Þitt er valið

Á laugardaginn eru mikilvægustu kosningar í langan tíma því við munum kjósa um leiðir út úr þeim vanda sem við blasir. Það hefur á undanförnum dögum komið berlega í ljós að pólitísku flokkana greinir svo sannarlega á um leiðir að markmiðinu. Annars vegar eru leiðir þar sem fremst fer  trúin á fólkið í landinu og hæfni þess til verðmætasköpunar. Hins vegar eru leiðir þar sem forsjárhyggjan og ríkisafskipti eiga að ráða för við verðmætasköpun.       

Ég veit að lægri skattar virka hvetjandi á meðan háir skattar virka letjandi, þessu er öfugt farið með vinstri menn. Ég veit að fólkið og heimilin í landinu þola ekki hærri skatta en vinstri menn ætla að leggja sérstakan skatt á millitekjufólkið og fara síðan ofan í vasa eldra fólks með einhvers konar eignaskatti.

Ég vil að við  nýtum orkuauðlindir landsins til hagsbóta fyrir þjóðina, vinstri menn eru klofnir í þeim málum. Öflug fyrirtæki eru okkar von en virðast eitur í beinum vinstri manna. Þeirra hugmyndir eru að koma  lífvænlegum fyrirtækjum undir sérstakt félag í ríkiseigu og þeir lögðu fram frumvarp á þinginu þar að lútandi.

Ég hef trú á ungu, velmenntuðu og hæfileikaríku fólki og vil veita því tækifæri í frjálsu og opnu samfélagi en í heimi vinstri manna mega engir skara fram úr þar skulu allir vera jafnir.

Margt hefur aflaga farið undanfarið en það hefur gleymst í orrahríð efnahagsmála að ríkissjóður stóð afar vel,velsæld þjóðarinnar var mikil og meðal annars þess vegna mun takast að vinna á vandanum en hann verður hins vegar bæði þyngri og lengri undir vinstri stjórn.

Ég skora á alla hægri menn og konur  að mæta til kosninga á laugardaginn og setja X við D


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæra Ragnheiður!

 Ég hef alltaf kosið X-D í yfir 30 ár en sé mér ekki fært að gera það aftur.  Aldrei aftur, og ég skammast mín fyrir að hafa kosið þetta yfir mig aftur og aftur.

Fyrir því eru allt of margar ástæður til að hægt sé að telja þær allar upp hér.  En þær helstu eru þessar:

1.  Davíðstíminn eins og hann leggur sig:

http://eyjan.is/blog/2009/04/21/ny-rannsokn-gifurleg-misskipting-tekna-throadist-her-a-arunum-1993-til-2007/

Segir allt sem segja þarf um stétt með stétt fyrirbærið hjá okkur Sjálfstæðismönnum og hvernig það er útfært í raun.

2.   Hvernig flokkurinn tekur hagsmuni örfárra (sérhagsmuna) fram þjóðarhagsmuni.  Til dæmis kvótakerfið sem var sett á í tíð okkar og Framsóknarflokksins og er einn mesti skandall í sögu lýðveldisins.  Hvernig fóru kvótagreifarnir með gjöfina frá flokknum?  Illa.  Þetta þarf að komast aftur í eigu þjóðarinnar en flokkurinn minn gamli berst gegn því....á kostnað þjóðarinnar... aftur.

3.  Einkavinavæðingin í bankakerfinu:  Aftur spilling, hagsmunir fárra teknir fram yfir hagsmuni þjóðarinnar.  Helmingaskiptin:  Við fengum Landsbankann,  og Framsókn fékk Búnaðarbankann.  Hér er grunnurinn að bankahruninu lagður í raun.  Spilling allsráðandi og enginn segir neitt (jú, Steingrímur Ari vammlaus fagmaður úr okkar flokki sem segir þessi vinnubrögð bæði ófagleg og siðlaus.  Mannstu?).  

 4.  Afstaða flokksins til krónunnar og Evrópu.  Við börðumst gegn allri ESB og evruumræðu og lofsungum krónuna vitandi betur.  Af hverju og fyrir hverja?  Ekki vegna hagsmuna fjöldans, almennings, sem er með verðtryggð lán, heldur hagsmuna sjávarútvegsins, kvótagjafagreifanna!.  

Þetta með krónuna hefur kostað okkur meira en allt annað og er ALDREI hægt að réttlæta þá baráttu á nokkurn hátt.  Þetta vita allir en samt gerir flokkurinn það áfram.  Hvað gengur mönnum til?

4.  Viðbrögð flokksmanna við hruninu:

Davíð fór á kostum og niðurlægði flokksforystuna bæði fyrir og eftir hrun- og þjóðina auðvitað.

En flokkurinn varði hann og brást ekki við (nema þú sem sagðist vilja hann burt og Þorgerður mjálmaði líka eitthvað en ekki eins afgerandi).  Vegna þessa sprakk ríkisstjórnin.... enn og aftur verður Davíð örlagavaldur í lífi Sjálfstæðisflokksins.  Enginn segir neitt....gerir neitt....allt fyrir Davíð.  Þjóðin þjáist vegna getuleysis flokksforystunnar við að ráða við öfgamenn innan eigin flokks.  Af hverju?

5.  Landsfundurinn:

Hvar á maður að byrja.  Ég var vongóð með þann fund því að ný forysta var væntanleg með efnilegu fólki.  Endurreisnarskýrslan fannst mér frábær og akkúrat það sem þurfti til.  

Nei, Davíð kom sá og sigraði og dró flokkinn aftur niður í svaðið.  Enginn sagði neitt og allir klöppuðu og hlóu þegar hann drullaði yfir meirihluta flokksmanna og meiningar þeirra.  

Já, krónan er áfram málið og ESB umræða og evran bara rugl, að mati flokkseigandanna (hagsmunaaðila).

Ragnheiður, ég nenni ekki að skrifa meira en þetta ætti að gefa þér ákveðna innsýn í það af hverju ágætis manneskja eins og þú ert skv. könnum að detta út af þingi.  

Flokkurinn minn gamli góði er ekki lengur til.  Davíð, Kjartan og Hannes Hó seldu hann sér-hagsmunaöflunum og þar er hann enn. 

Núverandi forysta er umboðslaus með öllu og  búktalar bara fyrir flokkseigendur (Davíð og Co).  Aumingja Bjarni Ben talar þvert gegn fyrri meiningum um hvað sé það sem koma skal og það er aumkunnarrvert að verða vitni að svona dugleysi og aumingjaskap. 

Ein spurning að lokum Ragnheiður:

Hvað varð um Sjálfstæðisflokkinn minn?

Átt þú enn heima í þessum flokki sjálf?

Gangi þér vel

Ragnhildur (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 03:34

2 identicon

Þetta er málið, að kalla Sjálfstæðiflokkinn hægriflokk er í besta falli grín,þannig hvað eigum við hægrimenn að kjósa. Ég hef kosið þessa hægfæru vinstrimenn sem kalla sig Sjálfstæðismenn í þeirri von að þeir væru ekki jafn vinstrisinnaðir og hinir flokkarnir en hvað kemur í ljós, Davíð búinn að rústa flokkinn fylgi og geir(á ekki stóran staf skilið) búin að koma krötum til valda ásamt kommum og hinn aulin sem Davíð fóstrað villi búin að rústa Reykjavík. Þið komust að því að stefnan væri í lagi en ekki fólkið o.k. hvar er stefnan ég veit um fólkið. Svar óskast fyrir kl 20 á laugardag. Hef kosid D síðan 1970 og ég er að spyrja fyrir um 15 manna hóp í Suðurkjördæmi. Þessari spurnigu er beint til þín í von um svar en ekki aulana sem virðast stjórna þessu þrotabúi Davíðs.

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 03:50

3 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Það hefur aldrei skipt meira máli að fólk yfirgefi ekki flokkinn. Það er enginn annar flokkur með sömu hugsjónir og nú er einfaldlega valdabarátta í gangi. Öllu frekar en að yfirgefa flokkinn eigum við að halda í hann, breyta honum innan frá, skúra skrúbba og bóna og ekki láta stela honum frá okkur. Kjósum rétt en notum útstrikanir. Komum svo tvíefld á næsta landsfund og klárum málið.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 24.4.2009 kl. 08:28

4 identicon

Adda Þorbjörg: Ég sé að Ragnheiður hefur ekki svarað en Adda skrifar hér og segir að halda eigi í flokkinn!

Hvaða flokk?  Sjálfstæðisflokkurinn var seldur sérhagsmunaraðilum og þeir hafa hann í gíslingu. 

 Það getur enginn kosið flokkinn á löngu fornri frægð.  Þetta er það sem Sjálfstæðisflokkurinn sem ég kaus gerði fyrir mig og þjóðina:

http://eyjan.is/blog/2009/04/21/ny-rannsokn-gifurleg-misskipting-tekna-throadist-her-a-arunum-1993-til-2007/

Það kýs enginn nema hagsmunaaðilar svona flokk.  Við höfum séð í gegnum blekkinguna og rúmlega það.

 Áskrift X-D að atkvæði mínu og þúsundum annarra hefur verið fórnað og þau leita nú annað þar sem minna eru um spillingu og meira um samheldni og almenna velferð í takt við viðskiptafrelsi (ekki spillingu X-D).

Sjálfstæðisflokkurinn er ekki til lengur sem Sjálfstæður-flokkur.  Hann seldi sig og sveik bæði stefnuna og almennan kjósanda sinn.  

 Afleiðingarnar eru þær að konur, líkt og Ragnheiður fjúka af þingi, eins ósanngjarnt og það kann að vera því ekki er hún í flokkseiganda elítunni.

 Adda, við fengum Landsfund um daginn til að hreinsa til, skúra skrúbba og bóna.  En við gerðum EKKERT.  Reyndar verra en ekkert því að við fórum í skotgrafirnar og létum flokkseigendurnar:  Davíð O, Hannes Hó, Kjartan Gunnars, Björn Bjarna og kvótagreifana leggja línurnar þvert ofan á vilja grasrótarinnar.

 Hvað var fólk þarna að pæla?

Bjarni Ben er síðan sendur fram með stefnu þessarra manna sem hann hafði nýlega talað gegn og endurreisnins er talin óþörf!!!

1.  Krónan er frábær skv. Landsfundinum:  er að ganga af öllu atvinnlífinu dauðu í raun.

2.  ESB og Evran er slæmt mál skv. Landsfundinum:  eina raunhæfa von okkar úr vandanum slegin af þrátt fyrir að meirihluti Sjálfstæðismanna (eða fyrrverandi X-D manna, flóttamenn nú) hafi reynt að hafa vit fyrir mönnum.  Fyrir hverja var þetta gert?  Eigendur flokksins, því ekki var það fyrir þjóðina eða kjósendur X-D.

X-D er að fá það sem hann á skilið frá kjósendum og of seint  að reyna telja okkur trú um annað.  Á meðan náhirð Davíðs stjórnar á bak við tjöldin og það þýðir ekkert að senda ný og fersk andlit út á foraðið að verja það sem er að kvelja þjóðina.

X-S fær mitt atkvæði í þessum kosningum

Ragnhildur (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 09:00

5 identicon

Ps.  Við erum 30 konur sme hittumst einu sinni í mánuði og höfum gert í 12 ár og tökum stöðuna á hinum ýmsu málum.  Flestar okkar eru í einhvers konar rekstri.

25 okkar kusu X-D síðast og sumar þeirra hafa starfað fyrir flokkinn í langan tíma.  Síðasta skoðanakönnum frá því í gær leiddi í ljós að aðeins ein okkar er á þeim buxunum að kjósa X-D (þó okkur finnist öllum Bjarni sætur þá dugar það bara ekki til).  28 okkar ætla kjósa Samfylkinguna og ein Vinstri Græna.

Ég tel þetta sterka vísbendingu um það sem koma skal.

Til lukku Davíð og Co.

Vil Ragnheiður ekkert segja við okkur áður en við og fjölskyldur okkar ganga í kjörklefann?

X-S fyrir velferðina

Ragnhildur (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 09:06

6 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

"...gifurleg-misskipting-tekna-throadist-her-a-arunum-1993-til-2007"

Ragnhildur þessi misskipting kom ekki þannig til að fé væri tekið af fátækum og afhent ríkum. Þetta eru áhrif af bólunni þegar fólk græddi á tá og fingri af hlutabréfabraski og kúlulánum. Þessi sömu aðilar eru örugglega mun fátækari núna og misskiptingin myndi mælast minni. Mér finnst ekkert að því að til verði forríkir einstaklingar, því fleiri því betra. Það sem aftur á móti má ekki gerast er að þeir komist upp með að brjóta lög og að þjóðarbúið búi við siðferðisbresti í viðskiptum. Því fleiri ríkir sem leika eftir reglum því meira borga þeir í sjóði okkar og halda á floti þeim sem minna mega sín. Mér finnst markverðasta mælingin vera kaupmáttur þeirra lægst launuðu í þjóðfélaginu og hann óx á þessum tíma meira en nokkurn tímann á Íslandssögunnni.

Þegar ég segi að við eigum að verja flokkinn okkar, þá er ég að hugsa um að flokkurinn er við. Þessir gömlu karlar sem flykktust á landsfundinn og hafa ekki sést í fjölda ára í flokkstarfinu, eru af annarri kynslóð og með aðra hugsjón en við hin sem störfum og hrærumst í flokkunum. Þeir telja sig vera að vernda þjóðina en sjá kannski of skammt því lifa í öðrum tímum. Þeir verða ekki þarna endalaust í forgangi um að komast á landsfundinn.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 24.4.2009 kl. 09:36

7 identicon

Adda

 Ertu að grínast?

"mér finnst markverðasta mælingin vera kaupmáttur þeirra lægst launuðu í þjóðfélaginu og hann óx á þessum tíma meira en...."

Hvar er sá kaupmáttur núna Adda?

Hann er löngu farinn og eftir standa bara skuldir.   Kaupmátturinn var bara bóla líka og byggður á sandi sem orðinn er að beinhörðum skuldum í dag.

 Sérðu það ekki?

Hver fjölskylda skuldar meira en nokkru sinni áður og það er afleiðing stefnu flokksins sem ég studdi.

Nei, þessi rök halda engu vatni og ég er orðinn fyrrverand X-D manneskja einsog svo ótal margir aðrir.

X-D er búið spil og í þrotabúinu eru óviðráðanlegar skuldir.

Það er líka gott til þess að vita að Ragnheiður skuli ekki svara því hún getur ekki varið þetta með flokkinn frekar en aðrir.  Ég virði hana fyrir það þó ég geti ekki kosið flokkinn framar.

X-S fyrir ESB og evruna og endurreisn íslensks efnahagslífs

Ragnhildur (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 12:13

8 identicon

Adda og allir hér: Enn versnar í því. Hér er nýjasta nýtt varðandi þann skaða sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur ollið okkur.

 http://eyjan.is/blog/2009/04/24/hagstofan-um-tekjudreifingu-2003-2006-tekjubil-breikkadi-rikir-baettu-hag-sinn-en-lagtekjufolk-stodu-i-stad/

Adda mín, ég held þú hljótir nú að sjá að þú getur heldur EKKI kosið Sjálfstökuflokkinn... ekki frekar en við vinkonurnar allar.  

Gangi þér vel...en þetta verður afhroð fyrir X-D og Ragnheiður er líklega dottin út og vel það.  En vonandi verður þetta til þess að þið mannið ykkur upp og breytið flokknum innan frá og losið ykkur við núverandi eigendur.

X-S fyrir nýja Ísland í ESB og við laus undan geðþótta spilltra flokka og stjórnmálamanna

Ragnhildur (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 12:33

9 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Ég er sammála þér en finnst þér samt ekki einkennilegt hvað margir lesa bloggið þitt en fáir mitt?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 24.4.2009 kl. 15:52

10 identicon

Ragnhildur... ertu að segja mér að það sé lítil spilling í ESB? Meiri spillingu er ekki hægt að finna og guð hjálpi okkur ef við förum þangað inn.

xD 

Svavar (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 16:22

11 identicon

Blessuð Ragnhildur

Takk fyrir póstinn en ég hef verið að ferð og flugi í morgun og því ekki svarað. Það er rétt að margt hefur farið úrskeiðis og þar ber Sjálfstæðisflokkurinn ábyrgð sem og sumir aðrir flokkar en fram til þessa hefur enginn þeirra gengist við ábyrgð nema við. Forveri Samfylkingar Alþýðuflokkurinn var í ríkisstjórn 1991 -1 995 og Framsókn frá 1995 - 2007 og Samfylking aftur 2007 -  1. feb. 2009 og þá hafði S viðskiptaráðuneytið sem átti nú að hafa með fjármálageirann að gera en virðast enga ábyrgð bera á því.

Það má heldur ekki gleymaað það voru kosningar fjórum sinnum frá 1991 - 2007 og þá fékk Sjálfstæðisflokkurinn alltaf endurnýjað umboð frá kjósendum.

 En ýmislegt mátti gera örðuvísi þegar til baka er litið t.d. í einkavæðingu bankanna hefði átt að fara leið dreifðra eignaraðildar í stað kjölfestufjárfesta, kvótakerfið frá 1983 er umdeilt en að kollvarpa því er glapræði hins vegar þarf að endurskoða það eins flest annað.  Landsfundurinn tók á Evrópumálum á sinn hátt en ég er því ósammála og hefði kosið aðildarviðræður með skýrum markmiðuð og síðan þjóðaratkvæðagreiðslu og ég mun halda áfram að tala fyrir þeirri skoðun minni. Það er margt innan míns flokks sem ég tel að betur mætti fara og hefði mátt fara.

En ég hef hins vegar aldrei gefist upp í stórum verkefnum og nú er verkefnið að byggja Sjálfstæðisflokkinn upp á nýju, breyta viðhorfum og vinnubrögðum. Ég ætla mér i það verkefni ásamt mörgum öðrum.

Ég deili ekki þeirri skoðun þinni að setja X við S muni verja velferð á Íslandi en það er annar handleggur.
Þú ættir að þekkja veru vinstri stjórna á Íslandi ef þú hefur kosið D frá 1970 og þá veistu líka hvernig viðskilnaður þeirra hefur alltaf verið. Það mun ekkert breytast, forsjárhyggja þeirra ræður ríkjum það hefur sýnt sig oft og víða. Atvinnutækifærum hefur ekki fjölgað í þeirra tíð, skattar hafa oftar en ekki hækkað og skuldir aukist. En þitt er valið og þú tekur þá allan pakkann sem því fylgir.

Bestu kveðjur en ég held áfram að hvetja alla hægri menn að setja X við D, að setja X-D fyrir einstaklings - og athafnafrelsi, fyrir menntun og velferð

Ragnheiður Ríkharðsdóttir

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 16:24

12 identicon

Sæl Ragnheiður og takk fyrir einlægt svar.

Þú talar töluvert um fortíðina og það er gott og vel en það sem skiptir máli er lausnir núna.  Ég tel X-D hafa dæmt sig algjörlega úr leik.

Þú segir..."nú er verkefnið að byggja Sjálfstæðisflokkinn upp á nýju, breyta viðhorfum og vinnubrögðum. Ég ætla mér i það verkefni ásamt mörgum öðrum."

Þetta má vel vera.  En fyrst og síðast þá á verkefni okkar að felast í því að byggja upp Ísland og endurreisa hér viðskiptalífið og bankakerfið- en ekki Sjálfstæðisflokkinn.  Það mistókst hrapalega á Landsfundinum fræga.

Það ber öllum saman um það að Ísland mun ekki rísa upp fyrr en krónan verður leyst af hólmi og yfirlýsingar gefnar út um aðild að ESB.  Menn deila almennt ekki um það lengur.  Eini staðurinn, flokkurinn, þar sem um þetta er enn deilt er innan Sjálfstæðisflokksins.  Þess vegna getur hann ekki með óbreytt að skoðun og viðhorf tekið þátt í þessarri uppbyggingu.

Hann dæmdi sig úr leik með afstöðu sinn gegn þjóðinni og með sér-hagsmunum flokkseiganda (t.d. kvótagreifanna sem veðsettu kvótann og skulda allan óveiddan fisk næstu 2-3 ára).  

Stétt með stétt er hlægilegt þegar á málið er horft og Sjálfstæðisflokkurinn hafnar rauhæfum lausnum sem ALLT atvinnulífið hefur grétbeðið um og því er flóttinn mikli hafin frá X-D.

Gangi þér vel

X-S fyrir fólkið í landinu, viðskiptafrelsi og meiri lífsgæði.

Ragnhildur (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 19:25

13 identicon

Held að þessi  Ragnhildur sé starfsmaður á kosningaskrifstofu Samfylkingar. Hún vill ekki svör og hlustar ekki á svör. Samfylkingin var á vaktinni í viðskipta og bankamálaráðuneyti í hruninu, Samfylkingin er pöpulistaflokkur slær úr og í og þorir ekki að taka neina afstöðu.

Við Sjálfstæðismenn eru vængbrotin. Ég vil henda út fullt af fólki af listum og ráðum og stjórnum flokksins og hreinsa almennilega til. Kannski tekst það næst. En við höfum viðurkennt okkar aðkomu og komið með tillögu til úrbóta. Sjálfstæðisflokkurinn trúir á mig, á einstaklinginn. Ég óttast forsjárhyggju vinstri flokka og held áfram að kjósa D en .... ég mun strika út!

Soffía (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 21:36

14 identicon

Sæl Ragnheiður.

Ekki man ég eftir hvernig vinstri stjórnir hafa skilið nákvæmlega við þjóðina, þó ég hafi kosið lengi.  Hitt veit ég að enginn hefur skilið við hana eins og Sjálfstæðisflokkurinn.  Það veit ég vel, að annað eins ástand hefur aldrei verið á landinu. 

Og þetta að þessi ríkisstjórn vilji bara ríkisvæði fyrirtækin, þá spyr ég er það ekki vegna þess hverjir möguleikar þeirra eru og hvernig starfsumhverfi þeirra er.  Eru þessi fyrirtæki ekki komin í þrot vegna þess starfsumhverfis sem Sjálfstæðisflokkurinn skapaði þeim?

Þórdís (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 21:52

15 identicon

Alveg ótrúlegt, eins mikið og í þig er spunið Ragnheiður að þú skulir vera í þessum flokki........nú detturu sennilega út, en grátlegt að perónukjör hefði örugglega haldið þér inni.

Jón bróðir (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 22:29

16 Smámynd: hilmar  jónsson

Já sem betur fer hefur fólk val. Ég á von á því að spillingarflokki þínum verði hafnað, enda sjaldan meiri ástæða til.

hilmar jónsson, 24.4.2009 kl. 22:46

17 identicon

Já ég er í Sjálfstæðisflokknum vegna þess að stefna hans fer vel saman við þá lífsskoðun mína að hafa tækifæri til að velja, mér hugnast illa að  aðrir velji fyrir mig. Ég vil ekki allsherjarríkisvæðingu og tel að gjörbreytt háskólaumhverfi sé talandi dæmi um það sem ég og margir aðrir vilja en örugglega ekki vinstri menn. Þar til dæmis liggur ágreiningur minn og vinstri manna. Sá sem telur að persónukjör hefði haldið mér inni frekar en núgildandi fyrirkomulag, veit ekki hvað fólst í frumvarpinu sem fram var lagt, halló þú hefðir alltaf fyrst þurft að merkja við lista og síðan við fólk á þeim lista!   Þannig var það og fæstir hafa skilið vegna þess að þeir sem lögðu frumvarpið fram voru einfaldlega að slá ryki í augu fólks.

Nei, fyrirtækin eru komin í þrot þrátt fyrir starfsumhverfið sem þeim var búið, þau hefðu aldrei orðið til undir stjórn vinstri manna. 

Spilling er vond hvar sem hún er.  Hún hefur aldrei verið bundin við flokka heldur fólk.

Bestu kveðjur

Ragnheiður Ríkharðsdóttir

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 21:52

18 identicon

Sæl Ragnheiður og til hamingju með að vera inni :)

 Ég held samt að þú sért í vitlausum flokki, því þú segir: 

"Já ég er í Sjálfstæðisflokknum vegna þess að stefna hans fer vel saman við þá lífsskoðun mína að hafa tækifæri til að velja, mér hugnast illa að  aðrir velji fyrir mig."

Ég er 100% sammála þessu.  En Sjálfstæðisflokkurinn vill EKKI heimila okkur þetta Ragnheiður, með því að fara í aðildarviðræður við ESB og leyfa okkur síðan að kjósa um það sem er í boði þar eftir samingaviðræður.  

Það er hin lýðræðislega leið ekki satt?  En X-D segir nei þið fáið það ekki.

Það er forjárhyggja dauðans og á ekkert skilt við lýðræðið og skrýtið X-D berjist gegn frelsi einstaklingsins til að ákveða sjálfur örlög sín.

Ég tel okkur samherja en þig enn vera að berja höfuðinu í steininn með því að reyna þetta í Sjálfstæðisflokknum þar sem frelsið er takmarkað við vilja flokkseigandann.

Kosningaúrslitin sýna STÓRSIGUR ESB og evru sinna en rasskellingu krónu-og einangrunarsinna!

Nú þarft þú að fara vinna í eigin flokki að taka til og koma flokknum í takt við hið nýja Ísland og númer 1 2 og 3, að losa ykkur undan áhrifum náhirðar Davíðs og Co.

Gangi þér vel

Ragnhildur (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 01:18

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband