Er þetta ef til vill rétt?

Björn Þorri Viktorsson lögmaður sendi þingmönnum og ráðherrum afar athyglisvert bréf um stöðu myntkörfulána við yfirfærslu eigna gömlu bankanna til hinna nýju ríkisbanka. Þar reifar hann álit sitt  og segir m.a. að miklu skipti að vel takist til við mat á lánasöfnum gömlu bankanna til að koma megi í veg fyrir stórfellt tjón í hinum nýju ríkisbönkum.

BÞV telur að  margir samningar um hin svokölluðu myntkörfulán séu í raun hrein krónulán en með erlendu myntviðmiði. Höfuðstólsfjárhæð er tilgreind í íslenskum krónum og í mörgum tilfellum komi ekki fram nein tiltekin höfuðstólsfjárhæð hinna erlendu mynta heldur einungis hlutfall myntviðmiðs til verðtryggingar, lánin eru greidd út í íslenskum krónum, greiðsluáætlanir miðast við íslenskar krónur og lánin eru endurgreidd með íslenskum krónum.

BÞV telur að stór hluti lánasamninga  sem tengdur er erlendu myntviðmiði verði dæmdur ólögmætur og einnig verulegar líkur til þess að forsendur verðtryggða samninga verði ekki taldar standast miðað við núverandi forsendur.

BÞV telur mikilvægt að skorið verði úr í þessu efni áður en yfirfærsla á milli gömlu föllnu bankanna og nýju ríkisbankanna eigi sér stað.

Mikið hefur verið rætt um leiðréttingu lánasamninga á liðnum mánuðum og því oftar en ekki haldið fram að ríkissjóður hafi ekki efni á slíkum aðgerðum en ef dómstólar komast að þeirri niðurstöðu að ályktanir BÞV séu réttar og yfirfærslan hefur farið fram þá fyrst er ljóst að  tjónið mun lenda af fullum þunga á ríkissjóði.

Er ekki rétt að hraða þessu í gegnum dómskerfið og fá úr þessu skorið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það er með ólíkindum að það hafi tíðkast út um allt samfélag að lána lán sem ekki voru í samræmi við lög. Það er nú ekki eins og þetta hafi farið neitt leynt. Þetta er víst besta merki um hversu bitlaust fjármálaeftirlitið var að það gerði engar athugasemdir við að bankarnir lánuðu hundruðu milljarða út á lánskjörum sem stönguðust á við lög.

Miðað við svona eftirfylgni á lögum sé ég ekki hversu miklu skiptir hvað þið samþykkið þarna við Austurvöll eða munið gera í Brussel. Meðan enginn fer að lögum hafa þau lítið gildi. 

Héðinn Björnsson, 2.6.2009 kl. 10:59

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Sæl Ragnheiður,

gaman að sjá að einhver þarna við Austurvöll leggur eyrun við þeim fáránleika sem felst í þessum gjaldeyrislánum og þeirri ósanngirni sem felst í framfylgd þeirra við aðstæður sem eru allt aðrar í dag heldur en þegar lánin voru veitt og tekin.

Um þetta hef ég bloggað einhver ósköp ef einhver vill skoða: augu.blog.is

Góð kveðja

Sigurður Hreiðar, 2.6.2009 kl. 11:27

3 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Átti auðvitað að vera auto.blog.is.

Sigurður Hreiðar, 2.6.2009 kl. 11:27

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ragnheiður, það væri nú fróðlegt af þér sem þingmanni að leita eftir svörum við eftirfarandi spurningum:

1.  Hver er skoðun Seðlabanka Íslands á lögmæti gengisbundinna lána, þegar höfð eru til hliðsjónar lög nr. 38/2001 um vexti og verðbætur?

2.  Hver er skoðun FME um þatta sama mál?

3.  Og hver er skoðun viðskiptaráðuneytisins?

Enginn af þessum aðilum hefur svarað innsendum fyrirspurnum um þetta mál. 

Einnig væri áhugavert að fá svör við eftirfarandi spurningum varaðndi innistæður í bönkunum:

1. Hvað kostaði að tryggja allar innistæður?

2. Hvað kostaði að tryggja allar innistæður umfram skyldu,þ.e. umfram þessar c.a. 3 milljónir?

3. Hversu margir áttu inneignir umfram þessar c.a.3 milljónir?

4. Hvernig skiptist þetta á milli fyrirtækja og einstaklinga?

5. Hversu mikil var inneign t.d. 30 stærstu fyrirtækja annars vegar og einstaklinga hinsvegar?

Þessar spurningar voru sendar til Hagsmunasamtaka heimilanna og þó við höfum skoðun á þessu máli, þá væri gott að fá opinbert svar við þessu.

Marinó G. Njálsson, 2.6.2009 kl. 11:38

5 identicon

Ragnheiður það er ekki nokkur spurning varðandi að  þetta verður að vera ljóst. Ég skil ekki að það skuli ekki hafa allan forgang að eyða réttaróvissu af því hvort BÞV hefur á réttu að standa eða ekki.  Fari þessi lán inní lánasafn bankana er það alvarlegur áfellisdómur um siðferði þeirra sem nú vinna að því að endurreysa bankana ef gera á það með ólögmætum útlánum.

hreggviður (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 15:18

6 identicon

Regnheiður þetta bætist bara við listann fyrri stjórnsýslar hjá ykkur Sjöllunum.  Nú ætlið þið líka að fara að nota ónýtu hrútanna sem fóru með allt í vitleysu í Seðlabankanum þá Má og Arnór.  Það væri nú til að toppa vitleysum.  Ná líka í  Halldór, Davíð og co kannski líka.

Rúnar (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 18:02

7 Smámynd: Einar Guðjónsson

Yfirfærslan á sjálfsagt eftir að gerast á la Gylfi Magnússon.Það þýðir væntanlega að þjóðfélagið á eftir að loga í málaferlum við ríkið fyrir milligöngu bankanna.Ekki verður mikil orka þar sem fer í uppbyggingu.

Einar Guðjónsson, 2.6.2009 kl. 23:55

8 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Sæl Ragnheiður, ég fagna því að þú skulir fjalla um þetta mál.

Ég velti fyrir mér hvort þú hefur kynnt þér tillögu talsmanns neytenda.  Ef svo, hvað þér finnst um hana?

http://talsmadur.is/Pages/55?NewsID=1038

Þórður Björn Sigurðsson, 3.6.2009 kl. 00:33

9 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Með lögum skal land byggja og með svikum skal niður brjóta. það verður engin framtíð á þessu landi fyri en ósiðlegir og ólöglegir samningum er kastað út úr bankakerfinu. Ef það verður ekki gert núna þá skal ég lofa því að að það verður borgarastyrjöld á Íslandi. Og þá verða þingmenn dregnir út úr Alþingi og lögin verða skrifuð af fólkinu í landinu. Og svo eru það hinir ólöglegu pappírarnir sem verða verðlausir. Það eru verðtryggðu húsnæðisskuldabréfin. Þau eru jafn ósiðlegir og ólöglegir pappírar og gengistryggðu lánin, en Alþingi innleiddi mannréttindabrot og kallaði það lög..verðtrygging mun ekki lifa af árið og öllum verðtryggðum lánasamningum verður rift einhliða af fólkinu í landinu vegna algers forsendubrests. Og líka vegna þess að ef verðtrygging verður ekki afnuminin mun hagkefið falla saman vegna þessa að sparnaður mun étast upp hjá fólki og það verður svo ekkert eftir til samneyslu.

Vilhjálmur Árnason, 3.6.2009 kl. 00:35

10 identicon

Sæl Ragnheiður og til hamingju,

Eftir 8 mánaða upphitunartíma mætti ætla að það færi að kvikna á fattaranum. Það er gleðilegt að frið sé að týra á þínum en því miður þá er ennþá slökkt hjá flestum.

Það eru, þið pólitíkusar, hagfræðingar, bankamenn, stjórnmálaleiðtogar sem eru föst í og talið stanslaust um niðurfellingar, afskriftir, niðurfærslur og fleirra í þeim dúr sem eins og það sé verið að "gefa" heimilunum eitthvað og það muni kosta ríkið einhver lifandis ósköp.

ÞETTA ER EKKI RÉTT!!!

það er ekki farið fram á að neinum sé gefið eitt né neitt, það er ekki farið fram á að skuldir séu felldar niður, afskrifaðar eða þeim eytt á einn eða annan hátt. Fólk vill standa í skilum með sínar skuldbindingar, fólk vill borga af lánum sínum en vegna þeirra efnahagslegu hamfara sem eru að ganga yfir þjóðina + afleiðinga af pólitískt verndaðri glæpastarfsemi er mörgum ókleyft að standa í skilum, margir að nálgast þann punkt og aðrir hreynlega neita að greiða spilaskuldir glæpamanna.

Það sem við förum fram á er “leiðrétting” á gildandi lánasamningum samkvæmt þeim tillögum sem betur er hægt að skoða á www.heimilin.is og ennfremur að skipuð verði óháð ópólitísk nefnd fag- og hagsmunaaðila til gagngerrar endurskoðun á núverandi íbúðarlánakerfi og rannsóknar á útreikningi verð- og gengistryggðra veðlána.

Það er afar brýnt nefndin sé skipuð óháðum fagaðilum, fulltrúum hagsmunaaðila, neytenda og oddamanns til að hefja vinnu við að leiðréttingu þessara lána nú þegar.

Hagsmunasamtök heimilanna leggja á það ríka áherslu að öll vinna nefndarinnar skuli vera gagnsæ og að allir þættir er snerta útreikning verðbóta, verð- og gengistryggingar séu nákvæmlega rannsakaðir, þar með talið reiknigrunnur Hagstofu Íslands fyrir vísitöluútreikninga.

Nauðsynlegt er að allar þær reiknijöfnur sem notaðar eru af Reiknistofu bankanna, bönkum og öðrum fjármálastofnunm við útreikninga verðbóta, verð- og gengistryggingðra lána séu rannsakaðar og þær sannreyndar.

ÞESSI SÍÐASTA MÁLSGREIN ER SÚ AL MIKILVÆGASTA Í AF ÖLLU ÞVÍ SEM VIÐKEMUR ÞVÍ AÐ LEIÐRÉTTA EFTIRSTÖÐVAR HÖFUÐSTÓLS ÍBÚÐARLÁNA!

Ég lofa þér því Ragnheiður að “ALLAR” þær reiknijöfnur sem notaðar eru leiða til verulegrar öftöku vaxta og verðbóta. Þetta er vitað og hefur verið viðvarandi allar götur aftur til 1979. Jóhanna er búin að vera að benda á þetta í 30 ár sem og fleirri en núna þegar tækifærið er að taka á þessum vanda þá er viljinn og áhuginn kominn í ruslið!

Öll íbúðarlán á Íslandi eru og hafa verið ofgreidd af neytendum sem þíðir að leiréttingin liggur inni í lánunum. Það sem gerist við leiðréttingu sem byggð er á “raunverulegum” staðreyndum og fyrirliggjandi tölum er að eftirstöðvar höfuðstóls lána lækkar um 1til allt að 60% eftir lántökudegi.

Eftir að slík leiðrétting hefur farið fram getum við farið að tala um að gagn verði af hinum s.k. lausnapakka ríkisstjórnarinnar í þágu heimilanna

Hvað þýðir þetta? jú það þýðir eifaldlega að eignasöfn bankanna eru og hafa verið “ofmetin” um samsvarandi upphæð. Við erum að tala um tölur á pappír, ekki að ríkissjóður greiði ” fjármagnseigeindum einhverjar skaðabætur vegna þess að svikamylla þeirra er upprætt.

Við leiðréttingu eru eignasöfnin einfaldlega “endurmetin” til raungildis.

Ekkert hefur verið gert til leiðréttingar íbúðarlána landsmanna heldur er slegin skjaldborg um þetta snarklikkaða kerfi okurvaxta og sjálfvirkrar uppskrúfunar á höfuðstól íbúðarlána.

Hafir þú lesið alla leið hingað þá tek ég ofan fyrir þér.

Baráttukveðja Hólmsteinn

Hólmsteinn (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 10:24

11 identicon

Það verður aldrei þjóðarsátt fyrr en öll kurl eru komin til grafar.

Takk fyrir góðan pistil!

Sigurlaug Ragnarsdóttir (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 09:39

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband