Af hverju að sækjast eftir þingsæti?

Ég var kjörin á þing í  kosningunum 2007 og satt best að segja er ég rétt að fóta mig í þingmannshlutverkinu þegar boðað er til nýrra kosninga á miðju kjörtímbili.

Þjóðarskútunni var siglt í kafi, tími uppgjörs og uppbyggingar er í farvatninu og mig langar að bjóða fram krafta mína og áræðni í því endurreisnar starfi sem framundan er í íslensku samfélagi.  

Ég tel afar mikilvægt að  byggja þá endurreisn á grunngildum Sjálfstæðisflokksins, fylgja mannúðlegri markaðshyggju samhliða öflugu fjölskyldu-, velferðar - og menntakerfi.

Forsenda kjörorðsins um  " stétt með stétt ", sem gleymdist í hrunadansinum mikla,  byggir á því að öllum sé tryggður jafn réttur til menntunar og starfa og skilyrði til að þroska og fá notið hæfileika sinna. Þess vegna skiptir mannauðurinn okkur mestu í þeirri uppbyggingu sem framundan er, ég skora á sjálfstæðismenn að standa vörð um grunngildin okkar og fá fleiri til liðs við okkur því það mun skila þjóðinni árangri á öllum sviðum.

Það eru mörg verkefni sem bíða og því er nauðsynlegt að forgangsraða og nefni ég hér nokkur þeirra verkefna sem brýnt er að ráðast í:

  • að styrkja hag heimila og fyrirtækja með aðgerðum til leiðréttingar á verðtryggðum og gengistryggðum lánum og koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot
  • að draga úr atvinnuleysi m.a. með nýsköpun og mannaflsfrekum framkvæmdum
  • að klára umræðuna um gjaldmiðilinn
  • að sýna verulegt aðhald í almennum ríkisrekstri
  • að efla siðferði í viðskiptum og spyrna við fákeppni
  • að koma í veg fyrir að leiðin út úr vandanum sem við blasir, verði vörðuð ríkisrekstri og afskiptum stjórnmálamanna.

Þau skilaboð til fólksins í landinu að við berum ekki pólitíska ábyrgð eru röng. Það skiptir afar miklu máli  að við sjálfstæðismenn gaumgæfum það sem miður fór í efnahagslífi þjóðarinnar, tökum ábyrgð  á þvi sem er okkar, lærum af reynslunni  því þannig munum við treysta inniviðina og öðlast trúverðugleika á ný. Kraftur okkar og áræðni í uppgjöri fortíðarinnar verður styrkur okkar í framtíðinni.

Ég býð fram karfta mína og áræðni og óska eftir stuðningi í 3ja sæti í prófkjöri Sjálfstæðiflokksins í Suðvestukjördæmi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Þú ert sennilega langskársti þingmaður íhaldsins. Hinsvegar líst mér afar illa á það sem þú kallar grunngildi sjálfstæðisflokksins og " mannúðlega" markaðshyggju. Þessi mannúðlega markaðshyggja hefur komið þjóðinni á kaldan klaka. Þar ber sjálfstæðisflokkurinn mesta ábyrgð og framsóknarflokkurinn litlu minni. SF svaf á verðinum en ber þó ekki ábyrgð á stjórnarfarinu frá 1995 til 2007. Ég óska þér góðs gengis í prófkjörinu.

Sigurður Sveinsson, 6.3.2009 kl. 08:28

2 Smámynd: Áddni

Hvað með siðareglur til handa þingmönnum? Takmarkanir á því að þingmenn séu einnig fjárfestar, og/eða í fyrirtækjarekstri ? Eftirlit með embættismönnum, eftirlit með stofnunum?

Takmarkanir á því að hagsmunatengsl geti myndast?

Hvar stendurðu þar ?

Áddni, 6.3.2009 kl. 09:50

3 identicon

Þó að við hnýtum ólíkt okkar pólitísku hnútum óska ég þér alls góðs á pólitískum ferli. Ég sé ekki tilgang lengur í að rífast um ábyrgð á ......... Það er búið að ráða fólk til að rýna í hvað er hvurs. Ég held að það sé gott fyrir flokkinn þinnað hafa ekki svokallaðan sterkan foringja heldur fá til forustu þann sem kann nútímalega og lýðræðislega stjórnhætti. Sterkur foringi er eins og stór og gild eik með stóra trákrónu. Voldug og falleg á að horfa. En kringum hana er alltaf skuggi og þar vaxa ekki blóm. Að endingu það væri ekki verra að þú sem reyndur skólastjóri tuktaði aðeins til stuttbuxnadrengina í þingflokki þínum svo þeir fari nú að fullornast

Jón Tynes (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 10:00

4 Smámynd: Ragnheiður Ríkharðsdóttir

Takk fyrir þessar athugasemdir. Mín skoðun er sú að þingmenn eigi eingöngu að sinna þingmannsstarfi á meðan þeir eru til þess kjörnir. Tel sömuleiðis sjálfsagt að veita öflugt eftirlit það hefur komið í ljós að þar brugðumst við. 

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, 6.3.2009 kl. 13:02

5 identicon

Ég hef reyndar spurt mig þeirrar spurningar líka.

Kolla (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 14:43

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband