Aldrei orðlaus en hvað er í gangi?
15.3.2009 | 04:21
Ég verð að taka undir með Völu Bjarna hvað er eiginlega í gangi hjá eigendum HB Granda? Þær fréttir sem berast af arðgreiðslum til eigenda á meðan samið er um að fresta samningsbundnum launahækkunum til starfsmanna eru með öllu ólíðandi. Strákar gangið í takt við okkur hin. Þessi græðgisvæðing núverandi eiganda er ekki í takt við hugmyndir stofnanda HB á Akranesi, þess er ég fullviss. Athafnafrelsi einstaklinga er afar mikilvægt, misnotkun þess er óþolandi fyrir okkur hin sem viljum halda í þá lífsskoðun að slíkt frelsi sé undirstaða þess að byggja samfélagið upp á nýjan leik. Þeir sem haga sér með þessum hætti eru að stuðla að því leiðin út úr efnahagsvanda samfélagsins verði vörðuð ríkisrekstri og afskiptum misviturra stjórnamálamanna. Hvar er skynsemin, hvar er læsi á íslenskt samfélag?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sammála þér Ragnheiður. Á þessum tímum telst svona ráðslag hreinlega ekki eðlilegt.
Nema auðvitað að græðgin sé einfaldlega læsinu á íslenskt samfélag, sem þú nefnir, yfirsterkari.
Má vel vera að svo sé. En það er heldur ekki eðlilegt, eiginlega bara svona frekar sjúklegt. Og það síðasta sem samfélagið þarf á að halda.
Ef svonalagað er ekki brot á fyrirbærinu Social Contract, sem Evu Joly varð einmitt tíðrætt um á dögunum og allir stjórnmálamenn verða að þekkja, þá veit ég ekki hvað...
Óska þér svo til hamingju með glæsilegan árangur í prófkjöri.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 15.3.2009 kl. 04:46
Sæl Ragnheiður.
Þetta er syndrome "GREEDY".
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 04:56
Haraldur Böðvarsson var um margt merkilegur karl og fróðlegt að lesa ævisögu hans en þessi gjörð stjórnar HB Granda er í anda hans td er hvergi í avisögunni minnst á sementsverksmiðjuna sem er forvitnilegt í samanburði og framkoma hans við starfsfólk í verkfalli sbr banaslysið við löndun úr bát í verkfalli.
Pétur Kristjánsson (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 08:46
Sammála þér. Þessar arðgreiðslur eru taktlausar. Frelsi fylgir ábyrgð.
Sé ekki mikinn mun á misvitrum pólitíkusum og misvitrum bisnessmönnum. Báðir hópar mega sjálfsagt hugsa sinn gang eftir það sem á undan er gengið. Eitt er þó víst. Þörfin fyrir skýrt regluverk og öflugt eftirlit er til staðar.
Það er sorglegt að horfa upp á hvert félagið á fætur öðrum falla. Ekki eingöngu vegna þess að ríkið, sem að mínu viti hefur annað hlutverk, sé að fá þau í fangið. Heldur í ljósi þess félögin eru í raun gjaldþrota, eignir verða að engu, fólk verður atvinnulaust í stórum stíl og samfélagið verður af miklum virðisauka þar sem peningamagn í umferð minnkar stórlega. Svo ég tali nú ekki um þegar nánast allt sem eftir er fer í fjármagnskostnað.
Þess vegna þarf að horfa til þess í alvöru að færa niður skuldir. Um þetta eru margir hagfræðingar sammála. Hagsmunasamtök heimilanna hafa komið fram með tillögur sem ég hvet menn til að kynna sér. Þær má lesa hér.
Þórður Björn Sigurðsson, 15.3.2009 kl. 09:58
Ég vil nú byrja á að óska Sjálfstæðisflokknum til hamingju með að kosið þig í 3. sætið, enda hefur þú "ítrekað sýnt hæfni þína sem stjórnmálamaður". Þú vilt að atvinnulífið sé í takt við samfélagið og hægi sér með "ábyrgum hætti", eitthvað sem þeir hafa ekki gert í langan tíma. Það er auðvitað "óþolandi" að þurfa horfa "endarlaust upp á bull & rugl" eins og þessar arðgreislur nú hjá Granda, þetta er bara ekki að gera sig svona siðblinda! Þú spyrð réttilega: "Hvar er skynsemin, hvar er læsi á íslenskt samfélag...?" Svarið er augljóst: "Þessir skíthælar hafa sagt sig úr eðlilegum samskiptum við samfélagið - það hefur orðið hérlendis SIÐROF - og í stað þess að biðjast afsökunar og vinna að lausnum, þá gefa þessir menn bara í - taumlaus græðgi!" Starfsfólk Granda sem ekki fékk sína launahækkun fær alla mína samúð. Við félaga minn Kristján Loftson vil ég segja: "Svei svona gera menn ekki", ekki ef til staðar er "heilbrigð skynsemi...."
kv. Heilbrigð skynsemi
Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 11:09
Þetta eru skrýtnir fuglar sem fara með ferðina þarna og gjörsamlega úr takti við það sem er að gerast í samfélaginu -en því miður virðumst við eiga nóg af svona fuglum, þetta eru ekki farfuglar og því seitjum við uppi með þá.
En til hamingju með góðan árangur Ragnehiður, hefði reyndar viljað sjá þig ofar, en ég ræð engu um það.
kveðja af skerinu fagra til þín og fjölskyldunnar
Gísli Foster Hjartarson, 15.3.2009 kl. 11:18
Já, veistu ég er sammála þér Ragnheiður. Þetta er ólíðandi að heyra til þess að fyrirtæki sem hefur um árabil verið að gefa af sér góða afkomu og í ár stefnir í álíkagóða afkomu þurfi yfir höfuð að draga úr launum starfsmanna þegar herðir að einhverstaðar í reksri þess. Og það það fyrirtæki geti svo sýnt fram á hagnað og greitt út arð á sama tíma og starfsfólk þess herðir sultarólina er með öllu ólíðandi. Hvað er að hjá mönnum sem hugsa svona?
Birgir Brynjarsson (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 13:15
Aðkoma Kristjáns Loftssonar og Ólafs Ólafssonar að græðgisákvörðunum og þrýstingur þeirra á bak við tjöldin á pólitíska umræðu t.d. meintur hlutur Kristjáns Loftssonar í fjármögnun and-ESB radda er mjög forvitnilegt rannsóknarefni. Svo ekki sé talað um eint mvald þessara tveggja sem baksætisbílsstjóra ríkisstjórnar og stjórnmálamanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.
Helgi Jóhann Hauksson, 15.3.2009 kl. 13:20
********************************************
* T I L H A M I N G J U M E Ð 3. S Æ T I Ð ! ! ! *
********************************************
Nú hefjum við öflugt uppbyggingarstarf með öflugu fólki í framvarðasveit Sjálfstæðisflokksins.
Ég óska þér gæfu og góðs gengis á komandi kjörtímabili.
Kveðja, Birgir Brynjarsson.
Birgir Brynjarsson (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 13:25
Til hamingju með árangurinn Ragnheiður.
Það er betra fyrir pólitíkina á Íslandi framtíðarinnar að hreinskiptið fólk og kjarkmikið skipi forystusveitina - - (líka hjá Sjálfstæðisflokknum).
Ég óttast hins vegar að enn muni forystusveitin í þínum flokki kjósa að halda þér til baka þegar kemur að því að velja talsmennina . . .
. . . það er ekki víst að það sé neitt verra fyrir þig - um sinn amk.
Haltu áfram að tala þinni eigin rödd
Kveðja
Bensi
Benedikt Sigurðarson, 15.3.2009 kl. 17:43
Miðað við sköruglega framgöngu þína vona ég þú ryðjir braut fyrir ný gildi. Að vísu er ekki ég ekki stuðningsmaður flokksins, en óska þér til hamingju, enda þurfum gott fólk í öllum flokkum.
Finnur Bárðarson, 15.3.2009 kl. 17:57
Þjóðin er alveg úr takti að leyfa þetta kvótabraskkerfi síðan 1984.
Baldvin Nielsen Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 19:01
Er þetta ekki í boði ASÍ?Ekki var verkafólk haft með í ráðum þegar ákvörðun var tekin um frestun þeirra kjara sem áttu að taka gildi 1 mars.
Guðrún Hlín (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 20:10
Þakka gott blogg.
Hörður B Hjartarson, 15.3.2009 kl. 21:26
Ekkert að þessum arðgreiðslum! En þeir geta þá virt þá samninga sem þeir hafa gert við starfsfólk, og þurfa ekki á þessari frestun launahækkunar að halda.
Björn Finnbogason, 15.3.2009 kl. 22:17
Takk fyrir þessar athugasemdir það er ljóst að ekki eru allir sammála enda ekki við því að búast. En það er kristaltært í mínum huga að þörf er á því að við stöndum vaktina og veitum aðhald í þeirri samfélagsumræðu sem nú fer fram og ekki síður við gjörðum manna.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 21:57