Stórtíðindi í pólitíkinni

Það eru stórtíðindi að Ingibjörg Sólrún hafi ákveðið að hætta í póltík, hún hefur verið litríkur stjórnmálamaður og límið í Samfylkingunni. 'Eg óska henni alls hins besta, þakka henni samstarfið bæði á vettvangi sveitarstjórnamála sem og á þingi og vona að hún nái heilsu sem fyrst.

Það verður hins vegar fróðlegt að fylgjast með Samfylkingarfólki nú næstu daga, hvernig gömlu flokkabrotin fara af stað í leit að nýjum formanni. Og algerlega er óvíst að nýr formaður fylgi tvíeykishugmmynd ISG  og Jóhannu Sig.  sem þegar hefur líst því yfir að hún muni ekki gefa kost á sér í formannssætið. Hún vakti reyndar furðu mína tvíeykis yfirlýsing þeirra tveggja sem virkaði sem fyrirskipun til flokksmanna um að svona skyldi þetta verða  og ekkert múður. Það bar ekki vott um lýðræði í Samfylkingunni frekar foringjaræði sem flestir gagnrýna í dag sem betur fer.

Nú eru þrír af fimm formönnum stjórnarmálaflokkanna sem eiga fulltrúa á Alþingi horfnir á braut eftir sitja Guðjón A Kristjánsson og Steingrímu J. Sigfússon sem setið hefur næstlengst núverandi þingmanna eða í 25 ár og telur ekki að tími sé til að víkja. Það verða því þrír nýir formenn sem takast á í komandi kosningum og  tvei gamlir ef svo mætti segja og það verður fróðlegt að fylgjast með þeirri rimmu.

Það sem er hins vegar gleðilegt við tíðindi helgarinnar er gott gengi kvenna í forkosningum og prófkjörum og óska ég þeim til hamingju. En ykkur líka strákar!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Held að það sé rakið Ragnheiður að Ingibjörg sé þegar búin að ræða við krónprinsinn sinn hann Dag B. Jón Baldvin er bara að æsa upp Jóhönnu, kann á takkaborðið á henni. En Ingibjörg er skynsöm, eins og mér fannst hú ga ga síðustu helgi. Heilsan er ofar öllu.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 21:17

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband