Námsmenn og engin sumarvinna

Atvinnuhorfur námsmanna bæði á háskóla - og framhaldsskólastigi eru skelfilegar því við blasir að um 13 þúsund námsmenn verði án sumarvinnu og því fylgja enn fleiri vandamál til framtíðar litið.

Rauðgræn ríkisstjórn ákvað 20. febrúar s.l að mynda framkvæmdarnefnd um efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar og eru fjórir stýrihópar starfandi. Einn hópurinn átti að gera grein fyrir atvinnuhorfum námsmanna á á háskólastigi og var markmið hópsins að undirbyggja stefnu og ákvarðanir er varða atvinnumál námsmanna.  Gott  í sjálfu sér en ekkert gagn af ennþá og engar tillögur litið dagsins ljós. Tíminn er að renna út !

Nám er vinna og því þarf að gefa námsmönnum á þessum skólastigum tækifæri  til að stunda áframhaldandi nám með einhverjum hætti í sumar. Það er fjárhagslega, félagslega og tilfinningalega hagkvæmt þrátt fyrir aukinn kostnað skólanna.  Það er augljóst að hægt er að nýta fjölbreyttar kennsluaðferðir í fjarnámi, stað- og fjarbundna verkefnavinnu með leiðsögn og margar aðrar leiðir eru færa og ég er þess fullviss að frumkvæði og áræðni fagfólksins á þessum skólastigum mun leiða til lausna.

Ég veit hvaða afleiðingar það getur haft ef nemendur flosna upp úr námi og aldur skiptir þar engu máli. Samfélagið allt glímir síðar við þau  tilfinninga- og félagslegu vandamál sem skapast við síkar aðstæður, við skulum forða því, ganga hreint til verks  og gera námsmönnum kleift að stunda sitt nám í sumar ef þeir svo kjósa. Munum að  nám er vinna og að menntun er fjárfesting til framtíðar.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ragnheiður,

Ég er að verða leið á ykkur þessum  kosnu  fulltrúum okkar, af hvaða flokki sem þið eruð.

Þið komið með blaður og órökstuddar staðhæfingar en málefnaleg skilgreining á vandamálum eða úrbótaruppástungur virðast vera ykkur ókunn hugtök.

Í rauninni finnst  mér þú vera að segja með þessari færslu að íslenskir námsmenn virðist verða mjög illa staddir innan tíðar en ÞAÐ REDDIST ÁREIÐANLEGA ALLT SAMAN EINHVERNVEGIN .

Mér er alveg sama hvort það voru voru þessir rauðu og grænu eða rauðu og fjólubláu sem stungu upp á eitthvað yrði athugað án þess að neitt gerðist. 

Þetta vandmál var fyrirsjáanlegt. Við höfum ekki heyrt  neitt um varnaðarráðstafanir. Það er engin lausn í augnsýn og tíminn í lok annar styttist. Þú segir vera " þess fullviss að frumkvæði og áræðni fagfólks á þessu sviði muni leiða til lausna" Þú hefur ekki einu sinni greint vandann hvað þá stungið upp á úrlausnum né fært rök fyrir þeirri trú þinni að okkar ágæta "fagfólk á þessum skólastigum" leysi vandann. 

Hversvegna sýnir þú okkur kjósendum ekki það traust eða virðingu  að  rökstyðja skoðun þína?

agla (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 17:34

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

hér áður var fullt af krökkum sem hreinlega nennti ekki að vinna og svo aðrir sem hreinlega þurftu ekki að vinna, ég held Ragnheiður að varast skuli allar staðhæfingar um úrræðaleysi sem og félagslegar ábyrgðir

Jón Snæbjörnsson, 3.4.2009 kl. 21:53

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband