Breytingar á kosningalöggjöf

Á þingi er verið að ræða m.a. breytingar á kosningalögum og í nýju frumvarpi sem fyrir liggur er áherslan lögð á persónukjör innan lista eða raðaðan lista sem stjórnmálaflokkar og hreyfingar bjóða fram. Margt er þarna áhugavert og tekur mið af því sem gerist í öðrum löndum en ég tel að við þurfum að ræða frekar.

Það er nauðsynlegt að kalla til ýmis félagasamtök, stjórnmálahreyfingar sem ekki eiga fulltrúa á þingi og fleiri t.d. fulltrúa Radda fólksins til að ræða þetta mál og kanna hug fólks til þessara breytinga. En ekki síst tel ég óráðlegt að fara fram með þetta fyrir næstu kosningar því lögfræðinga greinir á um hvort  31. grein stjórnarskrárinnar ráði för en þar segir m.a. að slíkar breytingar á kosningalöggjöf verði aðeins gerðar með samþykki 2 / 3 atkvæða á Alþingi.  Forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir, sú ágæta kona ,  telur að þetta eigi ekki við, ég er henni ósammála. Það er kristaltært í mínum huga að við getum ekki gengið til kosninga nú á vormánuðum ef um þær ríkir réttaróvissa vegna breytinga á kosningalöggjöfinni sem gæti leitt til þess að kosingarnar yrðu kærða og hugsanlega ógildar. Það er móðgun við þjóðina  og ekki þarf hún á því að halda nú. Gefum okkur tíma í þessar breytingar og náum um þær sæmilegri sátt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hugrakkur sjálfstæðismaður þarna á ferð sem þorir að tala um móðgun við þjóðina,og er jafnframt með opið fyrir athugasemdir sem er orðið óþekkt fyrir rökþrota sjálfstæðismenn í dag,samanber síðuna hjá Sigurði Kára sem hefur valmöguleikan "athugasemd" á síðunni en birtir ekki athugasemdir sem ég veit að honum hafa verið sendar,sama er að segja með flesta stuðningsmenn flokksins á blogginu samanber "stebbifr"sem eis óhróðri yfir fólk án möguleika til að viðkomandi geti svarað fyrir sig,hugleysi!annars bestu óskir til þín í prófkjöri og bættu nú aðeins í bloggið smá krafti.

zappa (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 12:39

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þó ég sé ekki sammála þér Ragnheiður í þessu máli, þá finnst mér  notalegt að lesa þessa setningu "Jóhanna Sigurðardóttir, sú ágæta kona ,  telur að þetta eigi ekki við, ég er henni ósammála" Enginn fúkyrðaflaumur sem karlarnir á þingi stunda ákaft. Kanski ekki merkilegt innlegg hjá mér en...

Finnur Bárðarson, 11.3.2009 kl. 15:17

3 identicon

Sæl Ragnheiður, góður punktur hjá Finn. Virðingarvert að þú skrifir vel um andstæðing. Sjaldséð. Ég er sammála þér með það að það þarf að gefa þessu meiri tíma. Fyrst búið er að ákveða kosningar 25. apríl þá er of seint að breyta reglum núna í miðri keppni. En ég vil að kosningalöggjöfinni verði breytt. En um það þarf að ríkja þverpólítísk samstaða.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 21:52

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Þarna erum við að tala um verkefni sem að ég er sammála að skoað eigi brytingar en það er engin ástæða til að "missa" þetta í gegn þó svo að maður vilji breytingar þetta er stærra mál en það - þetta ber að skoða ofan í kjölinn og vanda.

Treysti því að þú fáir "þitt sæti" um helgina, annað yrðu mér vonbrigði, reyndar er e´g spenntari fyrir að þú takir annað sætið.

Gísli Foster Hjartarson, 12.3.2009 kl. 08:59

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef bloggað um það hve nauðsynlegt það hefði verið að setja í það kraft að eyða réttaróvissunni sem þú talar um.

Ég hef í raun gagnrýnt það að þetta skuli ekki hafa verið gert af þeim sem segjast hafa áhuga á nauðsynlegum breytingum á kosningalögunum.

Ómar Ragnarsson, 12.3.2009 kl. 09:01

6 identicon

Takk fyrir athugasemdirnar, það er gott að fá þær sem innlegg í umræðuna. Ég endurtek það sem ég skrifaði að ég tel brýna nauðsyn fyrst og síðast að eyða réttaróvissunni.

ragnheiður ríkharðsdóttir (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 14:32

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband