Ömurlegt!
9.4.2009 | 00:19
Það verður að segjast eins og er að þessar fréttir um styrki FL Group og Landsbankans til Sjálfstæðisflokksins eru ömurlegar. Það var siðlaust að taka við slíkum styrkjum rétt eftir lagasetningu um hið gagnstæða og með öllu óskiljanlegt að slíkt hafi gerst.
Flokkurinn minn stendur á alvarlegum tímamótum og samhliða því að við förum í uppgjör við fortíðina af því er við töldum, sum að minnsta kosti, af heiðarleik og hreinskilni þá kemur þetta í ljós. Kannski bara gott að það birtist nú en ekki seinna. En það hlýtur að vera skýlaus krafa að ekkert verði nú undanskilið, allt og þá meina ég allt ekki bara sumt, verður að líta dagsins ljós.
Margur verður að aurum api, segir meira en mörg orð, en umhugsunarvert því einhver sem ekki veit aura sinna tal, þeim hinum sama finnst ekkert mál að styrkja stjórnmálaflokk um 25 eða 30 milljónir en það er svona um það bil ársaun grunnskólakennarans í 10 - 13 ár. Þvílíkt og annað siðleysi ég segi og skrifa og ekki minna þeirra sem við taka
Slík viðhorf og vinnubrögð eru óásættanleg.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mín kæra Ragnheiður.
Við höfum átt gott samstarf, sem aldrei hefur borið skugga á og ég veit svo mæta vel hvaða manneskju þú hefur að geyma. Þú ert hrein og bein, skorinort og skírmælt.
Það er gott veganesti fyrir þig og þína og alla þá sem reyða sig á þig og á allt það sem þú hefur fram að færa.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Tungunni.
Karl Tómasson, 9.4.2009 kl. 00:29
Ég tek ofan fyrir þér. Þú ert fyrsti Sjálfstæðismaðurinn sem ég hef lesið á blogginu í kvöld sem ekki reynir að fegra siðleysið.
Anna Einarsdóttir, 9.4.2009 kl. 00:35
Ertu viss um að þú sért í réttum flokki Ragnheiður mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.4.2009 kl. 01:02
Sæl Ragnheiður.
Ég tek ofan fyrir þér.
Kveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 02:23
Sár yfir að þú sért ekki enn búin að átta þig á hve gerspilltur þinn flokkur er og hví fólk er ad flykkjast unnvörpum frá honum. Sjáðu t. d. formannskosninguna. Að leita inn í E-ættina var stórkostlegt.Frá lýðveldisstofnum hafa framsókn og sjallar skipt með ser þeim bitlingum sem hafa verið í boði. Samamber islenska aðalverktaka.Og svo ætlar Geir ræfillinn núna að taka alla sök á sig á klúðrinu til þess að bjarga ykkur úr úlfakreppuni. Vonandi skilur þú hvað éd er að fara. Eg bara nenni ekki aðútlista hlutina of mikið svo eg VValhooppa yfir sviðið
Gunnar Gunnarsson, 9.4.2009 kl. 03:07
Þetta verður þungur kross að bera inn í komandi kosninga.
Kjartan Birgisson, 9.4.2009 kl. 07:47
Leiðari Morgunblaðsins í dag er mjög athyglisverður. Þar er vitnað í ræðu Geirs á þingi þegar hann hafði framsögu um frumvarpið sem m.a. fól í sér að hámarksframlög fyrirtækja skyldu ver kr. 300.000.
Þá sagði Geir: »Ég ítreka það fyrir mína parta að höfuðástæða þess að Sjálfstæðisflokkurinn telur nú brýnt að setja löggjöf af þessu tagi eru þær viðurhlutamiklu breytingar sem orðið hafa á efnahags- og fjármálaumhverfinu á Íslandi sem þó eru í sjálfu sér auðvitað mjög jákvæðar. Við höfum ekki séð nein merki þess í dag að reynt sé með óeðlilegum hætti að hafa áhrif á stjórnmálastarfsemina í landinu af hálfu fjársterkra fyrirtækja eða fjársterkra einstaklinga en við viljum reisa skorður við þeim möguleika áður en slíkt gerði hugsanlega vart við sig [...] Við teljum nauðsynlegt að verja stjórnmálalífið fyrir þeirri hættu að gerðar verði tilraunir til þess að hafa áhrif á úrslit einstakra mála með óeðlilegum hætti.«
ÞREMUR VIKUM SEINNA TÓK HANN VIÐ STYRKJUNUM FRÁ FL OG LANDSBANKANUM - ALLS 55,000,000 KR!
Hjálmtýr V Heiðdal, 9.4.2009 kl. 09:36
Siðalaust ? Ömulegur ? margur verður af aurum api ?
flóknara verður það ekki
Jón Snæbjörnsson, 9.4.2009 kl. 09:37
Heil og sæl Ragnheiður
Góður pistill hjá þér, er svo innilega sammála. Hef séð þetta sjónarmið á fleiri bloggum Sjálfstæðismanna - eðlilega - og sem betur fer. Því ekki má gleyma því að hinn almenni kjósandi Sjálfstæðisflokksins er hópur grandvars og heiðarlegs fólks sem fordæmir svona vinnubrögð.
Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 09:57
Sigrún ritar hér að ofan: "Því ekki má gleyma því að hinn almenni kjósandi Sjálfstæðisflokksins er hópur grandvars og heiðarlegs fólks sem fordæmir svona vinnubrögð"
Nei Sigrún, ekki lengur, því enginn maður með snefil af góðu siðferði mun kjósa Sjálfstæðisflokkinn aftur. Flokkurinn er allavega (löngu) búinn að afsala sér mínu atkvæði.
Sjálfstæðisflokkurinn og han forysta eru einhver þau viðurstyggilegustu sníkjudýr og eiginhagsmunaseggir sem fæðst hafa á íslenskri grund. Svona lið ætti helst að aflífa eins og sært dýr og urða síðan hræin af þeim með almennu sorpi.
bjkemur (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 10:16
Ekki nokkur maður með snefil af siðferðiskenn, að ekki sé talað um skynsemi, mun kjósa Sjálfstæðisflokkinn framar.
Hvað greiddi Alcoa mikið í sjóði Sjálfstæðisflokksins?
En LÍÚ og kvótagreifar?
Hvað greiddu Björgólfur og félagar háa "styrki" til Sjálfstæðisflokksins?
Fáum við einhvern tíma að vita það?
Svarið við því er einfalt: NEI
Flokkurinn mun aldrei upplýsa um styrkjasukk (í öðrum löndum heitir það "MÚTUR") og því mun hinn viti borni maður aldrei nokkurn tíma kjósa flokkinn.
Kjósendur Sjálfstæðisflokks eru annað hvort illviljaðir einstaklingar sem taka eigin hagsmuni og hagsmuni annarra ríkra fram yfir hagsmuni heildarinnar (en það er nú ekkert nýtt) eða illa upplýstir (heimskir?) einstaklingar sem kjósa flokkinn af sömu ástæðu og sumir halda með Manchester United (fer reyndar oft saman í tilfelli Sjálfstæðisflokksins)
Sveinn Örn (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 10:36
Það má heimfæra upp á Sjálfstæðisflokkinn, með smá breytingu, gamalt og gott máltæki:
Af mútugreiðslunum munið þið þekkja þá!
bjkemur (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 11:03
Heyr Heyr Ragnheiður
Ef fleiri þínir líkar verða í forystu flokksins á næstunni þá er von fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Stattu fyrir því að nú verði sópað undan öllum teppum, ekki bara ársins 2006 heldur líka 5-10 ár til baka. Takið þið skellinn núna og komið svo sterkari uppúr öskustónni.
Elfa Jóns (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 11:04
Hárrétt hjá þér Ragnheiður. Ég á ekki orð til að lýsa svekkelsi mínu yfir þessum fréttum. Svona vilja Sjálfstæðismenn ekki vera og við þurfum virkilega að sjá til þess að þetta gerist ekki aftur. Með svona vinnubrögðum skapast jarðvegur fyrir spillingu.
Við flokksmenn verðum að sjá til þess og ábyrgjast að svona verði vinnubrögðin ekki í framtíðinni. Ég skora á hvern og einn sjálfstæðismann að líða aldrei svona vinnubrögð.
Steingrímur Jónsson hér að ofan segir þá flokksmenn sem ekki líða þetta eiga að segja af sér. Þvert á móti, þeir sem taka þátt í svona eiga að draga sig í hlé en ekki hinir í meirihluta sjálfstæðismanna sem vilja heiðarleg og hreinskiptin vinnubrögð eiga að flykkja sér um flokkinn og taka til.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 9.4.2009 kl. 12:43
Ef tiltektin gengur ekki upp þá er skynsamlegt fyrir hreinskilið og heiðarlegt fólk að yfirgefa söfnuð þar sem spilling og mútur ráða ferðinni.
Nú er bara að sjá hvort ekki er fleira í pípunum . . . yfir lengra tímabil allt frá einkavæðingu bankannna og hjá fleiri flokkum . . . .
Það er rétti tíminn til að fletta upp teppunum . . . . og kíkja undir . .
Haltu þínu striki . . . það er gott fyrir pólitík okkar allra - (þó það geti eitthvað tafið fyrir framgangi þínum innan flokksins)
Benedikt Sigurðarson, 9.4.2009 kl. 12:52
Þessar upplýsingar koma á vondum tíma fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Það góða við að þær koma fram nú er að þær verði til að herða enn betur á þeim hundahreinsunum sem eru lífsnauðsynlegar í okkar þjóðfélagi ef hér á að verða lífvænlegt fyrir venjulegt fólk.
Ragnheiður! Í öllum bænum láttu flokkinn senda peningana til einhverra(r) hjálparstofnana, óþarfi að senda þá í botnlausu hítirnar FL og gamla Landsbsankann.
P.s: Þú ert velkominn í Samfylkinguna, ég held þú passir mikið betur þar. Þar er fólk ekki hrætt við að hafa sjálfstæðar skoðanir og þaðan af síður hrætt við að koma þeim á framfæri.!
Jón Ragnar Björnsson, 9.4.2009 kl. 13:07
Verð nú að segja ( þó ég sé ekki í námunda við flokkinn) þá er Ragheiður með skeleggustu þingmönnum flokksins, og þorir að segja skoðanir sínar umbúðalaust oft í vanþökk flokksins.
Finnur Bárðarson, 9.4.2009 kl. 13:45
Já, þetta er siðlaust og algerlega óþolandi.
Guðlaugi bera að víkja strax, af framboðslista og úr stjórnmálum. Það er útilokað að bjóða þjóðinni slíka fulltrúa sem eru vísir að ósannsögli, siðleysi og firringu. Þetta blasir við okkur á hverjum degi í gegnum stöðugar fréttir af óhæfu stjórnmálafólki og svokölluðu athafnafólki. Sjálfstæðisflokknum er ekki stætt á að tefla fram fulltrúum af þessu sauðahúsi.
Má ég líka spyrja: Hver er staða varaformanns Sjálfstæðisflokksins í öllum þessu máli. Hún verður að koma fram á sjónarsviðið, horfast í augu við staðreyndir og tala eins og henni ber án þess að snúa öllu upp í frasa og slagorð. Hún verður að axla ábyrgð á öllu sem hana varðar sem stjórnmálakonu. Hér er hvorki staður né stund fyrir vettlingatök.
Síðasta hálmstrá Sjálfstæðisflokksins er að hreinsa ærlega til.
Sig (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 13:58
Ragnheiður, virðing mín fyrir þér eykst með hverri vegferð þinni.
Þessi óflekkaða barátta þín gegn viðbjóðslegri spillingu sem á bara eftir að afhjúpast meir og meir, er aðdáunarverð.
Dugar mér samt ekki til, til að veita þér brautargengi, myndi samt horfa öðruvísi við er hægt væri að kjósa fólk en ekki flokk.
Sendi þér og þínum líkum innan þessa flokks baráttukveðjur.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 9.4.2009 kl. 13:59
Sú spurning stendur eftir hvað ætlar þú Ragnheiður að gera??
Ætlar þú að halda áfram að hvetja fólk til að kjósa flokkinn þinn?? og þá hvers vegna??
Er það ekki mælikvarði á siðferði íslensku þjóðarinnar að kjósa ekki Sjálfstæðisflokkinn??
Og heldur þú Ragnheiður að þetta sé í fyrsta og eina sinn sem Sjálfstæðisflokkurinn þyggur mútur?? (það bara komst upp núna).
Sigurdur (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 14:10
Ég hef sagt það á bloggsíðu minni að ef svona lagað kemur upp hjá Samfylkingunni þá mun ég segja mig úr þeim flokki, ég mun aldrei leggja lag mitt við óheiðarleika, aldrei. Hvað með þig Ragnheiður, ætlar þú að styðja við flokkinn sem verður uppvís af þessum óheiðarleika.
Finnst ykkur svo ekki furðulegt að Geir hafi elskað flokkinn það mikið að hann seldi æru sína svo ekki félli skuggi á sjálfan FLOKKINN? Ótrúlegt alveg!
Valsól (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 14:11
Ég trúi því ekki eitt andartak að aðeins Geir og Guðlaugur hafi vitað um þessa styrki. Geir er hættur og nú á að fórna Guðlaugi. Mér finnst þetta ansi billeg tiltekt hjá flokknum ef þetta á að nægja til að hvítþvo hann. Ef Guðlaugur víkur þá eiga Illugi og Þorgerður Katrín
að sjá sóma sinn í að fara líka. En ég hef oft velt því fyrir mér af hverju þú ert í þessum spillingarflokk, finnst þú allt og góð fyrir hann.....
Ína (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 14:32
Sæl Ragnheiður,
Góður pistill og þarfur.
bkv
Elías Pétursson (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 14:51
Sjálfstæðisflokkurinn ætti að draga framboð sitt til baka.
Svei!
Einar (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 14:58
Svakalega er Geir H. Haarde sjúkur af meðvirkni. Tekur endalaust á sig ábyrgð á öllu því sem að óþæga deildin hefur gert í gegnum tíðina. Þó að maðurinn sé nú í erfiðri læknismeðferð þá er enn hringt í hann " pabbi, við vorum aftur að klúðra og skíta upp á bak.........getur þú reddað okkur". ER EKKI KOMIÐ NÓG? Hvað ætlar fólk sem að hefur einhvern snefil af sjálfsvirðingu eftir og metur mannorð sitt meir en svo að tengjast þessum flokk áfram að bíða lengi? Ég skrái mig hér með úr flokknum og axla mína ábyrgð á því að hafa kosið þetta lygapakk yfir ykkur hin. Afsakið.
Castro (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 15:10
Heill og sæll Ragnheiður. Enn og aftur sýnir þú í verki að þú ert yfirburða stjórnmálamaður og ég hef ítrekað set fram þá skoðun mína að Sjálfstæðisflokkurinn á "nóg af hæfu fólki - sérstaklega kvenfólki og flokkurinn verður bara að hafa vit á því að virkja konur í flokknum milku betur!" Gríðarlega mikilvægt fyrir flokkinn að "þora að fara í allsherja hreinsun", látið ekki LÍÚ, SA og Verzlunarráð (Herforingjaráð) halda flokknum endarlaust í gislingu! Hafið HUGREKI til að fara "back to basic" - grunngildi flokksins & flest stefnumál (kvótakerfið, græðgisvæðing & blint frelsi undanskilið) eru góð, en flokkurinn hefur bara ekki haft þessi stefnumál í heiðri síðstu 20 árin eða svo!
Það var þannig ekki bara fólk sem brást, heldur brást forysta flokksins, hugmyndafræðingur flokksins (Hannes Hólmsteinn & BLÁSKJÁR) reyndust ekki þessir frábæru snillingar, og það tekur tíma að rétta við flokkinn..! Gefið ykkur allan þann tíma sem þið þurfið, flokkurinn er þvi miður búinn að vera fjársjúkur, en vissir skotulæknar hafa ávalt gefið honum heilbrigðis vottorð, en ÞÚ og fjöldi annar yfirburða sjálfstæðismanna sjá að flokkurinn er eins og nakti keisarinn! Um leið og nakti keisarinn hætti "blindu snopi & ruglu" þá breytist þessi keisari yfir í það að verða aftur GÓÐUR keisari & vitur. Ekkert að því að misstíga sig, aðalatriðið er að flokkurinn hafi "vit og þor" til að vinna sig út úr "bulli & rugli" sem hann hefur staðið fyrir. Go back to basic...! Gangi ykkur mjög vel, það er þjóðar ógæfa þegar stærsti flokkur landsins er fárveikur, enda fór illa fyrir samfélaginu. Ég óska ykkur góðs bata og alls hins besta á komandi árum. Nóg af flottu & frábæru fólki innan flokksins, virkið það til góðra vera fyrir samfélagið, allt samfélagið - stétt með stétt, ekki bara AUÐstétt.
kv. Heilbrigð skynsemi.
Jakob Þór Haraldsson, 9.4.2009 kl. 16:07
Það væri óskandi að menn læsu skýrsluna um fjárframlög til flokkana og gerðu sér grein fyrir því allir flokkar hafa hagað sér. Það er enginn undanskilinn. En hér ætla menn að halda áfram sleggjudómum og vitleysu en ekki að fjalla um málin af heiðarleika og sanngirni, er það rétt að sumir flokkar séu reknir fyrir opinbert fé yfir 70%.
Er það hugsanlegt að fjölmiðlafólk ætli sér ekki að fjalla heiðarlega um hlutina, vegna þess að með samstilltum fjölmiðlalögum þar sem neytendur eru verndaðir t.d. með takmörkun auglýsinga í ljósvakafjölmiðlum sem selja áskrift eins og er víða erlendis - þetta vilja fréttamenn ekki þetta myndi skerða þeirra laun og möguleika.
Munið að hvað er sameiginlegt með þeim sem vilja hærri skatta "Ögmundum þessa þjóðfélags" og útrásarvíkingum,
Jú þessir aðilar vilja taka peningana okkar og eyða þeim eftir sínu höfði.
kv.
Guðmundur
Guðmundur (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 16:25
Skil ekki hvað þú ert að gera með þessum siðvillingum Ragnheiður. Þú átt enga samleið með þeim.
Stefán Benediktsson (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 16:53
Takk fyrir, þú færð amk rokkstig frá mér :)
Einar Þór (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 17:42
Heil og sæl Ragnheiður þú ert yfirburðar stjórnmálamaður að mínu mati en ert bara í röngum flokki. gangi þér allt í haginn
Kjósandi í Suðurkjördæmi (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 17:51
Það er hægt að þakka fyrir að þessar upplýsingar komu fram núna en ekki eftir kosningar. Annars vil ég ekki orða þetta of harkalega því að þú kemur heiðarlega fram í eftirköstum þessa ljóta máls þó að þú sért í Flokknum, en ég vil samt benda þér á að vera mjög þakklát fyrir að þú hafir ekki verið í stöðu Geirs, Gunnlaugs eða einhvers sem kom að mútunum þegar þær áttu sér stað, því einsog flestir róbótanna hafa sýnt okkur frammá í áratugi þá er siðferði ekki til andspænis fyrirskipunum og þrýstingi flokksforystunnar (og hún hefur verið siðlaus amk frá tímum Bjarna Ben). Hugsaðu þér bara, þetta hefði allt eins getað verið þú í þeirra sporum núna...
Gráhildur (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 18:30
Ég gæti ekki verið meira sammála þér Ragnheiður. Nú er ekkert sem heitir að við verðum að hreinsa út það slæma í flokknum. Hinir almennu flokksmenn út um allt land sitja ekki þegjandi undir því að vera sakaðir um spillingu og að þiggja mútur.
Ingólfur H Þorleifsson, 9.4.2009 kl. 19:15
Ávallt ferðu fremst í flokki í þínum flokki, sjáðu nú til þess að menn moki flórinn og það úr öllum hornum
- bestu kveðjur af skerinu fagra til þín og þinna megið þið eiga gleðilega páska
Gísli Foster Hjartarson, 9.4.2009 kl. 20:11
Kæra Ragheiður. Guðlaugur Þór verður að víkja,þar tala ég sem sjálfstæðismaður annars veit ég ekki hvert atkvæði mitt og Konunar fellur.
Vilhjálmur (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 20:41
Sæl Ragnheiður. Óhætt að sjá að ofan að þú nýtur ómældar virðingar fyrir að þora að segja persónulega skoðun þína á skítamálum eigin flokks. Og það hreint og beint. Það er aðdáunarvert hjá þér. Ég hef lengi sagt að það sé "stór" hluti Sjálfstæðisflokksins sem er særður vegna hegðunar ákveðinna afla (manna) í flokknum. Nú treystir þessi hópur á að þú látir ekki kyrrt liggja heldur vinnir af krafti og alúð af því að þvo spillingarstimpilinn af flokknum. Fyrr nær flokkurinn ekki kjörfylgi sitt. Líklegast margir búnir að yfirgefa flokkinn þreyttir á einræði, vafasömum tengslum við fjármálagosa og spillingu. Þessi frétt var olía á þann eld. Að láta Geir stíga fram og lýsa yfir ábyrgð var gamaldags lumma og virkar ekki. Fólk vill sannleikann og heiðarleika. Lágmarkskurteisi að sýna fólki þá virðingu. Bestu kveðjur og gangi þér vel í kosningabaráttunni og komandi kosningum.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 20:56
Sæl Ragnheiður.
Takk fyrir þennan hreinskilningslega pistil. Eftir að hafa hlustað á kvöldfréttir ljósvakamiðlanna er ljóst að félagar þínir fara endalaust undan í flæmingi. Þín góða viðleitni dugar því skammt. Upp á borðið með allan ósómann - það er eina vonin ykkar.
Kveðja, Ásgeir
Ásgeir Eiríksson (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 21:12
Þetta er vissulega ömurlegt. Kemur ljótu orði á flokkana og eykur kröfuna á því að nú komi stjórnlagaþing án afskipta þingflokkana. Setja þarf þingmönnum reglur til að fara eftir og þjóðin treystir ekki þingflokkum sem haga sér svona til að setja sér siðareglur.
Sjálfstæðismenn þurfa nú ærlega að taka til í sínum kofa því ég hef enga trú á því að alli flokksfélagar sætti sig við þennan sóðaskap. Mug grunar að sóðarni séu bara brot af félagsskapnum en þessu broti hefur tekist að koma óorði á allan félagsskapinn.
Offari, 9.4.2009 kl. 21:52
Sæl Ragnheiður og til hamingju. Það þarf kjark og stórmennsku til að standa á sínu. Það þarf hugrekki til að gagnrýna vini sína og félaga þegar þeir fara af leið. Við þurfum einmitt stjórnmálamenn með þessa eiginleika á íslandi í dag. Það hefur aldrei verið nauðsynlegra fyrir þjóðina að eiga hugrakka sjálfstæða þingmenn sem í dag. Ég er ekki sjálfstæðismaður langt því frá en ég met heiðarleika og hugrekki hvar í flokki sem það finnst. Gangi þér vel.
Tryggvi Marteinsson (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 22:05
Það er með ólykindum að sjálfstæðisflokkurinn hafi ráfað inní þennan skíta pott .Ég mikið efins um að allt sé komið fram hvað varðar ástæður þess að allt þetta fjármagn var sent til flokksins frá andstæðingum Davíðs Fl-group var ekki verið að bera fé á flokkinn til að fá þægilega úrlausn á einhverju útrásarverkefni?
Viðar Jónsson. (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 22:11
Og hvað ætlar þú svo að gera í málunum annað en að pústa hér á blogginu,
var að velta fyrir mér næsta skrefi hjá þér, bíð spennt !
Heiður (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 22:20
Ég vonast eftir fjöldaúrsögn úr FLokknum úr þessu. Nú, eða (Val)hallarbyltingu...
Góð skrif, en duga ekki ef málinu er ekki fylgt eftir með róttækum aðgerðum, og þá er ég ekki að tala um "fórnum bara veika manninum og litla REI prinsinum" aðgerðum.
B Ewing, 9.4.2009 kl. 22:54
Er Sjálfstæðisflokkurinn sá eini sem fékk styrki....enginn hinna????
Nei Ragnheiður fer ekki í annann flokk,og sýst í Samfó.
Halldór Jóhannsson, 9.4.2009 kl. 23:07
Þessi skrif þín bera nokkurn keim af lýðskrumi og loddaraskap. Þú berð heimilisbölið svolítið á torg, ekki satt? Var þér ofraun að ræða málið við formann og framkvæmdastjóra flokksins og leita eftir skýringum? Eða lá mikið við að láta fólk vita að þú væri nú ekki "eins og þeir", þessir spilltu? Mér gefst að minnsta kosti færi á að strika yfir nafn þitt á kjörseðlinum, því mér geðjast ekki að tækifærismennsku.
Gústaf Níelsson, 10.4.2009 kl. 01:14
Ég verð bara að segja þér Gústaf að mér finnst athugasemd þín ömurleg líkt og umræðuefnið. Ragnheiður hefur fullan rétt á að vera reið eins og mestur hluti þjóðarinar.
Offari, 10.4.2009 kl. 01:55
Sammála Offari, síðasta ræðumanni; það er fáránlegt hjá Gústafi Níelssyni að halda að FL-okkurinn sé svo helgur að innanbúðarfólk megi ekki gagnrýna það sem aflaga fer? Ragnheiður ber ekki bölið á torg, bölið blasir við alþjóð hvort sem Ragnheiður leggur orð í belg eður ei - hún er kona að meiri fyrir að segja álit sitt og skinhelgir flokksnatar með sitt gjamm fá þar engu breytt.
Sem hægrisinna maður í anda segi ég með sann að það eru mörg kýlin á Sjálfstæðisflokknum sem skera þarf burtu um þessar mundir enda fátt sameiginlegt með gerðum frammámanna hans síðustu árin og stefnu flokksins.
Það má ekki gefa málstaðinn upp á bátinn - það þarf að skrapa skítinn á brott og enga handvömm! Jafnvel þó það sé ekki vinsælasta skoðunin nú um stundir.
Jón Agnar Ólason, 10.4.2009 kl. 02:56
Gústaf:
Þú ætlar semsagt að strika yfir manneskju sem fordæmir þessa spillingu.
Það segir nokkuð mikið um þig kunningi.
ThoR-E, 10.4.2009 kl. 04:35
Þú átt hrós skilið..
Ég hef alltaf metið þig fyrir hve heiðarleg þú ert og segir hlutina eins og þeir eru. Þess væri óskandi að þú værir formaður þessa flokks og í meiri valdastöðu.
Brynjar Jóhannsson, 10.4.2009 kl. 06:28
Tek ofan fyrir þér fyrir þennan pistil. Við þurfum á svona stjórnmálamönnum að halda. Verst að þú ert í röngum flokki. En það er mikið gott að vita af fólki eins og þér á Alþingi okkar Íslendinga, hvar svo sem það stendur í pólitíkinni.
Hólmfríður Gísladóttir (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 11:52
Gengur "ófrægingar-herferð" Samfylkingarinnar ekki bara vel ?
Þessi umræða um dugnað Sjálfstæðismanna við að fjármagna rekstur sinn, er gott dæmi um hvernig Samfylkingin beitir "smjörklípu-aðferðinni". Á ensku nefnist þetta "smear champaign". Hvað ætli Samfylkingin sé búnir að liggja lengi á þessum upplýsingum ? Hvernig ætli Samfylkingin hafi aflað þessara upplýsinga ?
Mín afstaða er sú að allar greiðslur frá fyrirtækjum orki tvímælis, hvort sem þær eru smáar eða stórar. Upphæðir eru afstæðar og bara Samfylkingar-hræsnarar sjá ávallt flísina í auga náungans. Ég skrifaði pistil um málið, þar sem ég sagði:
Fjárframlög til stjórnmálaflokka frá fyrirtækjum ætti að banna !
Loftur Altice Þorsteinsson, 10.4.2009 kl. 12:23
Loftur.
"Fjármögnun Evrópusambandsins á Samfylkingunni" ?
Hvað hefur þú fyrir þér sem styður þessa fullyrðingu ?
Er þetta ekki bara samsæriskenning gripin úr lofti ?
Anna Einarsdóttir, 10.4.2009 kl. 15:11
Anna, Evrópusambandið beitir öllum brögðum til að fá þjóðir til fylgilags. Spurningin er bara hversu nákvæmt þeir fylgja einhverri lagalegri eða siðferðilegri línu. Óhemju fjármunum er varið til áróðus, en ESB nefnir það auðvitað kynningu.
Að Bifröst er Evrópusetur, undir stjórn ESB-sinnans Ágústs Einarssonar og síðan eru Evrópusamtökin undir stjórn ESB-sinnans Eiríks Bergman Einarssonar. Hvernig þessar stofnanir eru fjármagnaðar er óþekkt og hvernig þær tengjast Samfylkingunni er óljóst.
Án rannsóknar verður erfitt að sanna hvaða leiðir fjármunir streyma frá ESB, en öllum má vera ljóst að ESB leggur mikið kapp á inngöngu Íslands.
Tíðar heimsóknir Evrópskra "sérfræðinga" eru einnig mikið áhyggjuefni. Þá er vitað að fjölmargir Íslendskir ESB-sinnar fá fjármuni frá Evrópusambandinu, í einu eða öðru formi. Koma þarf á fót rannsóknarnefnd með miklar valdheimildir til að rannsaka þetta mál allt.
Loftur Altice Þorsteinsson, 10.4.2009 kl. 16:41
"Ef ég hef gert eitthvað rangt, þykir mér það leiðinlegt."
Jóhann (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 20:45
Það var alveg með ólíkindum að heyra Formanninn,Hann Bjarna Ben harma það í fréttum í dag að honum þætti það leitt að þetta skyldi vera dregið fram í dagsljósið akkúrat núna á þessum viðkvæma tíma,..HVAÐ HELDUR BJARNI BENEDIKTSSON AÐ ÞJÓÐIN SÉ,HVAÐ ER HANN AÐ FARA MEÐ ÞESSU TALI..ÞÁ KEMUR SPURNINGIN:SEGIR ÞESSI ORÐ HANS EKKI ALLT SEM SEGJA ÞARF UM ÞENNAN FORMANN,HVERNIG ER HÆGT AÐ TREYSTA MANNI SEM TALAR SVONA,ÁTTI BARA AÐ ÞEGJA FRAM YFIR KOSNINGAR.NEI ÞAKKIÐ BARA FYRIR AÐ ÞETTA KOMST UPP NÚ. TEK HATT MINN OG HÚFU OFAN FYRIR ÞÉR RAGNHEIÐUR,ÞÚ HEFIR ÁÐUR ÞORAÐ AÐ TALA.
Númi (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 23:40
Verst að þetta kom uppá á þessum tímapunkti:sagði Bjarni,það má ýmislegt lesa útúr þeim orðum líkt og í pistli fyrir ofan þennan.XD agalaust batterí.
Númi (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 21:13
Loftur:
Þið eruð hálf brjóstumkennanlegir þið sjálfstæðismenn, sem farið um bloggið reynandi að verja þessa spillingu og það siðleysi sem sjálfstæðisflokkurinn er sekur um.
Kosningaósigur Sjálfstæðisflokksins er sigur Íslands.
ThoR-E, 11.4.2009 kl. 21:49
Með fullri virðingu fyrir þér Ragnheiður.
ThoR-E, 11.4.2009 kl. 21:50
Þakka þér fyrir vingjarnlega kveðju AceR.
Er það spilling og siðleysi, að ég og margir fleirri Sjálfstæðismenn viljum að fyrirtækjum verði bannað að styrkja stjórnmálaflokka ?
Við vildum setja slíkt ákvæði í lögin um fjármál stjórnmálahreyfinga, sem tóku gildi 01.01.2007. Samfylkingin kom í veg fyrir að það var gert og er líklega ennþá sama sinnis.
Gengur ekki "smjörklípu-sókn" Samfylkingarinnar alveg bærilega ?
Loftur Altice Þorsteinsson, 11.4.2009 kl. 22:13
Samfylkingarfólk hefur það bara býsna náðugt um páskana því Sjálfstæðisflokkurinn sér alveg sjálfur um að tæta af sér fylgið.
Ég hef aldrei verið jafn ánægð með ykkur.
En í alvöru talað...... Ragnheiður og Loftur....... það er vel leyfilegt að skipta um skoðun á lífsleiðinni. Lífið er síbreytilegt. Pólitíkin er síbreytileg. Allt vel þenkjandi fólk skoðar hug sinn með tilliti til aðstæðna hverju sinni.
Góðar stundir.
Anna Einarsdóttir, 11.4.2009 kl. 22:36
Loftur, ekkert illa meint.
Málið er bara að þessi frétt um tugmilljóna "styrk" frá útrásarvíkingunum, nokkrum mánuðum eftir að þessir sömu útrásarvíkingar leggja efnahagskerfi þjóðarinnar í rúst. Að svona tengsl hafi verið milli flokksins og þessara glæpamanna, fer ekkert vel í kjósendur. Sennilega hafið þið misst 10prósent. Kæmi mér ekkert á óvart.
Og að þið séuð að reyna að verja þetta, og benda á aðra flokka og.. lygarnar. Fyrrverandi framkvæmdastjóri sagðist hafa heyrt um þennan styrk í fréttunum eins og aðrir. En síðan kemur það í ljós að þegar endurskoðandi flokksins setti út á þessa styrki, að þá hunsaði hann þá ábendingu. Þannig að augljóslega vissi maðurinn af þeim .. og heyrði það EKKI í útvarpinu.
Að þið séuð að verja svona siðlausa einstaklinga á öllum síðum .. finnst það bara brjóstumkennanlegt.
Allir hafa séð í gegnum þetta.. bara því miður.
ThoR-E, 11.4.2009 kl. 23:01
Þegar forysta Sjálfstæðsflokksins er farin að viðurkenna að fyrrv. framkvæmdastjóri flokksins og núverandi miðstjórnarmaður hafi logið ítrekað að kjósendum að þá er nú lítið eftir að verja.
http://visir.is/article/20090411/FRETTIR01/596266990
Ef að kjósendur vakna ekki við þetta, að þá er eitthvað mikið að !!!
ThoR-E, 11.4.2009 kl. 23:04
Ef það er eitthvað að marka þig og það sem þú segist standa fyrir, skaltu umsvifalaust yfirgefa FL-okkinn og stofna nýjan flokk - sá gamli er búinn að vera. Nú eru tímamót - ef þú grípur ekki tækifærið þá ertu samsek í sukkinu og mútuþægninni. Eftir þessar uppljóstranir verður ekki hægt að "ávinna traust" á ný. Bláköld staðreynd.
Rex (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 23:26
Mér finnst AceR, að þú einfaldir málið of mikið og komist þess vegna að rangri niðurstöðu. Eða getur verið að þú gefir þér niðurstöðuna fyrirfram ? Hvorugt er heiðarlegt.
Getur verið að þér sé ekki ljóst að allir stjórnmálflokkar hafa stundað sníkjur hjá fyrirtækjum og að allir flokkar hafa fengið fé hjá FL Group og Landsbankanum. Nú kemur í ljós, að ekki hafa allir fengið sama skammtinn og öfundin fyllir menn heift. Er það málið ?
Er þér kunnugt um AceR, að 2006 fekk Samfylkingin til dæmis styrk frá FL Group: 3.0 milljónir, Landsbankanum: 4.0 milljónir og Kaupþingi: 5.0 milljónir Króna?
Ég spyr þig aftur AceR:
Við vildum setja slíkt ákvæði í lögin um fjármál stjórnmálahreyfinga, sem tóku gildi 01.01.2007. Samfylkingin kom í veg fyrir að það var gert og er líklega ennþá sama sinnis.
Loftur Altice Þorsteinsson, 12.4.2009 kl. 00:17
Er það spilling og siðleysi, að ég og margir fleirri Sjálfstæðismenn viljum að fyrirtækjum verði bannað að styrkja stjórnmálaflokka ?
Já .. ef þið takið síðan við 55 milljóna "styrk" 2 vikum eftir að þið "viljið að fyrirtækjum verði bannað að styrkja stjórnmálaflokka".
http://mbl.is/mm/frettir/kosningar/2009/04/12/fraleitt_ad_draga_nafn_kjartans_inn_i_atburdarasina/
Hvað ætlar formaðurinn ykkar að skipta oft um sögu?
Hann vissi þetta... síðan vissi hann það ekki... þvílíkt bull!! þið bjóðið kjósendum ekki upp á svona kjaftæði 2 vikum fyrir kosningar.
ThoR-E, 12.4.2009 kl. 22:32
Heyrðu vinur. Hvað samfylkinguna varðar að þá eru þetta styrkir undir 5 milljónum.
Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að skila 5 milljóna styrknum frá Landsbankanum, þeir telja þann styrk innan eðlilegra marka.
Hvað varstu að segja um styrk Samfylkingarinnar Loftur??
Hættu þessu bulli maður!
ThoR-E, 12.4.2009 kl. 22:33
Málflutningur þinn AceR er hlægilegur. Ert þú búinn að ákveða að 5,0 millur eru í lagi en 5,5 millur er alvarlegur siðferðisbrestur ? Þú verður að færa rök fyrir þessari markalínu.
Loftur Altice Þorsteinsson, 12.4.2009 kl. 23:16
Nei Loftur minn, ég hef ekki ákveðið neitt í líkingu við það.
Forysta Sjálfstæðisflokksins ákvað það þegar hún taldi ekki ástæðu til að skila styrk að upphæð 5 milljónir sem barst frá Landsbankanum. Sjálfstæðisflokkurinn taldi bara ástæðu til að skila 25 milljónunum. 5 milljóna styrkurinn var "innan eðlilegra marka" .. það eru þeirra rök!
Þannig að í raun ertu að segja að málflutningur forystu Sjálfstæðisflokksins sé hlægileg.
Endilega lestu það sem ég skrifa betur .. svo þú látir ekki svona út úr þér :)
Ragnheiður, mér þykir leitt að vera að standa í þessu þrasi um Sjálfstæðisflokkinn á þinni síðu, en ég er flokksbundinn honum og kaus í NV kjördæmi... þannig að ég tel mig hafa rétt á að gagnrýna svona vinnubrögð.
ThoR-E, 13.4.2009 kl. 13:09
Þetta er athyglisvert AceR. Þú ert að segja að forusta Sjálfstæðisflokksins hafi sjálf skilgreint 30 millur frá FL Group og 25 millur frá Landsbankanum, sem siðferðisbrest ? Með öðrum orðum, ytri þrýstingur frá fólki eins og þér hafi ekki skipt neinu máli ?
Þá ættir þú líka að vera sammála því sem ég sagði á fyrsta eða öðrum degi málsins, að viðbrögðum nokkurra þingmanna flokksins mætti líkja við "skræki stunginna grísa". Röngum viðbrögðum flokksforustunnar kenndi ég um reynsluleysi. Ekkert tengt þessu máli er hlægilegt, nema tilraunir manna til að draga siðferðislínur þar sem þeim best hentar hverju sinni.
Ég vík ekki frá mínum fyrstu viðbrögðum, að málið sé "smjörklípu-hernaður", sem andstæðingar flokksins settu af stað. Spjótin beinast að Skattrannsóknarstjóra ríkisins. Þaðan virðast upplýsingarnar hafa sprottið og þetta ríkis-apparat verður að gera hreint fyrir sínum dyrum.
Loftur Altice Þorsteinsson, 13.4.2009 kl. 13:48
Allt í góðu með það Loftur, ekki geta allir verið sammála.
Ég held samt að þú hafir miskilið mig að einu leyti Loftur. Að ég sé að verja styrki Samfylkingarinnar og Framsóknar. Það er ég ekki að gera.
Ég er bara að segja að rökin eru svo takmörkuð, að segja að 5 milljóna styrkur til Sjálfstæðisflokksins hafi verið innan eðlilegra marka og honum verði ekki skilað. Og gagnrýna síðan 3 milljóna styrk til Samfylkingarinnar.
Það meikar ekki sens, ef ég má sletta aðeins.
Einnig finnst mér hræðilegt að horfa uppá sjálfstæðismennina segja ósatt í fjölmiðlum eftir þetta. Það er jafnvel verra. sbr. linkar sem ég hef bent á hér fyrir ofan.
Mér var misboðið, sem og öðrum sem skráðir eru í Sjálfstæðisflokkinn :P
ThoR-E, 13.4.2009 kl. 13:54
Mér sýnist nú AceR, að við getum gengið frá samtalinu sæmilega sáttir. Öll þessi umræða um siðferðisbrest var á misskilningi byggð og í æsingi augnabliksins. Ekki er hægt að draga nákvæmar siðferðislínur og bezt að leggja alveg af fjárstyrki fyrirtækja. Hvaða erindi ættu fyrirtæki líka að eiga að lýðræðinu ?
Vandræðagang formannsins er hægt að fyrirgefa, því að hann var í þröngri stöðu. Líklega hafa allir í kringum hann talið málið vera stórmál, samanber "stungnu grísina". Hvort Kjartan vissi af greiðslunum eða ekki er smámál. Hann er ekki í framboði og ekki lengur framkvæmdastjóri flokksins.
Loftur Altice Þorsteinsson, 13.4.2009 kl. 14:25
Ekki spurning Loftur.
Núna er þetta í höndum kjósenda:)
Kveðja
ThoR-E, 13.4.2009 kl. 14:38
Góðan daginn, ég bið þá Loft og AceR vinsamlegast að spjalla saman á eigin síðum en ekki minni.
Þakka öllum þeim sem að hafa tjáð sig um málið.
Bestu kveðjur
Ragnheiður Ríkharðsdóttirr
Ragnheiður Ríkharðsdóttirr (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 14:39
Spjalla saman?
Þetta kallast skoðanaskipti, en ég skil þig Ragnheiður, þetta er óþægilegt umræðuefni og biðst ég afsökunar að hafa lagt orð í belg.
Bestu kveðjur
ThoR-E, 13.4.2009 kl. 15:48
Þú varst ein af ástæðunum fyrir því að ég ætlaði að halda áfram að kjósa x-d. Nú fyrir stuttu kom í ljós að þú hefur verið á spena ( keypt ) af Baugi. Þú hneykslast á grímuklæddum ungmennum en á sama tíma og þú ert til sölu. Gerðu öllum okkur greiða og snúðu þér að öðru en að vinna fyrir okkur á þingi. Þú og þínir líkir eru m.a. ástæðan fyrir því hvernig er komið fyrir okkur. Vík burt ! Við höfum annað að gera en að sinna spilltum farþega einsog þér. Kveðja.
H Jónsson (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 18:01