Fréttir ekki fréttir!

 Það er stundum skondið að fylgjast með fyrirsögnum fjölmiðla og á hvern hátt þeir ákveða hvað eru fréttir og hvað ekki fréttir.

Ekki fór mikið fyrir þeirri frétt að ÖSE ætlaði að hafa hér eftirlitsmenn með kosningunum þann 25. apríl n.k. En ég verð að segja að það fór hrollur um mig við fréttina, hvað er eiginlega langt síðan vestrænt ríki hefur þurft að sæta slíku eftirliti? 'Eg velti fyrir mér hvort fyrirhugaðar breytingar á kosningalögum svona rétt fyrir Alþingiskosningar séu ástæðan og ef svo er þá mega stjórnarflokkarnir skammast sín. 

Frétt eða ekki frétt ! Undur og stórmerki það er komið framboð í formann Samfylkingarinnar! Datt einhverjum í hug að þetta yrði með öðrum hætti, þetta var svo fyrirsjáanlegt að það hálfa gat verið nóg. En gott samt, Jóhanna Sigurðardóttir er verðug formaður, hreinskiptin og  heiðarleg en örugglega dálítið þver.  Samfylkingin mun fljóta langt á þessu!! því miður !

Eftir prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík um síðustu helgi  þótti í fréttum tíðindum sæta fylgi Jóhönnu Sigurðardóttur í 1. sæti  og talað var um yfirburðasigur en í það sæti bauð enginn sig fram nema hún. Það hljóta hins vegar að vera tíðindi í flokki jafnaðarmanna að engir voru valkostir kjósenda. En það þótti hins vegar ekki fréttnæmt né heldur  gengi Össurar Skarphéðinssonar í 2. sæti og lítt sem ekkert um það fjallað og vekur það furðu satt best að segja. 

Jafnframt þóttu þau ekki frétt atkvæðin 400 sem skutu Steingrími J. Sigfússyni í 1. sæti í Norðausturkjördæmi. Er nema von að maður verði stundum hissa.

Ég hef líka verið hugsi yfir fjölmiðlum frá því Sigmundur Ernir hætti á 365 miðlum og sagðist vera "frjáls undan oki auðmanna" að ekki þótti  fréttamönnum ástæða til að rekja garnirnar úr honum vegna þessara orða. En við hin sem höfum fylgst með SE hjá 365 miðlum hljótum að spyrja okkur þeirra spurninga hvort hann hafi gengið erinda auðmanna  og þá á hvern hátt eða hvað hann eigi við með þessum orðum sínum. Sigmundur Ernir mun skipa 2. sæti Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi í næstu Alþingiskosningum og það hljóta fleiri en ég að óska skýringa á orðum " verðandi þingmanns."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er ég sammála með Gylfa Arnbjörnsson, hvernig stendur á að maðurinn er kosinn forseti ASÍ, yfirmaður allra verkalýðsfélaga, rótpólitískur og finnst að hann vinni vel fyrir sinni milljón, þegar launþegar eru að berjast við að ná uppí atvinnuleysisbætur og fá í gegn sínar 13000,- krónur samkvæmt samningum, þá leggur hann til að svo verði ekki  

Það á kannski ekki að vera eftirsóknarvert að vinna, ættu laun ekki að vera hærri en atvinnuleysisbætur eða örorka? Þetta er alveg að verða ótrúlegt hvernig þessir samningar eru ekki efndir fyrir tilstuðlan hans.

Ragnhildur Valgeirsdóttir (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 16:47

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband