Grímuklætt eða grímulaust!
20.4.2009 | 23:26
Þegar grímuklætt fólk ryðst inn á kosingaskrifstofur sumra flokka en ekki allra til þess eins að eyðileggja þá kemur ýmislegt upp í hugann. Fyrst verður mér hugsað til þess þegar grímuklætt fólk ruddist inn í Alþingishúsið og fannst slíkt athæfi við hæfi. Í öðru lagi þegar grímuklætt fólk veittist að lögreglunni fyrir framan Alþingishúsið og þótti það í lagi. Í þriðja lagi velti ég því fyrir mér af hverju sumar kosingaskrifstofur sluppu við innrás og eyðileggingu. Var það tilviljun ein sem því réði? Varla.
Ég verð að viðurkenna að mér koma í hug aðferðir STASI og KGB, hvar aðeins ríkti ein rétt skoðun og ekkert umburðarlyndi gagnvart öðrum skoðunum. Þar ríkti grímulaust ofstæki, hér kynnumst við grímuklæddu ofstæki. Veit ekki hvort er verra!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:28 | Facebook
Athugasemdir
Kannski voru það þeir sem ráðist var á sem stóðu fyrir þessu..... þeir hafa hagað ser þanning áður þessi góðmenn....
Bara Steini, 20.4.2009 kl. 23:36
Þetta fólk er af sama sauðahúsi og þeir sem kaupa heilsíðuauglýsingar með villandi ef ekki röngum upplýsingum um stefnu vinstri flokkana í skattamálum. eini munrin er sa að sumir fara á staðinn og dreifa skít og þar með hætta á að verða gripnir á meðan hinir sem senda bara skít frá sér í tölvupósti. hvorutveggja er skítkast. og báðum hópum til minnkunar.
Tjörvi Dýrfjörð, 20.4.2009 kl. 23:39
Hvað skyldi þessum vitleysingum hafa verið borgað fyrir að láta þetta líta út fyrir að vera vinstri sinnar? Það trúir því ekki nokkur maður að þessi fífl hafi verið send af VG. Svona vinna undirróðurs meistarar. Kallast smear campeign. Let them deny it.
Davíð Löve., 20.4.2009 kl. 23:39
Það er óskop lágkúrulegt þegar fólk veitist að öðrum til að valda því og eignum þess tjóni og felur andlit sitt með grímu til að þekkjast ekki. En ennþá ómerkilegra er þegar þegar tjónþolinn bendir síðan út í loftið og ásakar aðra um ódæðið með tilhæfulausum og órokstuddum áróðri. En þú mátt þó eiga það að þú gerir það undir nafni þú hefur þó það umfram ódæðismennina.
Þorvaldur Guðmundsson, 20.4.2009 kl. 23:56
Er alþingismaður
HAHAHAHHAHAHAHAHAHAA
Bara Steini, 21.4.2009 kl. 00:41
,,Ég verð að viðurkenna að mér koma í hug aðferðir STASI og KGB, hvar aðeins ríkti ein rétt skoðun og ekkert umburðarlyndi gagnvart öðrum skoðunum."
Þetta er eins og copy-paste-að úr huga mínum, þegar ég hugsa um Sjálfstæðisflokkinn, hvernig hann hefur verið síðastliðin nokkur ár, hvernig þetta hefur komið betur og betur í ljós síðustu mánuði og þá örfáu ,,foringja" sem þar öllu ráða í reynd, náði hámarki á síðasta Landsfundi þegar ESB vilji Bjarna Ben var brotinn með valdi.
Nú síðast yfirlýsingar BB. að enginn fari inn í ESB nema með samþykki FLokksins og ,,öllum ESB-sinnum væri hollast að kjósa FLokkinn". ,,Annars hafi þeir verra af", ,,FLokkurinn muni sýna sama vald og hann sýndi þegar hann kom í veg fyrir mögulega ESB aðild í stjórnarskrármálinu um daginn", ,,af því Jóhanna ögraði FLokknum".
Allt orð BB. Sem reyndar var svo augljóst að allir vissu en enginn viðurkenndi. Eins og í bíómynd með handriti sem ekki stenst.
Framganga FLokksins frá hruni, og það sem hefur verið að koma í ljós varðandi algera vanhæfni hans til eftirlits með hagkerfinu og hvað var í gangi bakvið tjöldin allan tímann, hefur orðið til þess að ég kýs þenna hrylling sennilega aldrei aftur.
Stasi og KGB? Ein rétt skoðun? Skoðanakúgun? Kúgun? Misnotkun valds? Vanhæfni? Og nú síðast, jafnvel mútuþægni?? Hefnigirni? Hagsmunagæsla fárra? Umbun flokkshollra? .....?
Margur heldur mig sig, sagði einhver.
Talandi um Stasi og KGB. Í alvöru Ragnheiður.??
Sverrir (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 15:49
Þú varst ein af ástæðunum fyrir því að ég ætlaði að halda áfram að kjósa x-d. Nú fyrir stuttu kom í ljós að þú hefur verið á spena ( keypt ) af Baugi. Þú hneykslast á grímuklæddum ungmennum en á sama tíma og þú ert til sölu. Gerðu öllum okkur greiða og snúðu þér að öðru en að vinna fyrir okkur á þingi. Þú og þínir líkir eru m.a. ástæðan fyrir því hvernig er komið fyrir okkur. Vík burt ! Við höfum annað að gera en að sinna spilltum farþega einsog þér. Kveðja.
H Jónsson (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 17:54