Lýðræði þegar það hentar!

Þegar kjörbréfanefnd skilaði nefndaráliti sínu þá skrifaði einn þingmaður, Margrét Tryggvadóttir, undir álitið með fyrirvara. Þannig var að kæra hafði komið fram og þar var þess krafist að kosingarnar þann 25. apríl s.l. yrðu dæmdar ómerkar vegna  misvægi atkvæða milli kjördæma landsins. Þingmaðurinn MT gerði þann fyrirvara við merðferð kjörbréfanefndar að hún sé í megingatriðum samála kærunni og telji misvægi atkvæða brjóta á mannréttindum sínum sem  kjósanda í Suðvesturkjördæmi (þar sem atkvæði að baki hverjum þingmanni eru tæplega 5000 en t.d. tæplega 3000 í Suðurkjördæmi).  Ég tek undir með þingmanninum MT að sjálfsögðu ætti að gilda eitt atkvæði  versus einn kjósandi.

Hins vegar varð ég fyrir vonbrigðum með þann sama þingmann þegar kom að kosningum í fastanefndir Alþingis því þá tóku allir þingmenn Borgarahreyfingarinnar þá ákvörðun að spyrða sig við stjórnarsinna og skekktu þar með lýðræðisleg úrslit kosninganna þann 25. apríl. Þeir skekktu úrslitin með þeim hætt að Sjálfstæðisflokkurinn missti þrjá nefndarmenn og Framsóknarflokkurinn 2.

Þetta kalla ég að nota lýðræðið þegar hentar og það hentar mér ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Þór Strand

Er vægi og arðrán Reykjavíkur á landsbyggðinni ekki þegar orðið allt of mikið?  Má kannski ekki segja að það sé eðlilegt að Reykjavíkurkjördæmin bæði og Suðvesturkjördæmi hafi 2 til 2,5 falt minna vægi en hin.  Þarna var bruðlið mest og afæturnar flestar.

Það væri líka kannski ráð fyrir landsbyggðina að loka við Hvalfjarðargöng, Hellisheiði og Kúagerði og stofna nýtt lýðveldi án höfuðborgarsvæðisins, sem gæti svo í framhaldinu gengið í ESB og lifað á því, en við fengið að lifa í friði fyrir þeirri veruleikafyrringu sem þarna er í gangi. 

Kannski væri líka gott fyrir ykkur þingmenn að muna að þið eruð ekki ráðamenn heldur þjónar og eigið því að byrja á að lækka launin ykkar niður í lægsta taxta því ekki eigið þið meira skilið ef miðað er við það sem frá ykkur kemur.

Einar Þór Strand, 24.5.2009 kl. 18:18

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Sveitarstjórnir á landsbyggðinni verða þegar í stað að taka sig saman í andlitinu og fara að gæta hagsmuna sinna umbjóðenda.Svæðið kringum Seltjarnarnesið er búið að setja landið á hausinn og nú heimtar þetta lið að landsbyggðin afhendi þeim öll völd í landinu.Skipta þarf landinu upp í fylki með breytingum á stjórnarskrá þar sem kemur skýrt fram að höfuðborgarsvæðið hefur aðeins vald til að stjórna málum á sínu svæði.Mér líst vel á tillögu Einars Þórs um að sett verði upp girðing við Kúagerði svo ráðleysisliðið og afæturnar fari að skilja hverjir það eru sem eiga landið og ætlast til að fá að ráða því.Kv.af Suðurnesjum.

Sigurgeir Jónsson, 24.5.2009 kl. 22:11

3 identicon

þetta er ekki sambærilegt - eins og þú veist náttúrulega.

Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 22:42

4 identicon

Tek undir með þér Ragnheiður, það er mikið óréttlæti falið í því að atkvæði mitt sé minna virði en atkvæði af landsbyggðinni. Einnig er augljós ósanngirnin sem falin er í þessu kerfi gagnvart fólki sem er að reyna að komast á þing. 

borgarahreyfingunni þarft þú svo ekki að vera hissa á þeir eru því miður hluti af núverandi stjórn, reyndar magnað hve fljótir þeir eru að læra á klækina.......ætli Össur sé að kenna þeim.

Elías Pétursson (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 00:28

5 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Ég óska Sjálfstæðisflokknum til hamingju með 80 ára afmælið 25. maí.

Ég vona að flokkurinn reynist liðtækur í því að rétta 58.202 kjósendum í Suðvesturkjördæmi hjálparhönd við að ná fullum kosningarrétti. Á þessum tímamótum er SV-kjördæmi, heimakjördæmi formanns flokksins og vonandi að hann láti þetta ekki líðast á sinni heimaslóð.

Kjósendur í SV-kjördæmi hafa nú 1/2 atkvæði miðað við íbúa í Norðvesturkjördæmi, svo dæmi sé tekið. Í raun má segja að 29.101 kjósandi hafi atkvæðisrétt í SV-kjördæm, en 29.101 kjósandi sé án atkvæðisréttar. Kjósendur í NV-kjördæmi eru 21.293.

Getur þingkonan komið því til leiðar að nefndarálit kjörbréfanefndar verði birt á vef Alþingis eins og venja er? Svo kjósendur geti glöggvað sig á málinu.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 25.5.2009 kl. 23:05

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband