Mínar tillögur að hugsanlegri lausn

Ekki var áætlunin með hugleiðingum um námsmenn og sumarvinnu að sýna einum eða neinum virðingarleysi en af gefnu tilefni þá legg ég hér fram mínar tillögur að hugsanlegri lausn. 

Vandinn var fyrirsjáanlegur um nokkurn tíma en engar lausnir komnar fram enn. Mín skoðun er sú að framhaldsskólarnir þurfi að koma sér saman um hvaða almenn einingarbær námskeiði hægt verði að bjóða og hvaða skólar geti veitt þjónustuna, skólarnir leggi svo sameiginlega fram fjármagn og kennara. Nemendur allra skóla eigi síðan þess kost, kjósi þeir svo, að stunda sumarnám sem verði virt sem einingarbært nám innan þess skóla sem þeir stunda sitt vetrarnám.

Hvað háskólana varðar þá ætla HR og Bifröst að bjóða sumarnám án þess að óska eftir aukafjárveitingu en ríkisreknu háskólarnir ekki af því er virðist, það er umhugsunarvert í sjálfu sér. Nám á háskólastigi er hins vegar sérhæfðara en almennt framhaldsskólanám en það er engu að síður mín skoðun að í því árferði sem nú er ættu háskólar í landinu að reyna samvinnu áþekka því sem ég nefni um framhaldsskólana. Það hlýtur að vera flötur á slíkri samvinnu innan greina sem kenndar eru í öllum háskólunum. Slík samvinna kæmi án efa einhverjum að gagni.

Það er ljóst í mínum huga að skynsamlegra er að veita aukafjárveitingu til menntastofnana heldur en að nemendur í framhalds- og háskólum flosni úr námi. Hugsanlega mætti nýta fjármagnið sem ríksistjórnin hefur áætlað að leggja til við plöntun trjáa á næstkomandi sumri og geyma það verkefni þar til síðar. Ég verð hins vegar að játa að ég hef ekki forsendurnar til að meta kostnað við þessar tillögur mínar en fram til þessa hafa engar tillögur litið dagsins ljós svo það mætti þá leggja til að mínar yrðu kostnaðargreindar.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarna þurfa allir flokkarnir að koma saman í þessu alvarlega máli.Legg til að allt karp verði sett útaf blaðinu,og lausn finnist sem allra fyrst.Vinna saman.

Númi (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 22:40

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Vissulega þarf að vinna að heilindum og eins og Númi hér að ofan nefnir að ýta karpinu út af blaðinu  - en eru til statistiks yfir skólafólk sem nú þegar hafa sótt um vinnu ? ég hef heyrt að titölulega lítið liggur fyrir í umsóknum um störf fyrir sumarið hjá stofnunum td sem hafa með umönnunar og uppeldiststörf að gera sem er undarlegt ef satt er á tímum atvinnuleysis

Jón Snæbjörnsson, 3.4.2009 kl. 23:22

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband