Hagsmunir!

Í Fréttablaðinu í dag ræðir Eiríkur Bergmann um  ICESAVE samninginn. Hann reifar þar hugmynd um þriðju leiðina sem ýmsir aðrir hafa nefnt og er virkilega þess virði að þingmenn ræði. En hann er ekki ýkja bjartsýnn á að hún gangi eftir og af hverju ekki? Jú, hann gefur sér forsendurnar og þær eru: " Stjórnarliðar vilja standa við þann samning sem stjórnvöld hafa þegar gert við Breta og Hollendinga en stjórnarandstaðan vill fyrir alla muni fella samninginn og koma þannig pólitísku höggi á ríkisstjórnina."

Það dapurt þegar fulltrúi " akademíunnar" gefur sér slíkar forsendur og raðar þingmönnum í dilka með þessum hætti. Það getur ekki verið og ég neita að trúa því að þingmenn almennt  beri ekki hagsmuni þjóðarinnar ofar eigin pólitískum hagsmunum. Mínir pólitísku hagsmunir eru engir í þessu máli en mér finnst þessi samningur óásættanlegur og ég get ekki skilið að íslenska þjóðin ein þurfi með þessum hætti að gjalda fyrir brogað regluverk Evrópusambandsins. Það getur ekki gengið að sá ótti annarra Evrópuþjóða, að það myndist vantrú á sjálft kerfið og hugsanlegt áhlaup á alla banka í Evrópu, eigi að knésetja íslenska þjóð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Kæra Ragnheiður

Hjartanlega sammála þér

Þetta snýst ekki um pólitík eins og allir ábyrgir menn vita. Þetta er miklu alvarlegra en pólitík. Þetta fjallar um framtíð Íslands

Eiríkur Bergman er bara barn sem er í leik. Fyrir honum er þetta einungis leikur, pólitískur spunaleleikur með tindáta á taflborði ESB-leiksins sem hann spilar. Pillur i glasi. Lengra er það ekki. ESB-fjölmiðlar Íslands lepja þetta svo upp eins og opinberunarerindi nýspunamennskunnar sem þeir eru jú svo uppteknir við

"Hvar varðar mig um þjóðarhag". Þau ummæli þekkja margir, - enda vel til áranna komin.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 8.7.2009 kl. 23:52

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Guð sé lof að við höfum sönnum fyrir því hvað Bretar er tilbúnir að ganga langt í samningum, smala saman EU Seðlabankasvæðunum til að ráðast á okkur efnahagslega: heimstyrjaldir hefjast einmitt á svo yfirlýsingum.

Er nú hægt að taka EU af dagskrá. Hætta þessum skrælingja hráefnisútflutningi.   Kartöflu kíló 1 Kr. Kostar kannski 10 kr hjá birgja fer í pökkun og kostar 50 kr.  Fyrsta hækkun er 1000% næsta er 500%. 

D sendur fyrir lágu álagninguna [40 kr]. Vinna, veiða minna vinna og græða meira þegar upp er staðið.

Milli USA og Kína annarsvegar og þriðja heimsins liggur EU. Ísland er góður hlutlaus fundarstaður. EFTA aðildin að EU regluverkinu og Senghen lokar Íslandi fyrir hagvaxtarblokkum framtíðarinnar: fullvinnslu viðskiptum. Minnkar val [EU 8%globalt] .Öll trúum við á jöfn tækifæri. EU er búin með sín.

Hvað hefði gerst innlimuð í EU með sameiginlega utanríkisráherra þegar hæfur meirihluti undir forustu Breta legði til að svelta þjóðina í hel?

Eiríkur Bergman er eitt EB. Undirmáls heili.

Júlíus Björnsson, 9.7.2009 kl. 00:21

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Fjör hjá Lofti A. í dag. 

Júlíus Björnsson, 9.7.2009 kl. 08:18

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

skrítin þessi pólitík Ragnheiður - ef allir töluðu af fullur hreinskilni og töluðu og kysu eins og samviskan segði þeim

Jón Snæbjörnsson, 9.7.2009 kl. 10:49

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

afsakið

fullur = fullri

Jón Snæbjörnsson, 9.7.2009 kl. 10:50

6 identicon

Ágætis pistill hjá Ragnheiði. En athugasemdirnar gef ég ekki mikið fyrir. Fullar af ómerkilegheitum. Eiríkur er barn að leik segir Gunnar ESB íbúi og undirmálsheili segir Júlíus beturvitringur. Rosalega eru þessir tveir málefnalegir eða hitt þó heldur. Ekki hægt að taka mark á svona rugludöllum.

Ína (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 16:31

7 Smámynd: GH

Ekki gleyma Ragnheiður að íslenska þjóðin greiðir ekki ein, því að helmingur Icesafe reikninganna er borinn af Bretum og Hollendingum. Eins er það orðin dálítið þreytt lumma að kenna slæmum reglum um allt -- reglurnar voru sjálfsagt brogaðar og verða vonandi bættar, en meginvandinn var þó sá að íslenska regluverkið brást algerlega og í stað þess að reyna að hemja bankana ferðuðust ráðherrar, seðlabankastjóri og fjármálaeftirlit landa á milli og lofsungu þá. Þannig erum við ekki f.o.f. að súpa seyðið af vondum reglum heldur af ónýtum embættismönnum!

GH, 9.7.2009 kl. 17:05

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Eiríkur Bergamann er einn af spunaliðum Samfylkingarinnar fyrir EB. Honum er samt mjög í mun að litið sé á hann sem fræðimann og þessi spuni er öðrum þræði settur fram til þess að búa til falskan vegg milli hans sem "fræðimanns" og skoðanabræðranna.

Sigurður Þórðarson, 9.7.2009 kl. 22:23

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

Árinni kennir illur ræðari. Regluverk bregðast  ekki [allls ekki Í EU ríkjum]. Einstaklingarnir brjóta lögin.

Siðspilling ruglar dómgreind hinna veiku.

Verum fullorðin.

Júlíus Björnsson, 9.7.2009 kl. 22:32

10 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Góður pistill. Eiríkur Bergmann telur sig vera sérfræðing í ESB málum. Svona yrði þetta með inngöngu í ESB, við værum endalaust að samþykkja eitthvað sem enginn vill fá.

Ragnar Hall skrifar frábæra grein í Fréttablaðið 10. júlí. Þar jarðar hann rök þeirra sem vilja samþykkja Icesave endanlega.

Sigurður Þorsteinsson, 11.7.2009 kl. 09:47

11 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Sammála þér Ragnheiður.  Þennan samning verður að fella.

Þórður Björn Sigurðsson, 12.7.2009 kl. 18:14

12 identicon

Sæl Ragnheiður,

Ég sá að þú greiddir atkvæði með umsókn í ESB. Núna er kominn tími til þess að þú skammist þín og drullir þér burtu úr flokknum. Svikari. 

Samflokksmaður (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 13:36

13 identicon

Líkt og GH og Júlíusi, þá fór beint fyrir hjartað á mér það að kenna ESB um, og ekki fyrst og fremst lögleysunni, túlkunarbrotunum, aðgerða- og eftirlitleysinu sem ríkti hér á íslandi. Það má ekki gleymast að almennir borgarar íslands og annara landa í kringum okkur blæða ofan í fylleríið sem átti sér stað hér.

Peningar vaxa ekki á trjánum, þeir eru blóð hins vinnandi manns, og þá í orðsins fyllstu merkingu.  Við byggingu kárahnjúka þá var t.d. gert ráð fyrir a.m.k. 6 dauðsföllum.  Þetta er metið í peningum.  Það sem ísland gefur í hjálparstarf til þróunarþjóða er einnig metið í mannslífum.

Gott hjá þér að kjósa ekki myrkrið. Vitneskja og skylningur á umheiminum er það sem mun bjarga íslandi.

Hróbjartur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 16:22

14 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Djöfulsins bölvaður snillingur ertu kona. Þú stóðst þig eins og hetja í dag.

Jón Gunnar Bjarkan, 16.7.2009 kl. 23:16

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband