Ég vil breytingar

 

Ég vil breytingar

Á þessum umrótatímum er mikið rætt um breytingar og nýja Ísland án þess að breytingarnar séu skilgreindar frekar. Eiga þær einar að verða að fram kemur ný ríkistjórn sem segist vera starfstjórn í stuttan tíma og ætli að vinna hratt og vel, nægja slíkar yfirlýsingar okkur hinum ef engar eða litlar eru efndirnar. Ég segi nei.

Í nefndum Alþingis eru nú sem fyrr unnið með frumvörp sem lögð hafa verið fram, sum þeirra tengjast þeim erfiðleikum sem heimili og fyrirtæki eiga við að etja og er afar brýnt að klára þau fyrir þingrof og kosningar.  Það skiptir hins vegar megin máli að í þeirri löggjöf verði að finna raunveruleg úrræði sem gagnist þeim sem á þurfa að halda og brýnt að um þau náist þverfagleg pólitísk samstaða. Önnur þingmál eiga að mínu mati að bíða og verða þá endurflutt telji flutningsmenn að þau eigi við.

            Það er jafnframt tímabært að huga að öðrum breytingum sem nauðsynlegar eru í ferli endurreisnar sem fram undan er í íslensku samfélagi.

Ég segi enn og aftur að afar nauðsynlegt er að styrkja þingræðið og koma  á valdajafnvægi þings og framkvæmdarvalds. Þá tel ég  einnig brýnt að fara í endurskoðun á stjórnaskránni og um þá endurskoðun verður að ríkja sátt á meðal þjóðarinnar því stjórnarskráin er hennar en ekki fárra útvalinna.

Í ljósi þeirra aðstæðna sem við stöndum frammi fyrir verðum við að vera sammála um að auka gegnsæi í viðskiptum almennt og efla siðvitið á þeim vettvangi. Það þarf að binda í lög að hvers konar krosseignatengsl fyrirtækja jafnt sem fjölmiðla verði óheimil og í stað þess komi skilyrði um dreifða eignaraðild. Hluta hrunsins má rekja til þess að siðferðið brást á hinum frjálsa markaði þar sem eignatilfærsla á grundvelli forréttinda og samþjöppun auðs fór hamförum. Við þurfum að koma í veg fyrir slíkt í framtíðinni.

Eftirlitið brást einnig og því verður að endurskoða regluverkið og umgjörðina alla til þess að nýliðnir atburðir endurtaki sig ekki.,

Öllum er ljóst að pólitískar stöðuveitingar hafa tíðkast hér á landi árum saman. Hér þarf að taka af skarið og sjá til þess að opinberar stöðuveitingar verði metnar á faglegum og hlutlægum grunni og það verður að skera á öll pólitísk tengsl stjórnmálaflokka, ríkisstofnana og ríkisfyrirtækja.

Við verðum að ráðast í ofangreindar breytingar til að efla á ný trúnað og traust á milli stofnana ríkisins og þingsins annars vegar  og þjóðarinnar hins vegar. Trúnaður og traust er undirstaða þess að okkur takist að vinna úr þeim mikla vanda sem við blasir, stöndum saman í því verkefni.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo náttúrlega styrk efnahagsstjórn. muuuuuuuuuuuuaaaaaaaaaaaaaaahahahahahahahhahahahahah

Gísli (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 22:27

2 identicon

Allt gott og blessað sem þú skrifar Ragnheiður og allir ættu að geta tekið undir það. Ég túlka þig á þann hátt að þú ert þá líka að kalla eftir róttækum breytingum innan Sjálfstæðisflokksins, ekki satt? Vonandi berst þú fyrir því, því ákveðin öfl þar inni hafa dregið flokkinn "af leið" að mínu mati. Varðandi þingræðið þá er ótækt með öllu hvernig ráðherrar hafa komið fram við þingmenn, eins og þig. Guðfinna Bjarnadóttir er gott dæmi um konu sem hefði átt mikið erindi inn á þing. En hættir af því hún fékk ekkert að gera, ekki satt? Láttu til þín taka Ragnheiður til að auka aftur tiltrú fólks á grunngildum Sjálfstæðisflokksins.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 23:22

3 identicon

sæl Ragnheiður. Þú mátt eiga það að þú er óhrædd að tjá þig um málin haltu því áfram. En, hvað reiknarðu með að setja mikla fjármuni í kosningabaráttuna í ár og ert þú í "grúppunni" sem Davíð Oddson upplýsti um varðandi Kaupthing banka??Allt í lagi að upplýsa kjósendur um þetta, er það ekki?

Haraldur A. Haraldsson (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 11:39

4 identicon

Sæll Einar, það er rétt ég er að kalla eftir breyttum vinnubrögðum á öllum sviðum, í flokknum, á þingi og hjá framkvæmdarvaldinu og jafnframt í viðskiptalífinu. Það er að mínu mati grunnurinn að endurreisn íslensks samfélags. 

Sæll Haraldur 

Nei, ég er ekki í"grúppunni" sem Davíð Oddson upplýsti um varðandi Kaupþing né neinni annarri grúppu tengdum bönkum eða fyrirtækjum.

Á þessari stundu get ég ekki svarað hvað "prófkjörsbaráttan" mun kosta en ég mun greiða þann kostnað sjálf. 

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 15:50

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Svona skellegga konu vildi maður geta kosið þvi miður er maður skráður i R,vík en stuðning minn áttu vísan/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 10.3.2009 kl. 22:30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband