Markmið og leiðir
21.6.2009 | 22:07
Steingrímur J. talaði fyrir frumvarpi um ríkisfjármálin á föstudaginn. Það kom á daginn sem maður óttaðist að fyrst og síðast er horft til skattahækkana en síður til niðurskurðar í ríkisfjármálum.
Skattahækkanir verða á þessu ári um 130 þúsund krónur að meðaltali á hverja fjölskyldu og 270 þúsund á næsta ári. Hækkanir á virðisaukaskatti, tekjuskatti og launatengdum gjöldum eiga að skila rúmum 10,4 milljörðum króna í ríkissjóð á þessu ári og 28 milljörðum á árinu 2010.
Ég hefði kosið að ríkisstjórnin sýndi meiri djörfung í niðurskurði og aðhaldi í ríkisrekstri en svo var ekki. Það er nokkuð ljóst að ríkisstjórnir undir forystu Sjálfstæðisflokksins hafa leyft ríkisbákninu að blása út og þrátt fyrir að þeim ríkisstjórnum hafi tekist að reka ríkissjóð með hagnaði síðustu árin þá réttlætir það ekki útþenslu ríkisbáknsins. En ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hefur heldur ekki kjark til niðurskurðar, það þýðir að við náum mun seinna tökum á þeim hallarekstri sem við blasir svo einfalt er það.
Hinn frjálsi atvinnumarkaður hefur þurft að fara í gagngeran niðurskurð, taka margar mjög sársaukafullar ákvarðanir, stytta vinnutíma, minnka stafshlutfall en hinn opinberi geiri hefur sloppið að stórum hluta. En það þarf að lækka ríkisútgjöld og í samvinnu við stafsmenn og stofnanir þarf að segja hvar og hvernig. Starfsmenn ríkisins hvar sem þeir starfa sem og notendur þeirra þjónustu sem ríkið veitir, allir eiga rétt á að vita hvað er framundan.
Okkur greinir á um leiðir en markmiðið er það sama.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mig langar að spyrja Þig kæri þingmaður.Hvernig líst þér á það að þeir skemmdarvargar sem gerðu þjóðinni þenna ljóta grikk semsagt gjaldþrota,séu eltir uppi og handsamaðir og eigur þeirra þefaðar uppi og eignir frystar.?Flestir þessara manna eru flokksbræður þínir,hvaða skoðun hefir þú á þessum spurningum mínum.? Mér er sagt að ENRON svikamyllan sé bara skiptimynt miðað við þennan ICESAVE bræðing.
Númi (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 00:28
Það er alveg ótrúlegt að heyra sjálfstæðismenn tala um að "ríkissjóður hafi verið rekinn með hagnaði" (afgangi) þegar allir meðalgreindir vita að ríkissjóður var að mestu rekinn á yfirdrætti þ.e. gríðarlegum viðskiptahalla og þess utan með sölu eigna.
Auðvitað er það alveg rétt að það verður ekki komist hjá að skera margfalt meira niður ríkisútgjöldin. Það er þakkarvert að þeir sem komu landinu á hausinn séu búnir að átta sig á þessu ég tala nú ekki um ef þeir gefa góð ráð um hvar fyrst eigi að bera niður.
Sigurður Þórðarson, 22.6.2009 kl. 00:35
Það skilja allir að það verður að hækka skatta núna. Mest um vert er að þeir séu ekki hækkaðir á þá sem lægst hafa launin. Ríkisstjórnin mun örugglega skera meira niður þó það sé ekki komið fram ennþá þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því. Ég er ánægð með að þau ætli að gera þetta eins varlega og hægt er og reyna að hlífa heilbrigðis og velferðarkerfinu eins og kostur er. Mér finnst að þið sjálfstæðisfólk eigið að vinna með þeim en sleppa því að vera að gagnrýna það sem reynt er að gera.Það hljómar ansi hjáróma eftir allt sem á undan er gengið.
Ína (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 02:26
Í áformum nuverandi ríkisstjórnar vantar öll áform um uppbyggingu. Afhverju er það nú? Gott væri að fá svar við þ´vi?Engin áform um uppbyggingu er á borðinu bara skattar. Auðvitað þarf að taka höndum saman við fyrirtæki í útflutningi og fa fra þeim hvernig hægt er að tvöfalda útflutninginn.Þetta er það mikilvægasta sem hægt er að gera í dag.Og hefja samstarf við Samtök Iðnaðarins um þessi mál þetta er það eina sem hægt er að gera til að fara sem skemstu leiðina upávið.Það hefur verið marg komið fram að ekki verður skorið niður hjá rikinu vegna þess að atvinuutryggingasjóður er að verða tómur og ekki hægt að bæta miklu á hann.
Árni Björn Guðjónsson, 22.6.2009 kl. 08:36