Fyrir hvern vinnið þið?
7.7.2010 | 17:16
Hæstiréttur Íslands felldi dóma þann 16. júní s.l. þess efnis að gengistrygging lána væri ólögleg og fólkið í landinu fagnaði. En ábúðarmiklir embættismenn í Seðlabankanum og hjá Fjármálaeftirlitinu í boði ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms stigu þá fram til aðstoðar þeim sem dæmdir voru.
Aðstoðin er fólgin í tilmælum SÍ og FME um að víkja eigi samningsbundnum vöxtum til hliðar og og nota eigi óverðtryggða vexti Seðlabankans þar til dómstólar komast að niðurstöðu um vexti samninganna. Tilmæli sem ekki eru skuldbindandi og kannski ekki lögleg heldur.
Þetta er með ólíkindum. Eigum við næst von á því að einhverjar aðrar ríkisstofnanir í umboði ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms tjái sig um dóma sem Hæstiréttur fellir og beini tilmælum til þeirra sem dæmdir hafa verið að hlýta ekki dómum fyrr en dómstólar hafi fjallað um önnur atriði sem ekki var kveðið á um í framkomnum dómi.
Fyrir hverja vinna embættismenn Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins og ekki síst ríkisstjórnin?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook