Skýrsla forsætisráðherra vekur hún von eða vonbrigði!

Forsætisráðherra mun á morgun gefa munnlega skýrslu um efnahagsmál. Ég vona svo sannarlega að JS tali í lausnum fyrir fjölskyldur og fyrirtækin í landinu, lausnum sem eru sýnilegar nú á næstu vikum og misserum en ekki með því að nefna aðildarviðræður við ESB. Við getum ekki beðið lengur og þolinmæði fólks er á þrotum, það sást vel á fundinum á Austurvelli í gær.

Þrátt fyrir að  löggjafinn hafi sett margs konar lög, reglugerðir siglt í kjölfarið þá hefur það einfaldlega ekki skilað árangri og flestir finna það áþreifanlega á eigin skinni.  Staða krónunnar er geigvænleg fyrir alla nema útflutningsaðila og það einfaldlega gengur ekki. Gjaldeyrisójafnvægi gerir það að verkum að ekki er hægt að klára efnahagsreikning bankanna. Þeir grípa síðan til þess að lækka innlánsvexti til þess að mæta öðrum kröfum.

Hvað forsætisráðherra segir í munnlegri skýrslu sinni um efnahagsmál gæti vakið von, við skulum bíða og sjá til!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæra Ragnheiður það er því miður borin VON að Samspillingin nefni eitthvað af VITI tengt efnahagsmálum....., þeim tókst það aldrei með ykkur í stjórn, það er ekkert í kortunum sem gefur í skyn að þeir séu gáfaðari nú en þá.....  There is always hope, en í þessu tilfelli er hún sára sára lítil..!

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 23:40

2 identicon

Ég treysti Jóhönnu og hennar fólki best til að leiða okkur út úr erfiðleikunum. En það tekur tíma.Þau lög sem hafa verið sett fyrir fólk í greiðsluvanda er að gagnast minni fjölskyldu þannig að ekki eru þau alslæm! Jakobi sem skrifar gjarnan undir titlinum "heilbrigð skynsemi" vil ég bara segja að hann má kalla flokkinn hennar Jóhönnu Samspillinguna en Jóhanna okkar er líklegast sá stjórnmálamaður sem er mest og best hafin yfir spillingu.Mér finnst að hann og aðrir hægri menn eigi að líta sér nær......

Ína (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 10:02

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þú segir Ragnheiður að staða krónunnar sé geigvænleg og það hreinlega gangi ekki.Því hefur verið haldið fram að gengi krónunnar sé veikt.Það verður að segjast því miður að bæði stjórnarandstaða og ríkisstjórn hafa haldið þessu fram og krónan muni styrkjast.Þegar viðskiptajöfnuður landsins sem ræður mestu um gengið er skoðaður þá er allt eins hægt að segja að það gengi sem er bæði með kork og kút sé allt of sterkt.Samkvæmt samningnum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og EES skal gengið fara á flot í des 2010.Það er klárt að ef það gerist og eins og viðskiptajöfnuðurinn lítur út fram að þeim tíma og vegna skuldastöðu landsins, þá mun gengið kolfalla við það að fara á flot.Bæði stjórn og sttjórnarandstaða verða að horfast í augu við ástandið.

Sigurgeir Jónsson, 25.5.2009 kl. 12:17

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Er ekki þjóðin tæknilega gjaldþrota? Við hverju á maður að búast ef svo er. Lækkun skatta, hækkun launa, afskriftir skulda ? Var bara að velta þessu fyrir mér.

Finnur Bárðarson, 25.5.2009 kl. 17:08

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband