Kyrrsetning eigna vegna skattalagabrota

Þingfundur stóð í tæpan einn og hálfan tíma í dag og þar var lagt fram frumvarp sem m.a. gerir ráð fyrir að hægt verði að kyrrsetja eignir ef um hugsanlegt skattalagabrot sé að ræða. Það er meira en sjálfsagt að ræða það því æði mörg dæmi virðast hafa komið fram um undanskot eða tilfærslur eigna í tengslum við bankahrunið.  

Jafnframt kom fram í  umræðunni að ef til vill mætti tengja þetta frumvarp gjaldþrotalögum og ef svo væri  þá er hugsanlega hægt að rifta gjörningum eins og t.d ef eignir hafa verið færðar á nafn annars aðila.  Ef svo er þá er frumvarpið flóknar en við fyrstu sýn og verður fróðlegt að fylgjast með framvindu þess í efnahags - og skattanefnd.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Sýndu hörku í þessu máli eins og þú hefur oft gert áður.

Finnur Bárðarson, 14.8.2009 kl. 13:58

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband