Ykkar tími er að renna út!

Okkar tími er kominn sagði JS á kosningarnótt,  nú er vika liðin og ekkert bólar á nýrri ríkisstjórn eða nýjum stjórnarsáttmála. Skipti það í raun mestu máli þann 25. apríl að Samfylkingin fékk flesta þingmenn kjörna en hvað svo, hverju hefur það skilað? Engu og það er alveg ljóst að tími fjölskyldna, heimila og fyrirtækja er ekki kominn! Þeirra tími líður og ekkert er að gert.

Hvað er að? Hvers vegna lítur nýr stjórnarsáttmáli ekki dagsins ljós? Er það virkilega að gerast sem fyrr að menn á þeim bænum geta ekki komið sér saman um grundvallaratriðin? Ekki að það komi sérstaklega á óvart en ég hélt að þeir væru komnir lengra  í samkomulagsátt en raun  ber vitni. Minnihlutastjórnin er ekki starfhæf á sama tíma og flokkarnir þjarka um nýja stjórnarsáttmála.

Er ESB að flækjast fyrir þarna eins og sums staðar annars staðar,  hvað er að því að sækja um aðild með skilyrðum, sjá hvað kemur út úr því og leyfa þjóðinni að ráða örlögum sínum í slíkum kosningum eins og öllum öðrum kosningum.    

Það er svo afar kúnstugt að hlusta á formenn VG og Samfylkingar tala um Alþingi eins og þeir gera og hvenær þeir ætli að kalla þingið saman! Ræður framkvæmdarvaldið yfir löggjafarvaldinu? Hvar er nú mikilvægi þrískiptingar valdsins, löggjafar-, dóms - og framkvæmdarvalds sem þessir aðilar hafa löngum talað um og gagnrýnt aðra fyrir að virða ekki. Sú skipting skiptir engu máli nú  því um leið og menn komast í þá aðstöðu að ráða þá eru stóru orðin fljót að gleymast.  

Ég sem þingmaður óska eftir því að Alþingi verði kallað saman strax og löggjafarvaldið  verði virkt á þeim tímun sem nú eru og þar verði rædd  fyrir opnum tjöldum málin sem brenna á þjóðinni nú eins og þau brunnu á þjóðinni í janúar og þá var tíminn að renna út, hvað þá nú. Alþingi setur lögin, framkvæmdarvaldið, ríkistjórnin, framkvæmir! Flóknar er það ekki.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

RAGNHEIÐUR,ANDAÐU RÓLEGA YKKAR TÍMI ER LIÐIN LÁTTU ÞIG EKKI DREYMA UM AÐ ÞIÐ KOMIST AFTUR Í STJÓRN Í BRÁÐ,EF SVO VERÐUR AÐ ÞÁ VERÐUR ALGJÖR  B Y L T I N G.TAKTU EFTIR ÞVÍ ÞIÐ SJÁLFSTÆÐISMENN ÆTTUÐ AÐ SKAMMAST YKKAR,OG SVO SKALTU BIÐJAST AFSÖKUNAR Á ÞESSARI FÆRSLU ÞINNI.  ÞJÓÐIN ER FULLSÖDD AF ÞÍNUM FLOKKI,FLÓRIN ÞAR ER ENN FULLUR AF SKÍT OG ÞIÐ EIGIÐ EFTIR AÐ MOKA ENN BETUR ÚT.VERÐ NÚ SAMT AÐ HRÓSA ÞÉR FYRIR ÞAÐ AÐ HAFA HAFT KJARK OG ÞOR,ÞEGAR ÞÚ LÉST DAVÍÐ ODDSSON HEYRA ÞAÐ AÐ HANS TÍMI VÆRI LIÐIN.GÆTTU ÞÍN Á ELÍTUNNI Í FLokki ÞÍNUM. EINN SÁ ALVERSTI SEM ER ÞAR ER TRYGGVI ÞÓR SVO EKKI SÉ MINNST Á ILLUGA.SJÁLFSTÆÐISMENN HAFIÐ VIT Á AÐ ÞEGJA,ÞIÐ HAFIÐ EKKI VIT Á ÞVÍ HVERNIG Á AÐ REKA ÞJÓÐFÉLAG HALDIÐI AÐ ÞJÓÐIN SÉ BÚIN AÐ GLEYMA ÞVÍ HVAÐA FLOKKUR HEFIR VERIÐ UNDANFARIN 18,ÁR AÐ KOMA ÞJÓÐINNI Á BOTNIN,ÞAÐ VORUÐ ÞIÐ OG FRAMSÓKNARMAFÍAN.   OG  HANANÚ.

Númi (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 00:03

2 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Hvers vegna tóku þingmenn sig ekki til strax árið 2003/4 og fóru að hefta þensluna?  Hvers vegna var ekki skorið niður í stað þess að auka útgjöld?  Hvers vegna var ekki skorið niður í stað þess að hækka stýrivexti?

Þegar krónan féll um 35% árið 2006 og komst þá í jafnvægisgildi, hvers vegna var gripið til þess ráðs að hækka stýrivexti til þess að styrkja krónuna og auka ríkisútgjöld í stað þess að halda krónunni í jafnvægisgildinu?

Hvers vegna bjugguð þið til aðra stærri tímasprengju í gengismálum árið 2006 þegar sú litla hafði sprungið?

Hver er ábyrgð þingmanna þegar svona mál eru annars vegar?

Sjálfur Davíð Oddsson fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrverandi Seðlabankastjóri hafnar því að hann beri ábyrgð á hruni krónunnar, 18% stýrivöxtum, hlutabréfa- og fasteignabólu og 20% verðbólgu.

Hver ber ábyrgð á öllum þeim mistökum sem góð hagstjórn hefði bjargað?

Lúðvík Júlíusson, 4.5.2009 kl. 09:02

3 Smámynd: Guðmundur Andri Skúlason

Fyndið Númi! Sérlega innihaldsríkt og málefnalegt.

Mér er bara alveg sama hvort það var Sjálfstæðisflokkurinn eða kallinn í tunglinu sem setti þjóðfélagið á hausinn.

Staðreyndin er einfaldlega sú að við ERUM á hausnum og það er EKKI VERIÐ AÐ GERA NEITT til að bregðast við því.

Ég fagna því öllum tilraunum í þá átt að eitthvað sé gert, hvort sem þær koma frá pólitískum andstæðingum eða ekki.

Ég fagnaði manna fyrstur ef Jóhanna kæmi með aðgerðir sem bjargað gætu heimilum landsins og ég gerði það líka ef sambærilegar tillögur kæmu frá Ragnheiði Ríkharðs. 

Upp úr skotgröfunum öll sem eitt.

Gerum eitthvað í málunum, STRAX.

Heimili landsins þola ekki lengri bið.

Íslendingar !
Vaknið !
Þetta er ekki eðlilegt ástand !
 

Guðmundur Andri Skúlason, 4.5.2009 kl. 09:33

4 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Guðmundur minn, það eru margar aðgerðir í gangi til að hjálpa landinu og fólkinu í gegnum þessa kreppu.  

Það er hægt að fara á island.is og leita að því sem er í boði.  Einnig mæli ég með því að einstaklingar leiti til Ráðgjafastofu heimilanna og þjónustufulltrúa í bönkunum.

Aðgerðir í peninga- og efnahagsmálum skila sér inn með 12-18 mánaða seinkun.  Það er staðreynd sem ekki er hægt að breyta.  Aðgerðir sem gripið var til í febrúar og mars skila sér því ekki að fullu fyrr en í fyrsta lagi í feb/mar 2010.

Þú setur þig sjálfur í skotgrafir með fullyrðingum um að "ekki sé verið að gera neitt".

Það eru verið að vinna þó að þér og mörgum finnist hlutirnir gerast of hægt.  Það gerir uppbyggingastarf einnig erfiðara að gjaldeyristekjur eru enn að lækka!  En þær segja mikið til um hve mikinn kraft hægt er að setja í uppbyggingastarf.

Bráðaðgerðir eins og að lækka höfuðstól lána af öllum lánum munu skapa hér verðbólgu, lækka gengi krónunnar og skapa óstöðugleika.  Undir þeim skilyrðum þá eykst fátækt, fyrirtæki eiga erfitt með að reikna út hvað er hagkvæmt og fjármagn glatast.

Það er ekki til nein 'patent lausn'.

Lúðvík Júlíusson, 4.5.2009 kl. 09:58

5 identicon

Væri ekki eðlilegt að þingmenn sjálfir gætu kallað þing saman, t.d. ef fimmtungur þingmanna bæði um það? Afhverju þarf löggjafarvaldið að bíða eftir framkvæmdarvaldinu

Endilega breyttu þessu þegar þú færð tækifæri til.

Björgvin (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 10:15

6 Smámynd: Reynir Jóhannesson

Já - ég skil eiginlega ekki hvernig þeim (vinstristjórninni) fannst allt í einu í lagi að taka sér 14 daga frí frá opinni umræðu um efnahagsástandið. Hvað ætli sé verið að semja um á þessum leynifundum? :P

Sammála þér Ragnheiður um að nú þurfi að kalla saman þing.

Reynir Jóhannesson, 4.5.2009 kl. 10:29

7 Smámynd: Guðmundur Andri Skúlason

Sæll Lúðvík!
Vinsamlegast upplýstu hvaða aðgerðir þú ert að tala um sem finna má á island.is.
Er það kannski Velferðarbrúin?
Greiðslujöfnunin?
Vaxtabótaaukinn?
ESB???

Það hafa engar lausnir verið settar fram og allt hjal um að aðgerðir í peningamálum þjóðar taki 12 til 18 mánuði að koma fram er einfaldlega ryk sem slegið er fram.
Bendi á að það var talið í klukkustundum tímabilið sem það tók fyrir íslenskt efnahagslíf að hrynja.

Síðan eru liðnir 7 mánuðir og ekkert hefur verið gert nema kannski einhver mistök!

Varðandi lækkun höfuðstóls lána þá bendi ég þér á að lesa þessa grein hér.

Guðmundur Andri Skúlason, 4.5.2009 kl. 11:25

8 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn hefur einu sinni tekið sér styttri tíma en 12 daga til að mynda ríkisstjórn.

Valsól (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 11:42

9 identicon

Guðmundur Andri, heldur þú virkilega að öll ráðuneytin og Seðlabankin séu öll að föndra dúkkuklísur eða leika sér? Það er allt á fulli við að þrífa upp skítin eftir 18 ára valdatíð Sjálfstæðisflokksins. Davíð byrjaði á því að banna bönkunum að gera upp í evrum og gaf þeim leyfi í leiðinni til að fara gegn krónunni ársfjórðungslega, sem gerði það að verkum að krónan hrundi, bankarnir misstu þá lánstraustið og svo tók karl uglan Glitni yfir sem hann ætlaði að láta vini sína í Landsbankanum hafa fyrir lítið eða ekki neitt, og núna erum við að taka afleiðingunum. Takk kærlega þið sem hafið með atkvæðum ykkar stuðlaðað því að hálf ruglaðir menn skuli hafa komist til valda og setið hér í 18 ár.

Valsól (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 11:48

10 Smámynd: Guðmundur Andri Skúlason

Valsól!

Ég sé ekki betur en að öll ráðuneytin séu akkurat að föndra dúkkulísur. Þeim sem nú stjórna var falið það verkefni að koma fram með aðgerðir til að taka til eftir 18 ára óreiðu.

En nú er komið í ljós að þau sem nú stjórna eru engu betri en þau sem áður stjórnuðu.

Þetta snýst ekki um þennan á móti hinum eða hver kaus hvern.

Þetta snýst um aðgerðir. BRÁÐAAÐGERÐIR til bjargar heimilum landsins.

Og svona í framhjáhlaupi þá kaus ég ekki sjálfstæðisflokkinn og því síður datt mér í hug að kjósa s eða vg.

Ég vil breytingar og þess vegna fór ég í framboð fyrir Borgarahreyfinguna og starfa þar við að koma okkar brýnu málum í framkvæmd.

Guðmundur Andri Skúlason, 4.5.2009 kl. 12:53

11 identicon

Lúðvík Júlíusson segir:

"Bráðaðgerðir eins og að lækka höfuðstól lána af öllum lánum munu skapa hér verðbólgu, lækka gengi krónunnar og skapa óstöðugleika."

Hvað munu fyrirsjáanleg fjöldagjaldþrot heimila "skapa hér", Lúðvík? Hver mun bera kostnaðinn af þeim?

Ekki er gott að segja hvort er meira áberandi í fari ríkisstjórnarinnar, ráðaleysi eða ábyrgðarleysi.

Tek annars undir með þeim sem vilja halda til haga ábyrgðinni á efnahagshruninu. Samfélagið mun aldrei ná sér nema fram fari heiðarlegt uppgjör. Færa þarf rannsóknina undir stjórn Evu Joly. Einnig huga að sérdómstól sem drægi stjórnmálamenn til ábyrgðar. Hér eru engir hversdagslegir hlutir að gerast.

Rómverji (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 13:14

12 identicon

Hugmyndir Framsóknarflokksins um að slegið verði af höfuðstól ALLRA skulda, það er bæði skulda íbúðarkaupenda og fyrirtækja, ganga ekki upp. Held reyndar að flokkurinn sé með fyrirtækin í huga, fyrst og fremst.

Ekki er gleymd ósvífni flokksins og algjört ábyrgðarleysi þegar hann lofaði 90% húsnæðislánunum og fíkniefnalausu Íslandi.  Svífst einskis.

Rómverji (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 13:56

13 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Ég sem "brúarsmiður" hugsaði að nóg yrði að gera hjá mér í tengslum við það að nú ætti að byggja "velferðabrú.....", en það er ekki meira að marga það "froðusnakk" - minnir aðeins á "Fagra Ísland..", slogan sem hljómar vel, en ekkert er á bakvið nema LYGI...!  Ég vildi óska þess að Alþingi væri kallað saman, en þessi auma ríkisstjórn mun örugglega ekki gera neytt gáfulegt fyrr en í haust, þá er það bara ca. 8 mánuðum of seint!

kv. Heilbrigð skynsemi (ps.: "Gleðilegt sumar")

Jakob Þór Haraldsson, 4.5.2009 kl. 16:58

14 Smámynd: Kári Harðarson

Ekki býst ég við kraftaverkum, sama hver stjórnar núna.  Skaðinn er raunverulegur, hvorki XD né XS geta bætt hann í snarhasti.

"Það eru tvær fljótlegar leiðir út úr kreppunni" sagði einhver: "Iceland Express og Icelandair".

Kári Harðarson, 4.5.2009 kl. 18:20

15 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Rómverji, kostnaðurinn af verðbólgunni og óstöðugleikanum sem af henni hlýst meira en vegur upp mögulegan ávinning af flatri niðurfærslu.  -  Betri leiðir eru almennar aðgerðir ásamt sértækum aðgerðum fyrir fólk sem þarf meiri aðstoð.  Það er þegar verið að bjóða upp á lausnir í þeim efnum.

Afleiðingar verðbólgu eru eignaupptaka, eignatilfærslur, fátækt, meiri misskipting, verðmæti spillast, þjóðfélagið verður í heild fátækara og efnahagslægð kemur alltaf í kjölfar hennar.  Nú þarf að ráðast í aðgerðir sem auka velferð, jöfnuð og verðmætasköpun.

Lúðvík Júlíusson, 4.5.2009 kl. 22:39

16 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Kári, og nú í sumar er hægt að taka Norrænu :) þá geturðu tekið bílinn með.... hver segir að við höfum ekki val?

Lúðvík Júlíusson, 4.5.2009 kl. 22:40

17 Smámynd: Guðmundur Andri Skúlason

Ef það hvílir eitthvað pínulítið á bílnum, þá getur þú EKKI tekið hann með.

Þannig er nú komið fyrir okkar ágæta þjóðfélagi  og þegnum þess.

Guðmundur Andri Skúlason, 5.5.2009 kl. 13:46

18 identicon

Kýrskýr maður Guðmundur Andri.

Númi (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 19:46

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband