Skuldir upp á borðið líka

Það hefur heldur betur blásið um Sjálfstæðisflokkinn síðustu daga og ekki að ósekju. En í umræðunni um styrki til þess flokks þá hefur berlega komið í ljós að á þessum tíma voru stjórnmálaflokkar að þiggja styrki frá "auðmönnunum" svokölluðu og fyrirtækjum þeim tengdum. En misháar upphæðir,rétt er það,  en er það ekki allt jafn siðlaust í raun á þeim sama tíma sem verið er að samþykkja lög um hið gagnstæða? En í þessari umræðu þá hef ég virkilega velt því fyrir mér hvort ekki væri rétt að allir stjórnmálaflokkar upplýsi um skuldir sínar og hverjum þeir skulda. Það kynni að skipta máli eða hvað?   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Egilsson

Hvert fóru skuldir Íslandshreyfingarinnar? Þær munu hafa numið rétt undir 29 m.kr. í árslok 2007. Fóru þær ekki með Margréti yfir til Samfylkingarinnar? Hefur ekkert verið rætt um það?

Hvað með meint hagsmunatengsl fyrrv. form. Samfylkingarinnar vegna hennar beinu beiðna um fjárstyrk? Hvar er siðferðin nú?

Jónas Egilsson, 14.4.2009 kl. 23:47

2 identicon

Þessi umræða er á svolitlum villigötum. Allir flokkar hafa þegið styrki frá stórum og smáum fyrirtækjum, eru því allir undir sama hattinum. Það er aftur á móti algert dómgreindarleysi forustumanna sjórnmálaflokks að móttaka styrk af þessari stærðargráðu.   Umræðan ætti frekar að beinast að þeim starfsmönnum almenningshlutafélaga sem án samþykkis stjórnar eða aðalfundar, taka fé úr sjóðum og afhenda einhverjum útí bæ. Þetta minnir svolítið á fjárdrátt eð sjálftöku verðmæta. Ég sé ekki ástæðu til að hætta að gefa Sjálfstæðisflokknum athvæði mitt út af þessu máli.

Sigurður S. Bárðarson (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 00:05

3 identicon

 í grein um skuldir flokkanna kom fram að heildarskuldir flokkanna voru um 457 milljónir - að mig minnir

Hvað skulduðu Sjálfstæðisflokkur og VG??

Varðandi styrki og skuldir - hvað eru þetta háar upphæðir pr. þingmann??

Ef skuld  Framsóknar var kr. 154 milljónir en Samfylkingar 124 - eins og fram kemur í fréttinni -þá er eitthvað mikið að.

Frjálslyndir 30 ??????  = 308 - mismunur  --- 167 ---- að Framsókn hafi skuldað nálægt því sömu upphæð og VG og Sjálfstæðisflokkurinn samanlagt ?????????  skv fréttinni skulduðu VG og Sjálfstæðisflokkurinn 167 milljónir samtals án þess að það væri sagt - EN FRAMSÓKN 154 MILLJÓNIR

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 01:45

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Ég sef rólegur yfir þessu - kemur ekki til með að breita því sem ég hef kosið

Jón Snæbjörnsson, 15.4.2009 kl. 09:15

5 identicon

Eigið fé Sjálfstæðisflokksins er um 400 milljónir, eignir flokksins eru metnar á ríflega 400 milljónir. Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn með jákvætt eigið fé. Það er auðvitað fyllilega rökrétt að flokkur sem hefur fengið ómæld framlög frá fyrirtækjum og vel stæðum einstaklingum í gegnum árin standi best að vígi fjarhagslega og skuldi minnst. Þó það nú væri. Kannski breytist þetta eitthvað núna þegar múturnar verða endurgreiddar í stórum stíl. Kannski ekki. Kannski finna þeir nýjar og áþúr óþekktar leiðir í "styrkjakerfinu" sínu. Vísir væru þeir til.

Björn (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 09:35

6 identicon

Sigurður E segir hér að ofan:

"Umræðan ætti frekar að berast að þeim starfsmönnum almenningshlutafélaga sem án samþykkis stjórnar eða aðalfundar taka fé úr sjóðum og afhenda einhverjum úti í bæ".

Mér finnst mjög skiljanlegt að það sé rætt um fjáröflunaraðferðir stjórnmálaflokkanna en mér er með öllu óskiljanlegt hvað lítið virðist hafa verið rætt um hvort "styrkveitendunum" hafi verið heimilt að ráðstafa fjármunum almenningshlutafélagssins sem þeir störfuðu hjá  á þann hátt sem þeir virðast hafa gert.

Agla (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 11:33

7 identicon

Flokkarnir fengu hundruði miljóna úr vösum skattgreiðenda í styrki.

Þeir létu það ekki nægja heldur freistuðust til að þyggja mútur af fyrirtækjum í ofanálag.

Ragnheiður - farðu nú og bjóddu þig fram í einhverjum heiðarlegum flokk.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 22:52

8 identicon

Þú varst ein af ástæðunum fyrir því að ég ætlaði að halda áfram að kjósa x-d. Nú fyrir stuttu kom í ljós að þú hefur verið á spena ( keypt ) af Baugi. Þú hneykslast á grímuklæddum ungmennum en á sama tíma og þú ert til sölu. Gerðu öllum okkur greiða og snúðu þér að öðru en að vinna fyrir okkur á þingi. Þú og þínir líkir eru m.a. ástæðan fyrir því hvernig er komið fyrir okkur.  Vík burt ! Við höfum annað að gera en að sinna spilltum farþega einsog þér. Kveðja.

H Jónsson (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 17:58

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband