Sértækar aðgerðir strax.

Hún var sorgleg fréttin um húseigandann á Álftanesi sem eyðilagði heimili fjölskyldunnar. Ég hélt að það hefðu verið gefin fyrirheit um að fjölskyldur í landinu yrðu ekki settar út á guð og gaddinn og bönkum verið settar leiðbeinandi reglur þar að lútandi. Það hefur verið fullyrt mörgum sinnum af forystumönnum núverandi ríkisstjórnar að aðgerðir hennar væru fyrir fjölskyldur í landinu og þær kæmu fjölskyldum til góða. En svo virðist svo sannarlega ekki vera.

Það er alveg kristaltært að það verður að grípa til sértækra aðgerða fyrir æði margar fjölskyldur í landinu til þess að koma í veg fyrir jafn örvæntingarfullar gjörðir og við nú höfum orðið vitni að. Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna sem segist vera ríkisstjórn velferðar verður að breyta um takt í húsnæðislánamálum og skoða með opnum huga leiðir sem t.d aðrir stjórnmálaflokkar og Hagsmunasamtök heimilanna hafa kynnt.

Það er ekki hægt að þverskallast við lengur, fjölskyldan er hornsteinn samfélagsins og hana verður að vernda. Grípum til sértækra aðgerða áður en lánasöfnin verða metin og flutt úr gömlu föllnu bönkunum yfir í nýja ríkisbanka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Vanyar ekki stóru orðin hjá ykkur öllum, en ekki neinn af ykkur nennir út að vinna

Jón Snæbjörnsson, 18.6.2009 kl. 16:37

2 identicon

Sæl frænka,

Þetta er sorgleg frétt en sorglegra er þó að frá ríkisstjórninni streyma nú fréttatilkynningar, sem má skilja eins og ástandið sé í lagi eða a.m.k. tekið að batna.  Núna síðdegis kom ein slík:

http://www.idnadarraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/2729

Þar segir m.a.: 

,,Samantekt frá íslensku framleiðslufyrirtækjunum leiðir í ljós að 500 störf tengjast kvikmyndagerð hér á landi."

Og þá er eðlilegt að spyrja hvort það séu fleiri beinlínis í vinnu við að kvikmynda hrunið.  Ég vona að svo sé ekki.

Kveðja, Jón Ævar

Jón Ævar Pálmason (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 16:42

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

nálægt 1% vinnandi afls starfar við fjölmiðlun eða fréttamennsku svo ég er ekki hissa á þessum 500 sem þú segir að hugsanlega dundi sér við kvikmyndagerð

Jón Snæbjörnsson, 18.6.2009 kl. 16:49

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Algerlega sammála, sértækar aðgerðir, þar hefur þú lög að mæla. En Sigmundi mun aldrei takast að plata mig loforðum upp á 20% niðurfellingu án þess að nokkur þurfi að borga. Þó ég kunni ekki að reikna.

Finnur Bárðarson, 18.6.2009 kl. 18:22

5 identicon

Já,Ragnheiður hversvegna er ástandið svona skelfilegt,þú virðist alltaf koma af fjöllum og ekki muna hverjir skipulögðu og voru arkitektarnir í  þessu skelfilega þjóðarhruni.Nei þið sjálfstæðismenn virka svo hissa,að þið hafið komið nálægt þessu hruni,nei nei nei ekki þið.SjálfstæðisFLokkurinn virkar einsog batteríslaus fjarstýring,þú þekkir það að það þarf að vera batterí í fjarstýringunni svo hún virki. Það er leitt hve þú ert farin að líkjast henni Valgerði Sverrisdóttur,fyrrverandi ráðherra.

Númi (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 20:22

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Ragnheiður...hvar ert þú búin að vera sl. ár. Ef þú vilt leggja áherslu á þín orð væri gott að fá þig í lið með okkur í Hagsmunasamtökum Heimilanna....endilega kíktu...www.heimilin.is

Haraldur Haraldsson, 18.6.2009 kl. 22:31

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sammála þetta er sorglegt mál.

En segðu mér annað er það ekki tálsýn hjá forsætisráðherra að hann geti sótt styrk til ykkar sjálfstæðismanna til að undirrita Icesave víxilinn ef einhverjir í VG hlaupast undan merkjum?

Sigurður Þórðarson, 18.6.2009 kl. 23:36

8 Smámynd: Þórunn Reynisdóttir

Það er hörmung að hlusta á ykkur Sjálfstæðismenn í dag að tala um að það sem þið öll hefðuð getað spornað við ef þessi spillingar flokkur hefði nú starfað einsog honum upphaflega fyrir ætlað fyrir  ca 40 til 80 árum og var stofnaðu til.

Enn því miður eru þið enn að standa vörð um hagsmuna aðila þessa þjóðfélags okkar sem vill halda almenningi í höftum og undir stjórn fárra útvalda aðila

Mun aldrei kjósa þenna flokk aftur aldrei skömm á þessu liði öllu

Þórunn Reynisdóttir, 19.6.2009 kl. 01:09

9 Smámynd: Sverrir Stormsker

Geir Haarde sagði í tvígang að það myndi aldrei koma til að fjölskyldur yrðu bornar út úr húsum sínum. Séð yrði til þess að bankarnir myndu ekki ganga að heimilum fólks. Undir þetta tóku froðusnakkarnir Steingrímur og Jóhanna sem sögðu að það yrði reist skjaldborg um heimili landsins.

Það er akkúrat ekkert að marka þetta lið alltsaman. Ekki eitt einasta orð. Þingmenn eyddu hinsvegar drjúgum tíma í að pæla í því hvaða herbergjum þeir ættu að sofa í Alþingishúsinu og hvort að karlarnir ættu að vera með bindi og konurnar með dömubindi. Þetta voru aðal áhyggjumálin niðrá Austurvallarkleppi eftir kosningar.

Þessi góði jarðýtumaður á Álftanesi hefði gjarnan mátt rúnta á gröfunni sinni niðrá Austurvöll úr því hann var kominn í ham á annað borð og ýta aðeins við þingmönnum og ráðherrum.

Sverrir Stormsker, 19.6.2009 kl. 03:40

10 Smámynd: Smjerjarmur

Þessi maður á að vera á bak við lás og slá.  Þessi gjörningur hann var algerlega ólíðandi og þessi fullyrðing hana að hann hafi gert þetta af því að hann var ekki færður af vanskilaskrá sýnir m.a. hversu sjálfhverfur og ruglaður hann er.  Tek fram að ég veit ekkert um manninn annað en það sem komið hefur fram í fjölmiðlum síðustu daga.  ÉG spyr bara: af hverju eru ábyrgir aðilar að réttlæta þessa framgögnu?

Smjerjarmur, 19.6.2009 kl. 10:01

11 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Við eigum eftir að sjá meira af þessu, fólk sem hefur purkunarlaust verið rænt aleigunni er víst til ýmislegs.

Georg P Sveinbjörnsson, 19.6.2009 kl. 11:38

12 identicon

Hæstvirta Ragnheiður alþingiskona,með meiru,hefur þú engan áhuga á því að svara þeim sem á síðu þína rita,eða finnst þér bara gaman að því að tala niður til fólks.?

Númi (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 12:52

13 identicon

Ragnheiður. Þessi maður hefur gert fleiri fjölskyldur en sig gjaldþrota. Það er alltaf hollt að þekkja allar hliðar máls.

Björn S. Lárusson (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 13:24

14 identicon

Sæl öll og takk fyrir athugasemdir ykkar. Ég vil taka fram að ég þekki ekki fjölskylduhagi húseigandans á Álftanesi og er ekki að réttlæta slíka gjörð.  EN til að taka af öll tvímæli þá er ég ekki með þessum skrifum mínum að firra Sjálfstæðisflokkinn ábyrgð á því umhverfi sem skóp frelsi bankanna. Það er hins vegar mín skoðun að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til vegna húsnæðislána fjölskyldna í landinu séu ekki að skila sér og því verði að skoða frekar hvort annarra aðgerða sé þörf.

Það er hins vegar frekar skondið að ef maður setur fram skoðanir sem ekki falla að skoðunum annarra þá er annað tveggja verið að gera  að tala niður til fólks eða níða skóinn af einhverjum.

Ég stend við mína skoðun að það er nauðsynlegt að grípa til enn frekari aðgerða til vegna húsnæðislána fjölskyldunnar´og að lokum ég mun ekki samþykkja ríkisábyrgð á ICESAVE  í þeirri mynd sem þessi samningur er.

ragnheidur ríkhardsdóttir (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 13:29

15 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ragnheiður:

Góður pistill hjá þér.

Allir lesendur:

Ég verð nú að segja að ég skil ekki alveg þennan mann á Álftanesinu. Ég veit ekki hversu bættari hann - eða þjóðin - eftir að hann eyðilagði verðmæti upp á 50-60 milljónir. Reikningurinn lendir á okkur öllum, því einhverjir verða að borga fyrir þetta hús! Maðurinn er að mínu mati skemmdarvargur og á að hljóta refsingu fyrir það.

Ég er með bílalán, sem myntkörfulán hvílir á. Enn hef ég getað borgað af því "ofborganir" og ég er einnig með verðtryggt lán á húsinu, sem hefur hækkað gífurlega mikið en hef getað staðið við þær "ofborganir". Fari svo að ég geti ekki staðið undir mínum skuldbindingum og missi húsið og bílinn mun ég ekki eyðileggja þessi verðmæti, heldur afhenta þær mínum lánadrottnum. Það verður hins vegar ekki gert með ánægju.

Ég mun hins vegar ekki taka því þegjandi þegar ævistarf mitt verður rifið af mér af bönkum sem fóru á hausinn vegna vanhæfra stjórnvalda og stjórnenda þessara stofnana. Skemmdarverk skila hins vegar engu fyrir mig eða mitt samfélag!

Það sem ég lærði af síðastliðnum vetri og því sem við blasir er að það borgar sig ekki að vera heiðarlegur, sparsamur, duglegur, að mennta sig og standa skil á greiðslum við Guð og menn!

Nei, það eru hvítflibbaglæpirnir sem borga sig, því þá fremur maður og fær ekki einu sinni refsingu fyrir! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 19.6.2009 kl. 13:57

16 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Þjóðin kallar eftir "aðgerðum & lausnum STRAX" enda eru þúsundir manns í slæmum málum fjárhagslega og þeir upplifa ekki þá aðstoð sem þeir vonuðust eftir.  Í mínum huga átti ríkið að sjá til þess að íslensku bankarnir færu ALLS EKKI út í það að lána einstaklingum eða fyrirtækjum erlend lán ef þau lán tengdust "íbúðar eða bílakaupum" nema viðkomandi aðilar hafi tekjur eða laun í erlendum gjaldmiðli.  Allir vissu lengi að stræstu eigendur bankanna voru siðblindir skúrkar og þeim var ekki treystandi til að starfrækja "Fish & Chips búð" eins og einn enskur bankastjóri benti á!

Þetta vissu íslensk stjórnvöld en gripu því miður ekki inn í að stöðva þessa gjörninga bankanna & einnig fékk "Icesave frítt spil" - stjórnvöld ættu í mínum huga að krefast þess að öll erlendu lánin séu lækkuð niður í þá upphæð sem þau námu í byrjun árs 2008 - mismunurinn á að afskrifa sem TAP sem skráist á eigendur fyrrum bankanna - þeir taka skellinn - ekki viðskiptamenn bankanna sem voru "naraðir af bönkunum" - naraðir er kurteist orð yfir "lygar, svikar & blekkingar sem bankarnir ÁVALT stunduðu! Ég vona að þú & þinn flokkur komi fram með góðar hugmyndir, ekki veitir af og ég hef enga trú á því að þessi gagnlausa & í raun stórhættulega ríkisstjórn geri neytt af viti fyrir þjóð sýna...!  Að lokum hvett ég núverandi stjórnvöld til að virkja ráðgjafafyrirtækið Heilbrgið skynsemi svo hægt sé að rétta við landið....  Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi...!

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 20.6.2009 kl. 13:03

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband