Að fara eða vera?

Frá því þingmenn þingflokks Bandalags jafnaðarmanna lögðu þingflokkinn niður sisona og gengu í aðra þingflokka hef ég verið þeirra skoðunar að slík framganga sé ótæk, þrátt fyrir ákvæði stjórnarskrárinnar um að þingmaður sé aðeins bundinn sannfæringu sinni og samvisku.

Það er sérkennilegt í mínum huga að taka sæti á framboðslista stjórnmálaflokks, ná kjöri til Alþingis sem fulltrúi á þeim lista en ákveða síðan einhverra hluta vegna að eiga ekki samleið með þingflokknum og fara. Ef þingmaður ákveður engu  að síður að sitja áfram á þingi, þá er það í mínum huga algerlega klárt, að hann kýs þá að sitja sem slíkur utan flokka. Annan kost hefur hann einnig að segja einfaldlega af sér en að ganga til liðs við annan flokk er í mínum huga svik við þá kjósendur sem kusu þingmanninn til setu á Alþingi.

Af gefnu tilefni þar sem þingmaður úr Frjálslynda flokknum gekk til liðs við þingflokk Sjálfstæðisflokksins þá er honum vel kunnugt um þessa skoðun mína, því ég fer ekki í neinar grafgötur með hana.

Það væri fróðlegt að heyra hvað kjósendum þykir um þetta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valan

Ég er sammála þessari afstöðu. Þó að þingmaður gangi að sjálfsögðu "óbundinn" til starfa eins og það er skilgreint þá ætti hann ekki að leyfa sér að líta alfarið framhjá því að hann var kosinn á ákveðnum forsendum og í félagi við ákveðinn flokk. Þó svo slíkt sé ekki formlega bindandi þá finnst mér marktæk frávik frá þeim forsendum og þá sérstaklega flokkaskipti sem framkvæmd eru á þennan máta ákveðinn hroki og óvirðing við þá kjósendur sem lögðu traust og trú á orð og félagskap þingmannsins eins og hún var þegar hann var kosinn. Stefna Frjálslyndra er enda langt í frá sú sama og Sjálfstæðisflokksins.

Ennfremur, þó svo að það standi hvergi skrifað að breytist forsendur þingmanns verulega eigi hann að stíga til hliðar þá finnst mér það einhvernvegin eðlilegt þar sem þingmenn eru þegar allt kemur til alls ekki (ennþá) kosnir persónukosningu og engin leið fyrir þá að leggja heiðarlegt mat á það hvort fólk kaus frekar þá persónulega eða flokkinn. Þessi þingmaður virðist telja sjálfan sig ofar flokknum og kannski ekki skrítið að slíkir aðilar hendist á milli þeirra í fússi og leiðindum.

Valan, 12.3.2009 kl. 21:01

2 identicon

Karl V er líka útgenginn. Þetta er áhugaverð pæling. Ég man þá umræðu þegar Dagný Jónsdóttir sagði á Alþingi að "menn þurfi að spila saman í liði". Hún var að útskýra hvers vegna hún greiddi atkvæði með máli sem hún var ósammála. Út frá því varð mikil umræða. Ég hallast einna helst að því að þingmaður sem yfirgefur flokk sé utanflokka. Hann geti stutt góð mál en hefur ekki áhrif á þingstyrk. Ég varð hissa á vistaskipti JM, miðað við hvað hann hafði skrifað um sinn gamla/nýja flokk. Þú færð hrós fyrir gagnrýni þína á störf þingsins. Þyrfti að ná á þér! gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 10:23

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband