS sögðu þjóðinni enn og aftur það sem hún veit; efnahagsvandinn er gífurlegur, framundan eru erfið verkefni sem þarf að takast á við. Þetta veit þjóðin og hefur vitað síðan í október en nú eru maílok og enn er verið að segja sömu hlutina. Það á gera þær kröfur til ríkisstjórna að þær taki á þeim vanda sem við blasir, við getum verið misánægð með það sem gert er en nú eru flestir óánægðir vegna þess hve lítið er gert og hve litlu það hefur skilað.

Við sitjum enn uppi með að efnahagsreikingur ríkisbankanna  þriggja er óklár, gjaldeyrisójafnvægi ógnar og þetta þýðir einfaldlega að súrefni til atvinnulífsins og heimila er ekki fyrir hendi. Upplýsingar um hvað ríkisstjórnin hyggst gera í ríkisfjármálum sem og öðrum málum á næstu vikum komu ekki fram og verkefnalistinn segir okkur ekkert. Þetta vinnulag er óásættanlegt meira að segja af hálfu ríkisstjórnar sem Jóhanna Sigurðardóttir stýrir. 

JS sagði að hún stæði nú frammi fyrir erfiðustu ákvörðunum á stjórnmálaferli sínum! hún er líklega ekki eini stjórnmálamaðurinn sem það gerir um þessar mundir. En vandi JS er að vísu tvíþættur því JS hefur fram til þessa verið stjórnmálamaður útgjalda fyrir þá hópa sem hún hefur ötullega barist fyrir en er nú í forsvari ríkisstjórnar sem þarf að fara í gagngera uppstokkun ríkisfjármála sem mun hafa í för með sér sársaukafullar ákvarðanir hafi ríkisstjórnin þann kjark sem nauðsynlegur er íslensku samfélagi til þess að við getum hafið uppbyggingu á nýjan leik.

SJS er sá stjórnmálamaður, að minnsta kosti í sínu " fyrra " stjórnmálalífi sem hvað harðast hefur gagnrýnt ríkisstjórnir og einstaka ráðherra fyrir aðgerðarleysi en virðist sjálfur ekki ráða við þann vanda sem við blasir en talar um hann oft og iðulega. Hann hefur síðan 1. febrúar borið ábyrgð á fjármálum íslenska ríkisins en hvernig hefur fjárlögum ársins 2009 verið fylgt eftir? Upplýsingar liggja ekki á lausu þrátt fyrir ítrekuð loforð um slíkt. Nú eru liðnir tæpir fjóri mánuðir þar sem VG og Sf hafa setið saman í ríkisstjórn og ég spyr hefur verið unnið samkvæmt þeim hugmyndum sem lágu fyrir um hagræðingu, samþættingu og niðurskurð skv. fjárlögum ársins 2009 eða bíður það seinni hluta ársins og kemur þá að meiri þunga en ella hefði þurft? 

Í pólitík greinir menn á um leiðir en kjarkleysi og ákvarðanafælni er óviðunandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

RAGNHEIÐUR,ÞÚ OG ÞINN SKEMMDARVERKAFLOKKUR HLJÓTA AÐ HAFA LAUSNIR,ÞIÐ ERUÐ SVODDAN SNILLINGAR.FLOKKURINN YKKAR ÁTTI ALSTÆRSTAN ÞÁTT Í ÞESSU STÆRSTA ÞJÓÐARHRUNI,HVERNIG VOGIÐ ÞIÐ YKKUR AÐ VERA AÐ IBBA GOGG.  SKAMMIST YKKAR ÞIÐ KOMMÚNISTAR,ÞETTA ERU BARA KOMMÚNISK VINNUBRÖGÐ ÞESSI VINNUBRÖGÐ YKKAR AÐ MALA ÞJÓÐARKÖKUNA UNDIR FJÁRGLÆFRAHYSKI. HAFIÐ VIT Á AÐ ÞEGJA.

Númi (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 21:15

2 identicon

Hvernig vogar þú þér, þú ættir að læra að bera virðingu fyrir sannleikanum og hætta að útbreiða hrópandi óheiðarleika flokks þíns með svona yfirlýsingum. Það er viturlegra að þeigja ef msður hefur ekkert satt að segja

olaafr@simnrt.is (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 21:26

3 identicon

ÞIÐ VORUÐ UM ÁTJÁN ÁR AÐ SLÁTRA ÞJÓÐFÉLAGINU,HVAÐ HELDUR ÞÚ AÐ HÆGT SÉ AÐ GERA Á FJÓRUM MÁNUÐUM'?STEINÞEGIÐ OG ENN OG AFTUR SKAMMIST YKKAR.ENN KOMA UPP SPILLINGARMÁL TENGDUM ÞESSUM SAKLAUSA FLOKKI SEM Á ÁTTRÆÐISAFMÆLI UM ÞESSAR MUNDIR,FLOTT HJÁ YKKUR EÐA HITT ÞÓ HELDUR AÐ GEFA FLOKKNUM Í ÁTTRÆÐISAFMÆLISGJÖF ALGJÖRT ÞJÓÐARHRUN,TIL HAMINGJU MEÐ ÞAÐ FL-FLOKKUR.

Númi (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 21:27

4 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Þú ert sko ekki í lagi,það er ekkert hægt að segja annað,þú ert ekki í lagi kv

þorvaldur Hermannsson, 26.5.2009 kl. 21:47

5 identicon

Þetta er svo satt og rétt hjá þér Ragnheiður.

Það er ekkert sem afsakar þetta aðgerðaleysi.

Ekkert í boði nema kjarkleysi, ákvarðanafælni - og sykurskattur.

Sigrún G. (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 09:49

6 identicon

Við hverju bjóstu þegar þið sjallar eru búir að þurausa allt fé úr landinu ?

Rúnar (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 15:52

7 identicon

Númi, þú ert alltaf jafn málefnalegur, en hvað er annars rangt í því sem fram kemur í pistli mínum.

Ragnheiður Ríkharðsdóttirr (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 21:45

8 identicon

Mér finnst að gamall eðalkrati kunni ekki að skammast sín.  Hann búinn að standa að því að þjóð hans horfir fram á mestu þrengingar síðari tíma í þessum heimshluta með alls konar áráðsíu á öllum sviðum.   Setja þrjá stærstu banka lands á hausinn eftir að hafa gefið þá vinum sínum og ekki nóg með það heldur var Seðlabanki þjóðarinar setur á hausinn og allt lausafé þjóðarinn notað til að tryggja að sparifjáreigendur fengju haldi sínu úr bönkunum.  Þetta er bara smá dæmum um hvað þið sjallarnir hafi komið þjóðinni í á síðustu 10-12 árunum.  Væri hægt að halda áfram upptalningu í þó nokkurn tíma í viðbót.  Lengi verður þetta í minnum haft meðal þjóðar vorar hverjir eru mestu óráðsíumenn hennar og þjóðníðingar talir vera um aldir og æfi.

Rúnar Vernharðsson (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 22:42

9 identicon

´´´´NÚMI ÞÚ ER ALLTAF JAFN MÁLEFNANLEGUR´´´SVO RITAR ÞÚ RAGNHEIÐUR,ÉG HELD AÐ ÞÚ ÆTTIR AÐ LESA BETUR YFIR FÆRSLUR ÞÍNAR ÁÐUR EN ÞÚ LÆTUR ÞÆR RENNA FRÁ ÞÉR Á BLOGGIÐ.ÞAÐ MÆTTI HALDA AÐ ÞÚ HAFIR VERIÐ ÆRLEGA RASSKELD AF DAVÍÐSARMINUM,EFTIR AÐ ÞÚ EIN ÞORÐIR AÐ DEILA Á ÞANN MIKLA SKEMMDARVARG,MEÐAN HANN SAT Í SVÖRTULOFTUM.ÞÚ BYRTIST SEM AUÐMJÚK OG UNDIRGEFIN GEGN ÞÍNU OFURFLOKKSVALDI OG Í MIKILI MÓTSÖGN VIÐ ÞIG SJÁLFA MEÐAN ÞÚ ÞORÐIR AÐ TJÁ ÞIG,EN NÚNA VIRÐIST ÞÚ EKKI VERA MEÐ SJÁLFRI ÞÉR LÍKT OG FORMAÐURINN ÞINN HANN BJARNI BEN.MÉR ER SPURN HVER ER ÞAÐ EÐA HVERJIR SEM FARA YFIR BLOGG ÞITT OG RÆÐUR BJARNA BEN Á ÞINGI,ÆTLA ÞÉR EKKI AÐ ÞÚ VITIR ÞAÐ MEÐ BJARNA BEN,EN EINHVER ÖFL STÝRA YKKUR OG ÞAÐ VEISTU.FL-FLOKKUR HAFIÐ VIT Á ÞÖGNINNI,HÚN FER YKKUR BEST NÆSTU FIMMTÍU ÁRIN EÐA SVO.EIGÐU SVO GÓÐA HVÍTASUNNUHELGI RAGNHEIÐUR.

Númi (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 21:31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband