Pólitísk skipun bankaráðs Seðlabankans

Þá gerðist það enn einu sinni að pólitískt er skipað í bankaráð Seðlabanka Íslands. Það voru mikil mistök við frumvarp Jóhönnu Sigurðardóttur o.fl. um breytingar á lögum um Seðlabanka Íslands að flutningsmenn skyldu ekki gera breytingar á þeirri grein er lýtur að bankaráði og slíta þar með bein flokkspólitísk tengsl. 

Ef til skorti flutningsmenn ekki bara kjark heldur vilja til þess að breyta, pólitíkusar eru kannski svo bundnir í viðjar vanans að þeir ná ekki að hugsa út fyrir rammann. Ég tel það löngu tímabært að skipa með öðrum hætti í bankaráð SÍ sem og annarra ríkisbanka og kem með hugmynd þar að lútandi. Það mætti t.d hugsa sér að háskólasamfélagið, samtök atvinnulífs og iðnaðar, verkalýðs-félögin og samtök fjármálafyrirtækja tilnefndu fulltrúa og að formaður væri síðan kosinn af tilnefndum fulltrúum. Kannski er þetta galin hugmynd en getur ekki verið verri en hin flokkpólitíska það er nokkuð ljóst.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlédís

Innilega sammála!

Hlédís, 17.3.2009 kl. 13:02

2 identicon

Alltaf frískandi andblær frá þér með gömlu BJ ívafi.

Jón Tynes (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 13:59

3 Smámynd: Dilbert

Hefði það nú verið flott ef samtök fjármálafyrirtækja hefðu líka ráðið Seðlabankanum. Held ekki......

Dilbert, 17.3.2009 kl. 15:52

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Kæra Ragnheiður,  læturðu þér virkilega dreyma um það að það teljist pólitískar ráðningar, einkavinavæðing eða því um líkt þegar Jóhanna ræður vini sína í öll möguleg og ómöguleg embætti allt í kring um sig.  Það teljast vera faglegar ráðningar, og enga útúrsnúninga takk fyrir

Tómas Ibsen Halldórsson, 17.3.2009 kl. 20:48

5 Smámynd: Hlédís

Láttu þig dreyma, kæri Tómas, um fækkun mosagróinna Sjalla í öllum embættum sem ekki eru setin gömlum Framsóknarmönnum

Hlédís, 17.3.2009 kl. 21:30

6 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

what are friends for

Jón Snæbjörnsson, 18.3.2009 kl. 10:40

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband