Ekki í lagi !

Töluvert hefur verið rætt um framkomu þingmanna í þingsal, orðaval í ræðum og andsvörum og er ekki skrýtið. Ég vil taka það fram í upphafi að ég sem þingmaður er að sjálfsögðu ekki undanskilin í þessari umræðu og hefði stundum þurft að gæta betur að framkomu og orðavali í ræðum mínum og andsvörum, jafnvel sleppa því að fara í andsvör. En umræðan er þörf og til þess fallin að bregðast þarf við og lagfæra það sem miður hefur farið.

Í þingsal á þessu sumarþingi hefur að mínu mati gætt mikils óróa, hávær frammíköll eru tíð, jafnvel samtöl milli þingmanns í ræðustól og þingmanns úr sal hafa átt sér stað, sérstakar myndlíkingar og leikræn tjáning til áherslu orða og fleira mætti nefna sem er okkur þingmönnum ekki til sóma. Það afsakar ekki framkomu okkar þingmanna að langt er liðið á sumar, málin mikilvæg, ágreiningur mikill, álag töluvert og meira á suma þingmenn en aðra. Við þurfum að fara einhvern milliveg frá því sem nú er það er algerlega ljóst, því ekki viljum við hafa umræðuna í þinginu algerlega litlausa og steypa alla þingmenn í sama mót.

Ég hef sagt að sem einn af varaforsetum þingsins muni ég taka málið upp í forsætisnefnd þar er rétti vettvangurinn því þingforsetar geta sem slíkir haft áhrif á braginn í þingsalnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

enda ávinnst lítið svona - kippa í liðinn strax

Jón Snæbjörnsson, 26.8.2009 kl. 13:54

2 identicon

Frammíköll, Ragnheiður eru orðin agavandamál, frekar en stíll. Til eru fræðileg rök Gunnars Thoroddsen fyrir frammíköllum. Með andsvara-ákvæðinu átti að draga úr köllunum. Svo varð ekki. Hegðun þingmanna er bara ágætt að ræða á forsetafundum.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 14:21

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hefði ekki verið smekklegra Ragnheiður að taka málið fyrir á þessum fundi OG sleppa því að tilkynna það í pressuna til að gera meira úr málinu.

Ekki að þetta sé leyndarmál, en ég held að þessi aðferð þín teldist ekki brúkleg ef þingmaður úr eigin flokki ætti hlut að máli.

En þingið er orðið eins og órólega deildin á ónefndri stofnun.

Enda ekki skrýtið að fólk sé búið að missa virðingu fyrir Alþingi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.8.2009 kl. 16:10

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Hvað er verið að blanda flokkum í þessa umræðu - snýst bara ekkert um það heldur ma að vera með toppstykkið í lagi.

Finnst þér að Sigmundur eigi afturkvæmt ? ég tel að maðurinn hafi fyrirgert rétti sínum sem þingmaður með þessu athæfi - hvað ef þetta hefði verið ölvaður maður á bíl akandi í nágrenni einhvers leikskólans - það þarf að taka strax á svona málum en ekki að þæfa þau út í hið óendanlega - sumir tala núna um endurupptöku Siðareglna ?

Siðareglur ? nú mæta þar meyjar og peyjar í gallabuxum, rall hálf með fitugt hárið - sé ekki fyrir mér að siðareglur verði settar í bráð

Jón Snæbjörnsson, 26.8.2009 kl. 16:15

5 identicon

Það væri kannski ráð að Alþingi hefði áfengismæli þarna innan-húss til að draga af allan efa.

Láta sömu reglur gilda um viðveru í þingsal og akstur bíls.

Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 16:31

6 identicon

Er ekki einmitt verið að vinna að virðingauppbyggingu þingsins með að um málið er fjallað opinskátt, en ekki falið í einhverjum nefndum Samspillingarinnar?

Maðurinn var út í hött, og hefði verið það, sama úr hvaða flokki hann kæmi.

Skemmtanagildi Eldvatnsmessun Sigmundar var uppá 5 stjörnur.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 18:13

7 identicon

Þingmaður þingeyinga,og framsóknarmanna og þá síðar sjálfstæðisflokks Benedikt Sveinsson forfaðir Bjarna Ben hins yngri var ansi oft kátur á þingi.Sumir sögðu á þeim tíma að hann stjórnaði bara betur er hann var í glasi,Benedikt þessi mun hafa verið hinn mesti grallari,og mun Jónas frá Hriflu ekki allskostar hafa líkað við Benedikt sökum drykkju og óláta stundum á þingi.

Númi (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 18:25

8 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Gilda lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 60/1996 aðeins um okkur starfsmenn ríkisins, en ekki um þingmenn?

Ef tollvörður eða lögreglumaður eða annar opinber starfsmaður mætti fullur í vinnuna fengi hann áminningu:

21. gr. Ef starfsmaður hefur sýnt í starfi sínu óstundvísi eða aðra vanrækslu, óhlýðni við löglegt boð eða bann yfirmanns síns, vankunnáttu eða óvandvirkni í starfi, hefur ekki náð fullnægjandi árangri í starfi, hefur verið ölvaður að starfi eða framkoma hans eða athafnir í því eða utan þess þykja að öðru leyti ósæmilegar, óhæfilegar eða ósamrýmanlegar starfinu skal forstöðumaður stofnunar veita honum skriflega áminningu. Áður skal þó gefa starfsmanni kost á að tala máli sínu ef það er unnt.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 26.8.2009 kl. 19:21

9 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Guðbjörn hittir hér naglann á höfuðið og ég vil taka undir spurningu hans. Það hefur ekkert með flokkapólitík að gera.

Sigurður Þór Guðjónsson, 27.8.2009 kl. 02:20

10 identicon

Jenný Anna, sem útirlokar þá sem ekki eru sammála þér á síðunni þinni, þér ferst!!  Þú segir fólki að vera smekklegt og ekki að fara með málefnin áfram, þú sem skrifar útí eitt og krítiserar allt nema þinn eigin flokk.  Manst þú ekki nokra mánuði aftur í tímann, öll stóru orðin?  Rifjaðu það upp!!!!  Eitt að lokum, farðu og lærðu að skrifa, alt sem þú lætur frá þér er sundurlaust, kanske stíll hjá þér, en er orðið frekar dapurt.

Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 02:53

11 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Ég vil líka mótmæla Jenný Önnu varðandi rök hennar en verja hana gagnvart Guðrúnu Jónsdóttur. Jenný á rétt á sínum skoðunum og hefur aldrei farið í grafgötur með það að hún er pólitískt mjög rauðlituð. Hún er einnig mjög vel skrifandi og fær penni að mínu mati. Nóg með það...

Mér finnst fáránlegt að hnýta í Ragnheiði fyrir að vera lítt hrifin af því að fólk mæti drukkið í vinnuna. Þarna eru allir örþreyttir og það er virðingarleysi að mæta og haga sér á þennan hátt gagnvart örðum þingmönnum og þjóðinni. Vissulega gæti verið að SER hafi kippt meira og þolað minna þar sem hann er svona þreyttur en einmitt þess vegna þarf fólk að gæta sín og lágmarkið er að sleppa því að drekka þegar hann ætlar að mæta í vinnu.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 27.8.2009 kl. 07:25

12 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Enga meðvirkni takk. Hvorki gagnvart spilingu né vímugjöfum.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 27.8.2009 kl. 07:31

13 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

kom maðurinn keyrandi til vinnu þennan dag ?

Jón Snæbjörnsson, 27.8.2009 kl. 08:16

14 identicon

Ekki get ég séð hvort ykkar þingmannanna (Ragnheiður/Sigmundur) er að bregðast skyldum, hann að mæta fullur í þingsal, eða þú að eyða tíma og aurum skattgreiðanda í  þetta klögumál, á meðan að stór hluti fólks er á leið undir hamarinn og sér bara örvinglan og brottflutning.

Fariði bæði að taka á vandanum og leggja til hliðar þennan sandkassaleik.

Magnus Jonsson (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 08:23

15 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Ekki ætla ég að mæla því bót að menn mæti almennt undir áhrifum áfengis á þingfundi,  en eitt finnst mér vanta í þessa umræðu! Skilst að framsaga hans hafi bara verið með ágætum þótt brýnt hafi raustina með köflum.

Olli viðkomandi þingmaður einhverjum skaða , öðrum en á sínu eigin mannorði ?

Voru greidd atkvæði, þar sem ætla má að hann hafi greitt það öðruvísi en allsgáður?

Hafa menn ekki áður brýnt röddina og jafnvel látið óviðurkvæmilegri orð falla , en Sigmundur gerði í sínum málflutningi, án þess að allt logaði af hneykslan?

Sjálfsagt að finna að við manninn, og það væntanlega helst hlutverk forseta sem var að störfum þetta kvöld. En þessi síbylja um þetta atriði sem er bara smámunir miðað við svo margt sem okkar þingmenn hafa af sér gert í gegnum tíðina og hefur valdið þjóðinni stórum skaða, er að verða svolítið leiðigjörn.

Gefum  Simma annað tækifæri, en ef honum verður aftur á , þá - engin miskunn!

Kristján H Theódórsson, 27.8.2009 kl. 09:58

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kæra Ragnheiður, biðst afsökunar á að hér sé fólk farið að skrifa skilaboð til mín inni á þinni síðu.

Guðrún: Á þremur árum hef ég lokað á innan við 10 manns og þú mátt trúa því að þeir hafa farið vel yfir öll mörk í skítkasti.

Þegar ég les innleggið þitt hér þá vona ég að ég hafi lokað kyrfilega á þig og hent lyklinum.

En ég hætti samstundis að blogga fyrst þér líkar ekki "stílinn".  Ég afber það hreinlega ekki að fólk hafi skoðanir á blogginu mínu.

Jafnaðu þig kona. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.8.2009 kl. 09:59

17 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Þessi hanaslgur á þinginu segir allt um það hverskonar fólk stýrir landinu. Okkar besta og hæfasta fólk sækist ekki eftir þingsetu vegna lágra launa og áreytis

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 27.8.2009 kl. 11:28

18 identicon

Hvernig væri að minnast á að Sigmundur Ernir var í boði  á vegum MP banka, það finnst mér alls ekki við hæfi og alls ekki við hæfi á þessum tíma

Ingibjörg (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 13:47

19 identicon

Góðan daginn

'Eg vil að það komi hér fram að ég hef beðið Sigmund Erni afsökunar á andsvörum mínum þettta umrædda fimmtudagskvöld og þó sérstaklega seinna andsvari sem var dónalegt af minni hálfu.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 16:49

20 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Flott Ragnheiður.  Þig mættu fleiri taka til fyrirmyndar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.8.2009 kl. 16:56

21 identicon

Ragnheiður þú þurftir ekki að biðja Sigmund afsökunar.Það væri honum Sigmundi hollast að taka pokan sinn, öðrum plebbum á þingi til aðvörunar.Sigmundur fellur alveg í sama pitt og Árni Johnsen,það verður aldrei tekið mark á honum á þingi,,,,,,,og sveiattan......

Númi (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 22:59

22 Smámynd: Karl Tómasson

Umræðan í bloggheimum er oft lífleg og skemmtileg. Hún getur einnig verið ömurlega rætin og ljót. Þess vegna kjósa margir bloggarar að gefa ekki kost á athugasemdum hjá sér.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir er hrein og bein og treystir sér alltaf í umræðuna. Þessi bloggsíða hennar er gott dæmi um það, hér fá allir tækifæri til að tjá sig. Það er meira en margur getur sagt, svo ekki sé nú talað um fólk í svipaðri stöðu og hún.

Hvað er hægt að segja um hugleysingjana sem vega úr launsátri með óhróður og svívirðingar undir nafnleynd, eins og dæmi eru um, hér á síðu Ragnheiðar og víðar.

Það er alltaf gott að vita hvar maður hefur vini sína.

Bestu kveðjur til þín kæra vinkona frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 27.8.2009 kl. 23:15

23 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mér finnst ábendig um þessa færslu eiga heima hér.

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.8.2009 kl. 10:11

24 identicon

Siðapostulin Karl Tómasson í essinu sínu.Var það ekki þessi Karl og þú Ragnheiður sem áttu þátt í því að skemmileggja umhverfi gömlu Álafossverksmiðjunar? Bið afsökunar ef ég hef rangt fyrir mér.

Númi (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 00:53

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband