Þú hlýtur að vera að grínast,Gylfi?

Hvar er nú jafnréttið og jafnræðið?  

Ef þú ert karl á lista Samfylkingarinnar og hugsanlega ekki í mögulegu þingsæti þá er í lagi að fá launalaust leyfi hjá ASÍ og taka þátt í kosingabaráttu og koma aftur til vinnu að kosningum loknum.

En ef þú ert kona í 1. sæti hjá Framsóknarflokknum í Reykjavík, sæti sem í dag  er ekki þingsæti og óvíst hvort verður, þá verður þú að segja starfi þínu lausu, taka þátt í kosningabaráttu og ef þingsæti ekki næst, leita þér að vinnu á nýjan leik, nema ASÍ forsetinn ætli ekki að auglýsa starfið fyrr en að kosningum loknum.

ASÍ forsetinn segir að ekki sé að því fundið að starfsmenn ASÍ sinni pólitísku starfi og jafnvel er það talið fólki til framdráttar sem er nú umhugsunarefni út af fyrir sig en um framsóknarkonuna segir hann jafnframt " ..þegar hins vegar svo er komið að fólk er farið að leiða lista og á þingsæti víst er rétt að leiðir skilji " ...mikið er vald hans og máttur að geta nú mánuði fyrir kosningar kveðið upp úr með þessum hætti um kosningar í Reykjavík .

Framkoma ASÍ forsetans er svo valdsmannsleg og hrokafull að það er með eindæmum. Ég tel það verulegt áhyggjuefni að einstaklingum sé mismunað með þessum hætti og velti fyrir mér hæfni forystunnar til ákvarðanatöku almennt þegar slíkt blasir við.

 Þú hlýtur að vera að grínast, Gylfi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já þetta eru skrýtnir fírar Ragnheiður þessir gaurar margir hverjir sem með ferðina fara hér og þar í þjóðfélaginu og sjaldnast sjá þeir lengra en sem nefi sínu nær.

Gísli Foster Hjartarson, 26.3.2009 kl. 14:58

2 identicon

Því miður þá er Gylfi enn & aftur ekki að grínast, hann fer á kostum, í neikvæðri meinningu þess orðs.....  Hans helstu afrek síðstu mánuði sem forseti ASÍ eru m.a.: "það að reka viðkomandi starfsmann & standa í vegi fyrir lágmarks launahækkunum", það er ekki dónalegt að hafa svona mann upp í brúnni.  Er nema vona að þjóðarskútan skildi sökkva..?

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 15:27

3 Smámynd: Jón Sigurður

Ragnheiður, þú skrifar eftirfarandi:

"Ef þú ert karl á lista Samfylkingarinnar og hugsanlega ekki í mögulegu þingsæti þá er í lagi að fá launalaust leyfi hjá ASÍ og taka þátt í kosingabaráttu og koma aftur til vinnu að kosningum loknum."

Í yfirlýsingu í dag frá Gylfa kemur eftirfarandi fram:

http://www.dv.is/frettir/2009/3/26/gylfi-motmaelir-vigdisi-ny/

"Magnús óskaði hvorki eftir né fékk launalaust leyfi vegna þessa prófkjörsframboðs þar sem hann endaði í sjötta sæti."

Er ekki möguleiki á því að þú sért einfaldlega að fara með vitleysu. Ef það er satt að þessi Magnús hafi ekki fengið launalaust leyfi er þá ekki allur málflutningur þinn eintóm vitleysa byggða á ósannindum.

Er ekki möguleiki á að þú takir þetta tilbaka eða á þetta að vera eins og hjá formanni Sjálstæðisflokksins þegar hann laug í ræðpúlti Alþingis  og sagði svo að hann hafi haft rétt fyrir sér "eins langt og það nær"?

Jón Sigurður, 26.3.2009 kl. 16:37

4 identicon

Kæra Ragnheiður !

Þú þarft ekki að verða hissa á "Krötum".  Og aldrei trúa því að þeir séu að grínast, því það hafa þeir ekki vit til.  Já þetta er óhuggulegt hjá A.S.I.

Ég hef alltaf sagt ekki treysta Krötum með 5eyring á milli húsa.

Það sannast best á svona framkomu hjá forustusauðnum í A.S.I.

Nota Bene:  hver réði hann?

J.þ.A (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 16:41

5 identicon

Manni líður bara eins og að vera að horfa á krakkaskríli í barnó sem eru að reyna að búa til slúður um aðra svo að þeim geti liðið betur. Held að þú hafir lært meira af þeim sem þú áttir að vera að kenna í þínu fyrra starfi.

Ég er ekki að grínast, frekar sorglegt.

Húni (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 17:38

6 identicon

Án þess að fara að verja Gylfa sérstaklega, þá langar mig til að velta einu upp og svara JÞA. JÞA, það var enginn sem réði Gylfa sem forseta. Hann var kosinn á ársfundi af ársfundarfullrtrúum þar sem hann sigraði Ingibjörgu R. Guðmundsdóttir fremur naumlega. Hinsvegar var hann ráðinn framkvæmdastjóri ASÍ en hann gegnir báðum störfum. Ég reikna með að miðstjórn ASÍ hafi ráðið hann eða þáverandi forseti sambandsins.

Ég hef frekar trú á að Gylfi sé að segja satt en Vigdís. Það er vegna þess að Gylfi væri ekki sá idjót að gefa slíkan höggstað á sér og allt í einu vita allir hver Vigdís er. Það er ekki slæmt að eiga svona pólitíska innkomu rétt fyrir kosningar. Og í ofanálag er samúðin öll hennar megin um leið og Gylfi er gerður að vonda karlinum. Hvað skyldi hún ná mörgum atkvæðum út á þetta?

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 17:44

7 identicon

Gylfi er ekkert að grínast Ragnheiður mín.  Hann er bara svona gjörsamlega siðlaus og veruleikafirrtur.

Það er of margt fólk með þá hugfötlun og firringu sem skartar titli "Forseta".

Bestu kveðjur og velgengnisóskir í kosningunum.

Ólafur Vignir Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 17:45

8 identicon

Þorsteinn Úlfar ! ! !    Takk fyrir þínar upplýsingar. Það síðasta sem ég vil gera er að draga í dilk fyrir Framsóknarmaddömuna.  Þess vegna er það mjög  óheppilegt að Gylfi gaf henni ekki launalaust frí.  Ég næ bara ekki upp í nefið á mér, hvað maðurinn er heimskur .  Hann verður að hætta eins fljótt og hægt er.   Framsóknarmaddaman  nýtir allt, þá meina ég allt út í ystu æsar.   kveðja, J.Þ.A.

J.þ.A (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 19:36

9 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Lét ekki Gylfi hafa eftir sér að Vigdís væri í næsta öruggu sæti og ekki færi saman að gegna þingmennsku og starfi hjá ASÍ?

Það er nú munur að eiga menn eins og Gylfa Arnbjörnsson að, sem geta bara samt fyrir um úrslit kosninga. Hann sér meira að segja fram á stórsigur Framsóknarflokksins í Reykjavík-Suður þar sem Framsók fékk engan kjörinn fyrir tveimur árum. Við getum bara sleppt því að hafa kosningar með tilheyrandi kostnaði. Gylfi úthlutar bara fyrir okkur hin.

Já, það er munur að eiga menn eins og Gylfa. Flestir aðrir hefðu nú líklega beðið fram yfir kosningar og tekið síðan ákvörðun í samráði við starfsmann sinn. Því við skulum gera ráð fyrir því það fari ekki saman að gegna störfum fyrir ASÍ, frekar en öðrum störfun yfirleitt, þegar menn (karlar og konur) eru seztir á þing.

Emil Örn Kristjánsson, 26.3.2009 kl. 21:16

10 identicon

Þótt ég hafi mikið álit á þér Ragnheiður, þá held ég að þú sért að skjóta yfir markið hérna. Eins og komið hefur fram í fréttum, óskaði Vigdís sjálf eftir að hætta þegar ljóst var að hún myndi leiða lista framsóknarmanna í Reykjavík. Sem gamall nemandi þinn í Gaggó Mos finnst mér þú yfir það hafin að eltast við storma í vatnsglasi.

Arnar Ingi Hreiðarsson (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 10:24

11 identicon

Mér finnst þú leika þér að því að misskilja hlutina og síðan nota þér þetta til framdráttar á ómálefnanlegan hátt. Engin karl hefur fengið launalust leyfi eða notið einhverrar fyrirgreiðslu hjá ASI. Finnst ósanngjarnt að þú sért að gera lítið úr jafnréttisbaráttu með svona innihaldslausu þvaðri. Ég sem karlmaður í kvennastétt get bent þér á margt annað ójafnrétti í þessu samfélagi - ég sem faðir tveggja dætra líst illa á mörg þau "tækifæri" sem þetta samfélag hefur uppá að bjóða fyrir konur. 

Merkilegt hvernig þú úthrópar þetta atriði en þjóðfélagið er farið á hausinn og fullt af fólki líður illa, en það heyrist mun minna um það. Ég vil ekki án þín vera og hvet þig til góðra verka í jafnréttismálum og velferð fjölskyldna.

Sverrir Óskarsson (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 12:29

12 identicon

Þakka þessar athugasemdir og sem fyrr eru menn ekki sammála. Ég vil taka fram að ég er ekki að tala um prófkjörsbaráttu heldur kosningabaráttu vegna Alþinigskosninganna þann 25. apríl.

Þessar hugleiðingar mínar eru settar fram vegna þess að ég tel að  jafnrétti og jafnræði eigi að ríkja jafnt  á milli kynja sem innbyrðis. Það hins vegar á ekkert skylt við flokkspólitík. 

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 20:21

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband