Ef þetta gengur saman!

" Ef þetta gengur saman þá er það um helgina"  er haft eftir Atla Gíslasyni, þingmanni VG.  Hvernig má skilja þessi orð þingmannsins í ljósi þess að 12 dagar eru liðnir frá kosningum og VG og Samfylkingin eru enn að koma sér saman um sáttmálann sem þeir létu í veðri vaka fyrir kosningar að ekkert mál væri að gera, samstarfið væri svo gott.

 JS og SJS  hafa sagt að verið sé að vinna á fullu í ráðuneytunum en hvað er verið að gera? Er verið að vinna að aðhaldi í rekstri og niðurskurði í takt við gildandi fjárlög 2009? Ef svo er þá berast þær upplýsingar ekki til þjóðarinnar. Ekki eru bankarnir komnir í gang, hjól atvinnulífsins snúast varla, skuldir heimila hækka og ASÍ forsetinn er farinn að hóta " ekki ríkisstjórninni". Stýrivextir lækkuðu í dag, þar kom smá glæta.

Nú reynir á JS og SJS, það er ljóst að hópar að baki þeim eru sundurleitir en ákafir í að ná sínu fram,  tekst þeim að sameina ólík sjónarmið? Hvernig tekst þeim að höndla ASÍ forsetann og hans afgerandi afstöðu og skoðanir,  það er eitthvað alveg nýtt og ærið verkefni fyrir þessa formenn í það minnsta.

Dagarnir líða, hver dagur, hver tími er dýrmætur og ekkert er að gert........ eitthvað á þessa leið hljómuðu þingmenn VG á Alþingi og í fjölmiðlum í desember og janúar? Þannig hljómaði líka fólkið sem stóð á Austurvelli og barði í búsáhöld. Nú er allt hljótt!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gerðu ekki grín að Búsárhaldabyltingunni,Steinþegið þið Sjálfstæðismenn,þið sem áttuð stærstan þátt í að steypa þjóðinni í það fen sem hún er komin í núna. Þú leynir á þér þú virðist illa innrætt,gerir ekkert annað en að tala niður til þeirra sem svíða í sárum eftir óstjórn FLokks þín umdanfarin 18,ár ..

Númi (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 23:39

2 Smámynd: corvus corax

Sjálfstæðishyskið heldur áfram að tala niður til fólks með yfirlætishroka sem það hefur engin efni á þegar það sama skítahyski ber ALLA ábyrgð á því hvernig komið er fyrir almenningi í þessu landi.

corvus corax, 8.5.2009 kl. 11:53

3 identicon

Sammála þér Ragnheiður. Nú er allt hljótt, engar lausnir engin ráð engar aðgerðir.

Finnur (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 13:00

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ég er að nokkru sammála Ragnheiði - en ég fyrirbíð mér að vera kallaður einhverskonar hyski fyrir það eitt að vera Sjálfstæðismaður

Jón Snæbjörnsson, 8.5.2009 kl. 13:11

5 identicon

Númi og corvus corax, er hvorki illa innrætt né að tala niður til eins eða neins, er eins og þið að tjá skoðanir mínar og hlýt að hafa rétt á því þrátt fyrir að vera sjálfstæðismaður.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 14:47

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þó ekki séum við Ragnheiður á sama róli í pólitík þá er hún aldeilis ekki illa innrætt. Þetta kjarnorkukona sem þorði að segja sínar skoðanir við sína flokksmenn og það féll ekki alltaf í góðan jarðveg. Varðandi Atla þá virðist hann vera að guggna á öllu saman.

Finnur Bárðarson, 8.5.2009 kl. 15:39

7 identicon

Mér sýnist framkoma VG manna  í fjölmiðlum benda til að stjórnarþáttaka þeirra ætli að verða eins og dæmigert allaball. Allir mættir, hver dansar eftir sínu nefi og enginn hlustar á hljómsveitina.

Stefán Benediktsson (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 16:58

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband