Fáranlegt kerfi!
14.8.2009 | 21:52
Hvað er í gangi? Landspítalinn og Sjúkratryggingastofnun eru ríkisstofnanir og báðar á fjárlögum íslenska ríkisins. Nú bregður svo við að sjúklingur þarf á aðgerð að halda sem hægt er gera á LSH en þar er ekki mögulegt að fjármagna aðgerðina vegna sparnaðar svo sjúklingurinn er sendur úr landi og önnur ríkisstofnun greiðir fyrir og það kostar töluvert meira en ef aðgerðin hefði verið gerð á LSH. Við eigum frábært fagfólk, skurðstofur og tæki en það er ekki nýtt heldur greitt úr sama ríkisvasa fyrir aðgerð í öðru landi.
ER ekki allt í lagi í þessu kerfi okkar? Af hverju greiddi þá Sjúkratryggingastofnun ekki LSH fyrir aðgerðina og nýtti íslenska fagfólkið, sparaði peninga fyrir ríkið og ekki síður tíma fyrir umræddan sjúkling.
Það er nokkuð ljóst af þessu dæmi að hér þarf að taka rækilega til.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:55 | Facebook
Athugasemdir
Ragnheiður:
Nei, það er ekki allt í lagi hjá okkur í þessu kerfi!
Von mín er dofnuð - ef ekki horfin - um að við efnahagshrunið og tekjufall ríkisins yrði tekið til hendinni í ríkisrekstri, m.a. með sameiningum stofna og annarri hagræðingu! Vinstri flokkarnir treysta sér ekki í slíkar aðgerðir!
Það sem á að gera er að ráðast á kjör opinberra starfsmanna í stað þess að ráðast á vandann, sem er léleg framleiðni hjá sumum stofnunum hins opinbera. Taka þarf til hendinni við þetta verkefni sem fyrst. Hægt væri að spara mikla fjármuni í mennta- og heilbrigðiskerfinu - tveimur stærstu útgjaldapóstunum - ef vilji væri til þess. Tillögur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar voru góð dæmi um hvernig er hægt að spara með sameiningu stofnana og með því að leggja niður óhagkvæmar rekstrareiningar.
Við þurfum að ráðast í kerfisbreytingar - jafnvel þótt einhverjir missi vinnuna - en ekki í að eyðileggja kjör fólks! Þannig er um raunverulegan sparnað að ræða til framtíðar og þannig komum við í veg fyrir atgervisflótta frá ríkinu og þannig tryggjum við ásættanlega þjónustu fyrir borgarann!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 15.8.2009 kl. 16:46
Þetta er nú verk Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og tiltölulega nýlegt.
Einar Þór Strand, 15.8.2009 kl. 18:48
Einar Þór:
Sjálfstæðisflokkurinn var nú ekki lengi með heilbrigðisráðuneytið!
Framsóknarflokkurinn var ekki til í neinar breytingar í heilbrigðismálum og Ögmundur vinur dregur einnig lappirnar í þeim efnum, þótt staða ríkisjóðs sé þannig að ekki verður hjá kerfisbreytingum komist!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 15.8.2009 kl. 19:54
Ögmundur tók aftur allar sparnaðaðgerðir á landsbyggðinni, "eftir samráð við heimamenn" við höfum ekki séð hann ræða við okkur heimamenn á LSH, sem mun taka á sig allt eins og fyrri daginn.
Finnur Bárðarson, 15.8.2009 kl. 20:55
En það var sjálstæðisflokkurinn sem splittaði trygginarstofnunfrá helbrigðisráðuneytinu.
Einar Þór Strand, 16.8.2009 kl. 01:11
Ég óska þess að þetta sé ekki rétt. Að á sama tíma og ég er að berjast fyrir því að barnið mitt fái aðgerð í Boston og fæ ekki m.a. vegna kostnaðar.
Hildur Arnar (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 04:27
Einar Þór:
Það kemur margt afkáralegt út úr breytingum þegar þær eru stöðvaðar í miðju kafi.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 16.8.2009 kl. 08:42
Ég vona að þetta sé ekki rétt því að ég þekki til barns/ barna sem þurfa á aðgerð að halda erlendis, en fá ekki vegna fjárskorts. Í stað þess að fá aðgerðir sem í öðru tilviki myndi bæta líf barnsins til muna og í hinu tilviki gefa barninu sem þar um ræðir að lifa sínu lífi eins og venjuleg börn, fá foreldrarnir síendurtekna neitun frá TR og fá ekki einu sinni greidda út dagpeninga vegna lýtarlegrar aðgerðar sem TR var þó búin að samþykkja. Hvað er málið?
Drifa Guðbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 21:57
Hérna eru íslensk börn sem TR neitar að fjármagna aðgerð hjá http://barnaland.is/barn/17474/vefbok/ svona er íslenska heilbrigðiskerfið frábært, það mismunar börnum eftir sjúkdómum.
Dísa (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 22:08
Mér er slétt sama hverjir koma á kerfi sem virkar jafn illa og þetta dæmi sýnir. Það þarf að bara að lagfæra slíkt.
Sjúkratryggingastofnun er ætlað að semja um kaup á heilbrigðisþjónustu og greiða fyrir þjónustuna en henni var ekki falið að fara dýrari leiðina það er af og frá.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 16:25