Hvað vilt þú?

 

Við erum vonandi öll sammála um að brýnustu verkefni okkar nú séu að koma bankakerfinu á fætur, atvinnulífinu í gang og heimilunum til bjargar. En hverjar eru leiðirnar?

Skilvirkt bankakerfi er forsendan og því verður að ljúka við endurskipulagningu fjármálakerfisins hið fyrsta, breyta gildandi peningastefnu og afnema höft á gjaldeyrisviðskipti.

Athafna- og einstaklingsfrelsi er forsenda öflugs atvinnulífs og ég hafna öllum nýjum sköttum á atvinnulíf og einstaklinga því ég tel að þeir muni draga þrótt úr fólki og fyrirtækjum. Ég hafna einnig miðstýringu og ríkisvæðingu vinstri manna því hún grefur undan athafnafrelsi þjóðarinnar og þar með hagsæld hennar.

Það er rík hefð fyrir því á Íslandi að fjölskyldur fjárfesti í sínu eigin húsnæði og nú á þessum erfiðu tímum verður að grípa til róttækra aðgerða til að koma í veg fyrir að einstaklingar og fjölskyldur missi heimili sín vegna tímabundinna fjárhagserfiðleika. Ég styð þá tillögu að íbúðareigendur geti lækkað greiðslubyrði sína um allt að helming í þrjú ár og framlengt lánstímann á móti. Jafnframt þessu verði hugað að höfuðstólslækkun lána til að mæta þeim forsendubresti sem orðið hefur í hagkerfinu. Hér erum við fyrst og síðast að tala um ungt fólk sem hugsanlega fer úr landi ef ekkert er aðgert og mannauðurinn verður aldrei metinn til fjár. Sértækar aðgerðir kosta en þær munu skila sér.

Í kosningunum 25. apríl verður kosið á milli hugmyndafræði hægri manna og vinstri.

  • Hugmyndafræði hægri manna er fólgin í því m.a að athafna - og einstaklingsfrelsi sé forsenda öflugs atvinnulífs sem aftur er frumforsenda þess að hægt sé að verja heimilin og grunnstoðir velferðar- og menntakerfisins.
  • Hugmyndafræði vinstri manna er fólgin í því m.a að miðstýring og ríkisvæðing verði ríkjandi skipan, afskipti hins opinbera á öllum sviðum, hækkun ríkisútgjalda og skatta til að hægt sé að verja velferðar - og menntakerfið.

Það er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að standa vörð um sjálfstæðisstefnuna því hart er sótt að henni nú. Gerum upp fortíðina en kjósum til framtíðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Ragnheiður - ég er afar þakklát fyrir sjálfstæðismann eins og þig þótt þann flokk gæti ég aldrei stutt.  Ég er hins vegar alin upp á miklu sjálfstæðisheimili og.... þar var réttlæti og jöfnuður algerlega númer eitt.  Þess vegna hef ég lent í því að vorkenna þeim sjálfstæðismönnum sem þannig eru þenkjandi - þ.e. eins og flokkurinn var fyrir 20 árum síðan.  Mér finnst eins og það fólk eigi hvergi heima í dag.

Ég verð að segja mín ágæta að flokkurinn er svo gjörsamlega að klúðra öllu.  Því ætti eitthvað af ykkar stefnumálum - að vera satt eða gerlegt - nýjasta dæmið er þetta mjög svo flausturskennda og fávísa bragð að ætla að taka Evru upp einhliða með aðstoð AGS.  Það var sorglegt að hlusta á nöfnu þína í kvöld á Borgarafundi hvernig hún svaraði af algerri vitleysu eða engu um komandi peningamálastefnu - en þú Ragnheiður - minnir mig oft á fólkið í ,,gamla sjálfstæðisflokknum - sem var fyrir utan þetta frjálshyggju-prump eins og ég kalla það - en mér finnst þú halda fremur í gömlu gildin - og ég held að þú þurfir að berjast eins og ljónynja.

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 21.4.2009 kl. 01:47

2 identicon

Að taka upp evru einhliða er bara bull og tefur bara fyrir jákvæðri þróun hérna.

Eina leiðin er að ganga í evrópusambandið en auðvitað þarf að kynna fólki hvað ESB hefur að bjóða, það er bara sanngjarnt og löngu kominn tími til að fólk fái að vega þetta og meta sjálft  en því miður þá höfum við einn nokkuð stóran stjórnmálaflokk sem hugsar fyrst og fremst um flokkshagsmuni framar þjóðarhagsmunum og er orðinn þvílíkur dragbítur að það hálfa væri helmingi meira en nóg. Vonandi fær Sjálfstæðisflokkurinn þá rassskellingu sem hann á skilið í komandi kosningum.

Þröstur (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 09:37

3 identicon

Sæl Ragnheiður.

Ég er sammála henni Ölmu hér að ofan,  nema ég hef verið flokksbundin sjálfstæðismaður til margra ára en því miður þá er stefnan hjá ykkur núna þannig að ég get ekki kosið flokkinn. Ég var þokkalega stæður peningalega fyrir hrun en í dag er ég með fyrirtæki sem rétt tórir, er skráður fyrir 2 fasteignum en á ekkert orðið í þeim, þetta eru afleiðingar vegna peningastefnu sjálfstæðisflokksins undanfarin ár og því miður ætlið þið ekkert að gera neinar breytingar til að laga þetta ástand, það eina sem hægt er að gera er að fara í aðildarviðræður um ESB og ef við fáum ekki góðan samning þá er hægt að fella hann í þjóðakostningu. Þetta vantar hjá sjálfstæðisflokknum, það vantar stefnu..  Ég óska þér góðs gengis í kostningunum og vona að þú og flokkurinn takið breytingum

kær kveðja.

Sævar Matthíasson (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 12:02

4 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

ESB

Manni er farið að gruna að sambó hafi lofað ESB ráðherrunum eitthvað og þegið mútur styrki frá ESB í staðin og sama má sega um formenn ASÍ og marga aðra sem lofa ESB í hástert allavega er þetta fólk ekki að hugsa um hag þjóðarinnar það er einhverjar skrýtnar kendir þar að baki!!!!Afhverju vill þetta fólk ekki ræða um Dollar sem gengi fljótar fyrir sig og ekki þarf að láta fullveldi landsins á móti einsog sambó og ASÍ vilja gera.Það þarf ekki að fara í aðildarviðræður við vitum um 98% reglunum og hvað við fáum en það eru þessi 2% sem eru aðalmálið og allt snýst um .Það er nóg að senda 2 fúlltrúa þarna út til Brussel með eitt bréf sem í stendur þetta er það sem við viljum halda að fullu hér semsagt fiskimiðin-landbúnaðurinn-og okkar dýrmæta orka og náttúra og hvað viljið þið gera?ekki einfaldara.Og svarið verður stutt og laggott frá ESB farið bara heim aftur við höfum ekkert við ykkur að tala.Muna bara að kjósa ekki þennan spyllinga flokk sem vil afsala okkar sjálfstæði.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 21.4.2009 kl. 18:17

5 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Það er nú ömurlegt að geta ekki rökrætt um málefni,öðruvísi en að dæma menn mútur bæði stjórnmálamenn og forustumenn verkalýs,það eru léleg rökleysa,ég held nú að Marteinn,ætti að rökstyðja þennan ófróð sem hann skellir á fólk og sakar um stórglæp eins og mútur,sennilega er hann vanur svona vinnubrögðum blessaður,en þú þarft að læra af henni Ragnheiði,hún kann að rökstyðja sín mál,áns þess að skíta náunga út,hún kemur með rök,og hún getur sjálf tekið rökum,reynum að tala vel um annað fólk og virðum það og þær skoðanir,þótt þær séu ekki okkar,þeir sem vilja og styðja ESB (sem ég er alfari á móti) þeir koma með sín rök,benda á galla og kosti þess,við hin sem erum á móti ESB komum með okkar rök, og galla og kosti,en níðum ekki fólk niður sem ekki er sammála okkur,við hlustum á það og gagnrýnum það sem okkur líkar ekki,komu með rök,Marteinn kondu með rök og staffestingu um þessar alvarlegur ásakanir,Ragnheiður þetta er góður pistil hjá þér,fyrir utan þetta skítkast hjá Marteini.Takk fyrir.

Jóhannes Guðnason, 21.4.2009 kl. 19:18

6 identicon

Þú varst ein af ástæðunum fyrir því að ég ætlaði að halda áfram að kjósa x-d. Nú fyrir stuttu kom í ljós að þú hefur verið á spena ( keypt ) af Baugi. Þú hneykslast á grímuklæddum ungmennum en á sama tíma og þú ert til sölu. Gerðu öllum okkur greiða og snúðu þér að öðru en að vinna fyrir okkur á þingi. Þú og þínir líkir eru m.a. ástæðan fyrir því hvernig er komið fyrir okkur.  Vík burt ! Við höfum annað að gera en að sinna spilltum farþega einsog þér. Kveðja.

H Jónsson (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 17:57

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband